Mímir - 01.07.1987, Page 56
Greinar; Jan Kjærstad: EDB og romanen
(2/84), Atle Kittang: Rekviem eller vare-
messe? Kjartan Flogstads arktiske magiar
(3/86), Susan Sontag: Det usette alfabetet
(3/86) o.fl.o.fl.
Þemu; musik og litteratur (4/86), modernisme
og postmodernisme (2/84), populærkultur
(1/84), norske stemmer (3/84).
Ljóð/smásögur; að meðaltali 10—15 ný ljóð í
hverju hefti. Einn fastur liður í Vinduet er
„Vinduet-debutant", þar sem birtar eru
nýjar smásögur.
Ritdómar; um nýjar innlendar og erlendar
bækur.
Bréf'frá; er fastur liður; þar birtir Vinduet um-
sagnir frá „fréttariturum'1 um það sem er
að gerast í bókmenntalífinu erlendis.
„Fréttaritararnir" eru búsettir í viðkom-
andi löndum sem eru aðallega: England,
Frakkland, Þýskaland og Bandaríkin).
2. hefti frá 1986 er sér um efni; þar kynna 24
ungir rithöfundar, frá Noregi, eina bók hver.
Allar bækurnar eru norskar og gefnar út eftir
síðari heimsstyrjöld.
Vinduet er til útláns í Norræna húsinu í
Reykjavík.
Svíþjóð: BLM. Bonniers Litterára
Magasin
BLM. Bonniers Litterára Magasin hóf göngu
sína árið 1932 og koma út 6 hefti á ári. Ritstjór-
ar eru Lennart Hagerfors og Ola Larsmo.
Margir sænskir rithöfundar komu fyrst fram í
BLM, sem birtir fleiri prósatexta en venjan er í
bókmenntatímaritum.
BLM hefur að geyma sömu þætti og
Vinduet, enda er það valið á sömu forsendum
til umsagnar hér. Sem dæmi má benda á þemu-
hefti eins og Nordisk prosa (5/85), Realisme
(1/85), Ung svensk poesi (6/83), og Peter
Handke (austurrískur rithöfundur, fæddur
1942) skrifar spennandi grein um bókmenntir:
Jag ár invánare í elfenbenstornet (2/85).
Kindergeschichte (1984) eftir Peter Handke er
væntanleg í íslenskri þýðingu Péturs Gunnars-
sonar (Barnasaga).
BLM er til á Háskólabókasafni.
Danmörk: Fredag. Tidsskrift for
litteratur, kultur og politik
Eins og undirtitillinn gefur til kynna, er
Fredag ekki bókmenntatímarit í þröngum
skilningi, enda eru lífsvonir slíks tímarits litlar
í Danmörku. Stærstu forlögin hafa hvað eftir
annað reynt að gefa út bókmenntatímarit, en
þau hafa ekki getað staðið undir sér. Gyldendal
reyndi síðast með Chancen (1979 — 80) sem
varð fljótlega gjaldþrota, og þegar forlagið byrj-
aði að gefa út Fredag í ágúst 1985, var ákveðið
að það skyldi líka fjalla um aðrar listgreinar,
svo og um stjórnmál. Að mínu mati er að finna
í Fredag eitthvað það besta sem skrifað er um
þessi efni í Danmörku nú.
56