Mímir - 01.07.1987, Blaðsíða 56

Mímir - 01.07.1987, Blaðsíða 56
Greinar; Jan Kjærstad: EDB og romanen (2/84), Atle Kittang: Rekviem eller vare- messe? Kjartan Flogstads arktiske magiar (3/86), Susan Sontag: Det usette alfabetet (3/86) o.fl.o.fl. Þemu; musik og litteratur (4/86), modernisme og postmodernisme (2/84), populærkultur (1/84), norske stemmer (3/84). Ljóð/smásögur; að meðaltali 10—15 ný ljóð í hverju hefti. Einn fastur liður í Vinduet er „Vinduet-debutant", þar sem birtar eru nýjar smásögur. Ritdómar; um nýjar innlendar og erlendar bækur. Bréf'frá; er fastur liður; þar birtir Vinduet um- sagnir frá „fréttariturum'1 um það sem er að gerast í bókmenntalífinu erlendis. „Fréttaritararnir" eru búsettir í viðkom- andi löndum sem eru aðallega: England, Frakkland, Þýskaland og Bandaríkin). 2. hefti frá 1986 er sér um efni; þar kynna 24 ungir rithöfundar, frá Noregi, eina bók hver. Allar bækurnar eru norskar og gefnar út eftir síðari heimsstyrjöld. Vinduet er til útláns í Norræna húsinu í Reykjavík. Svíþjóð: BLM. Bonniers Litterára Magasin BLM. Bonniers Litterára Magasin hóf göngu sína árið 1932 og koma út 6 hefti á ári. Ritstjór- ar eru Lennart Hagerfors og Ola Larsmo. Margir sænskir rithöfundar komu fyrst fram í BLM, sem birtir fleiri prósatexta en venjan er í bókmenntatímaritum. BLM hefur að geyma sömu þætti og Vinduet, enda er það valið á sömu forsendum til umsagnar hér. Sem dæmi má benda á þemu- hefti eins og Nordisk prosa (5/85), Realisme (1/85), Ung svensk poesi (6/83), og Peter Handke (austurrískur rithöfundur, fæddur 1942) skrifar spennandi grein um bókmenntir: Jag ár invánare í elfenbenstornet (2/85). Kindergeschichte (1984) eftir Peter Handke er væntanleg í íslenskri þýðingu Péturs Gunnars- sonar (Barnasaga). BLM er til á Háskólabókasafni. Danmörk: Fredag. Tidsskrift for litteratur, kultur og politik Eins og undirtitillinn gefur til kynna, er Fredag ekki bókmenntatímarit í þröngum skilningi, enda eru lífsvonir slíks tímarits litlar í Danmörku. Stærstu forlögin hafa hvað eftir annað reynt að gefa út bókmenntatímarit, en þau hafa ekki getað staðið undir sér. Gyldendal reyndi síðast með Chancen (1979 — 80) sem varð fljótlega gjaldþrota, og þegar forlagið byrj- aði að gefa út Fredag í ágúst 1985, var ákveðið að það skyldi líka fjalla um aðrar listgreinar, svo og um stjórnmál. Að mínu mati er að finna í Fredag eitthvað það besta sem skrifað er um þessi efni í Danmörku nú. 56
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.