Mímir - 01.07.1987, Síða 62

Mímir - 01.07.1987, Síða 62
Jónssonar og Tölvísi Björns Gunnlaugssonar hefur orðasambandið merkinguna fyrrnefndu þ.e. y/z = x. 2.2 N-falt meira Svipuðu máli gegnir um það þegar menn segja t.d. að eitt sé þrefalt hærra en annað. Að x sé þrefalt hærri en y merkir hjá flestum að x = 3y. Reyndar má ýmislegt að orðalaginu að eitt sé n-falt hœrra en annað finna og reyndar má komast hjá því með því einfaldlega að segja að talan x sé n-föld talan y. Dæmi um notkun finnast víða, þæði í eldri og yngri ritum. Ólafur Stephensen (1785:135) segir: her eru 6 áln. þrefalt meiri enn 2 áln. og þess- vegna kosta þær þrefalt meira,... Og í Nýjumfélagsritum (1862:77) segir Jón Sig- urðsson: Þegar settur er fastur taxti á einhvern varning, svo hann verður 300% eða ferfalt dýrari en hann var áður,... En ekki eru allir á eitt sáttir um þennan skiln- ing (sbr. 4. kafla). 3 3.1 Helmingsauki Við dæmaleitina rakst ég eitt sinn á eftirfar- andi (Nýfél. rit 1854:184): ..., þá hefði hann samt helmíngsábáta (100%), og má kaupmanni þykja það vel veidt. Af samhenginu er ljóst við hvað er átt; viðkom- andi lagði fram x pund og hafði eftir viðskiptin 2x pund. Mér fannst það skjóta dálítið skökku við að helmingsábáti gæti þýtt 100% áþati og kannaði því hvaða orðabækurnar segja um helmingsábata, -gróða, -vöxt, -aukningu, -auka o.s.frv. Eiríkur Jónsson (1863) segir að helm- ingsauki sé „Forögelse om Halvdelen“ og helminsávöxtr sé „Tilvæxt orn Halvdelen“. Ég fæ ekki betur séð en þetta merki 50% aukn- ingu. (Eiríkur notar ýmist „een Gang sá stor“ eða „dobbelt sá stor“ þegar hann á við tvöföld- un.) Hjá Fritzner (1867) stendur að helfnings auki sé „en halv Gang til saa rneget" en aftur á móti að halfu aukinn sé „foroget til det dobbelte, med en Gang til saa meget“ og því sömu merkingar og lýsingarorðið tvíaukinn. Hins vegar bregður svo við að í annarri útgáfu af Fritzner (1883 — 1896) segir: „helfningsauki = helmingarauki” og „helmingarauki = helrn- ingsauki = Forogelse med en Gang til saa meget. í orðabók Cleasby-Vigfússon (1874) fá aftur öll „helmings- (hálf-) vaxtar“ orð merk- inguna tvöföldun. Mér sýnist því að annað- hvort hafi þessi „helmings-vaxtar“ orð ýmist merkinguna 50% eða 100% aukning. Eða ef þau ættu öll af hafa 100% merkinguna að þá hafi helmingsaukning (Forögelse om Halvdelen) og hálfur hluti til viðbótar (en halv Gang til saa meget) haft merkinguna tvöföldun. Það mætti skilja fyrir þá sök að úr því að helm- ingi meira merkti tvöfalt þá hafi þetta verið sett í samband hvað við annað. Búið hafi verið að tvöfalda og það var því heimingur nýju (hærri) tölunnar sem miðað var við. En samt er það hálf-skrýtið að „hálfu sinni í viðbót“ og „einu sinni í viðbót“ geti haft sömu merkingu. Hjá Ólafi Stephensen (1785:244—245) hefur það að hálfýkja aldur sinn merkinguna að bæta hálfum aldrinum við aldurinn þ.e. hálfýktur aldur = aldur + aldur/2. í Lagasafninu (1984:2474) hljóðar 25. grein laga nr. 19 frá 1940 svo: Nú hefur maður, sem til refsingar skal dæma fyrir eitthvert auðgunarbrota þeirra, sem hér að framan greinir, áður verið dæmdur fyrir auðg- unarbrot, og má þá hækka refsinguna um allt að helmingi af þeirri refsingu, sem hann hefði annars hlotið. Hafi hann áður verið dæmdur oftar en einu sinni fyrir auðgunarbrot, þá má refsingin vera tvöfalt þyngri, og þegar svo stendur á, getur refsing fyrir rán orðið ævilangt fangelsi. Það er svo eins gott að allir skilji það á sama veg þegar eitthvað hœkkar um allt að helmingi af einhverju og hvort tvöfalt þyngri refsing sé refsingin tvöföld eða þreföld (sbr. 4. kafla). 62
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Mímir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.