Mímir - 01.07.1987, Síða 64

Mímir - 01.07.1987, Síða 64
samtals 27 einstaklinga en 3 úrlausnir gat ég ekki notað. Tvær þeirra, sem voru lagðar fyrir stráka úr 8. og 9. bekk grunnskóla, sýndu að þessir strákar a.m.k. höfðu ekki vald á þessu orðalagi, skildu ekki hvað við var átt. Val þátt- takenda fór að nokkru leyti eftir því hverjir mér þóttu líklegir til þess að geta fyllt í allflest- ar eyðurnar þ.e.a.s. hefðu skoðun og/eða skiln- ing á orðasamböndunum. Spurningar ásamt svörum hinna 24 fara hér á eftir (í svigum er fjöldi viðkomandi svara): A Settu orðin helmingur, þriðjungur, fjórðungur o.s.frv. í eyðurnar eftir því sem þér finnst eiga við. Ef þér finnst ekkert þeirra ganga í eftirfar- andi samböndum notaðu þá eigin orð. a) 100 er — hærri tala en 80. [fjórðungi (15) — fimmtungi (7) — 20 (1) — 1,25 (1)] (= 100 er — hærri.. .) b) 15er — hærri tala en 10. [þriðjungi (9) — helmingi (7) — 50% (6) — 5(1) - 1,5(1)] c) 20 er — hærri tala en 10. [helmingi (20) — tvöfalt (2) — tvisvar sinnum (1) — einu sinni (1)] B Settu orðin einfaldur, tvöfaldur o.s.frv. í eyðurn- ar eftir því sem þér finnst eiga við. a) 30 er — hærri tala en 10. [þrefalt (22) — tvöfallt (2)] b) 20 er — hærri tala en 10. [tvöfalt (22) — einfalt (2)] c) 5 er — hærri tala en 1. [fimmfalt (22) — fjórfalt (2)] C Svaraðu eftirfarandi spurningum. a) Hvaða tala er fjórum sinnum hærri en talan tíu? Svar: [40 (23)- 50(1)] b) Hvaða tala er fimm sinnum lægri en talan þrjátíu? Svar: [6 (23) — skil ekki (1)] D Svaraðu eftirfarandi spurningum. a) Hvaða tala er þriðjungi hærri en talan átján? Svar: [24 (21)- 27 (2)- 54 (1)] b) Hvaða tala er 4/5 hærri en talan tíu? Svar: [18 (21) - 50(1) - 8 (1) - skilekki(l)] E Svaraðu eftirfarandi spurningum. a) Ef fiskafli sem var 600 þús. tonn árið 1985 jókst um helming 1986, hver varð fiskaflinn þá? Svar: [900(15) - 1200(9)] b) En ef aflinn hefði aukist um þriðjung hver hefði hann orðið árið 1986? Svar: [800(23)—900(1)] c) Hvaða tala er 25% hærri en 60? Svar: [75 (24)] d) Talan þrjúhundruð er 50% hærri en önnur tala. Hver er sú tala? Svar: [200 (20) - 150 (4)] Það er skemmst frá því að segja, eins og reynd- ar má ráða af framangreindum tölum, að það voru ekki allir samhljóða. Þetta urðu nú samt ekki 24 mismunandi lausnir heldur 18. Hóp- arnir (ef hópa skyldi kalla) skiptust þannig: 3 — 3 — 2 — 2 og svo 14 einstaklingar sem hver um sig svaraði eins og enginn hinna. Til þess að athuga hvort þetta væri að ein- hverju leyti fjölskyldubundið valdi ég m.a. sem þátttakendur annars vegar 5 systur og hins veg- ar hjón og 2 syni þeirra. Engar tvær systranna svöruðu eins. Svör föðurins og annars sonarins voru samhljóða en svör móðurinnar og hins sonarins ólík innbyrðis svo og gagnvart svörum feðganna. Mér finnst því út frá því ekki hægt að segja að notkunin sé upprunabundin. Hvernig öll svörin eru fengin finnst mér vera hægt að skilja. (Að vísu er svarið 8 í D b) dálít- ið skrýtið en viðkomandi kvaðst ekki geta skil- ið þetta öðruvísi og því er það ekki prentvilla eins og ef til vill mætti halda.) Mismunur svar- anna felst annars vegar í því við hvaða tölu er miðað og hins vegar í því hvernig orðasam- böndin eru skilin. Eitt svarið, 54 í D a), virðist benda til þess að lesið hafi verið (eða mislesið) og skilið eins og þar stæði (miðað við notkun flestra) þrisvar hærri í stað þriðjung hærri. Af þessum 24 var það aðeins einn sem alltaf miðaði við hærri töluna (það skýrir svörin 27 í D a), 50 í D b) og 900 í E b)) þar til komið var að prósentunum. Þar miðar sá sami við lægri töluna og kveður það hafa verið kennt í skóla. Athyglisvert var að þeir sem virtust miða við hærri töluna í A-lið gera það ekki (utan þessi eini) þegar komið er í lið D. Ennfremur voru tveir sem virtust miða við lægri töluna í A a) og þá hærri í A b) (kannski til þess að þurfa ekki 64
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Mímir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.