Mímir - 01.07.1987, Page 69

Mímir - 01.07.1987, Page 69
stefna að frelsi, útþrá og listsköpun. Við fyrstu sýn mætti því halda að hér væri um dæmigerða þroskasögu listamanns að ræða. Sú er þó ekki raunin. Hefðbundnar þroskasögur eftir karlrithöf- unda segja frá því hvernig ungur maður sem á sér þann draum að verða listamaður, oft í and- stöðu við fjölskyldu og/eða nánasta umhverfi, ræktar með sér drauminn, sigrast á andstöð- unni af sálarstyrk og þreki, þroskast og stendur uppi í sögulok sem sigurvegari, listamaður. Dæmigerð slík þroskasaga og jafnframt ein sú frægasta er A Portrait of the Artist as a Young Man eftir James Joyce. Af íslenskum sögum mætti t.d. nefna Fjallkirkjuna eftir Gunnar Gunnarsson. í Dalafólki I er allt annað uppi á teningnum. Barátta ísólar gengur ekki út á að rækta með sér drauminn, heldur þvert á móti að bæla hann, reyna að yfirvinna frelsis- og listþrána og sætta sig við kvenhlutverkið sem fjölskyldan og umhverfíð ætlar henni og sem rúmar alls ekki drauminn. Það mætti því, til gamans, snúa út úr titlinum á sögu Joyce og segja að saga ísólar sé /1 Portrait of the Young Woman Killing the Artist in Herself. Af þessu má sjá að þroskasaga ísólar er um- snúningur hefðar eða mótmynd. Mótmyndir eru algengar í skáldverkum kvenna og felast þær ... í því að hefðbundnum lýsingum karl- mannahefðarinnar er snúið við og þær sýndar í nýju ljósi. Oftast beinast mótmyndir að því að afhjúpa viðteknar hugmyndir um stöðu kvenna og samband kynjanna.4 Með því að snúa þannig þroskasögu hefðar- innar upp á konu sýnir höfundurinn okkur hversu ólík staða karla og kvenna er, hvað varðar drauma um frelsi og listsköpun, og er sagan þannig afhjúpandi. Reyndar er um fleiri mótmyndir að ræða í sögunni en bælingu draumsins. Hafa verður í huga að sagan er skrifuð á þeim tíma þegar 4Helga Kress: „Kvennabókmenntir" í Hugtök og heiti í bókmennta/rœði. Ritstjóri Jakob Benediktsson. Reykjavík 1983. nýrómantíkin blómstraði í íslenskum bók- menntum og Hulda telst heyra til hópi nýróm- antísku skáldanna. Með persónu ísólar Árdal skapar Hulda, að mínu viti, einu nýrómantísku kvenhetjuna sem til er í íslenskum bókmennt- um. ísól hefur flest þau einkenni sem nýróm- antísku skáldin gæddu karlhetjur sínar. Hún er ástríðufull og ör í lund, á í mörgum smáum ástarævintýrum þar sem ástvinirnir sitja eftir með brostið hjarta, hana þyrstireftir lífsreynslu og frelsi og dreymir háleita drauma um Iistina og ástina. Og ekki einungis er ísól sett inn í hið hefðbundna nýrómantíska karlhetjuhlutverk, heldur er æskuvinur hennar og tilvonandi eig- inmaður einnig, að vissu marki, settur inn í hið hefðbundna hlutverk konunnar. Hann er sá sem allt skilur, fyrirgefur endalaust og bíður tryggur þess að hún hlaupi af sér hornin.5 En þó rammi persónusköpunarinnar sé þannig af nýrómantískum toga spunninn er þó um mikla togstreitu að ræða í textanum; end- anlega ganga þessi hlutverkaskipti ekki upp, hefðin leyfir það ekki. Sagan er því fyrst og fremst saga bælingar og þess hvemig konan aðlagar sig því sviði sem hefðin ætlar henni. En hvaða afl er það sem leyfir konunni ekki að ganga inn í hlutverk hins nýrómantíska listamanns? Leyfir henni ekki að láta drauma sína um frelsi og listsköpun rætast, heldur þröngvar henni inn í hlutverk eiginkonu og móður þar sem ekkert rými er fyrir uppfyllingu draumsins? Er það ekki karlveldishefðin sem hugsar í óumbreytanlegum andstæðum og lok- ar konuna inni á fyrirfram ákveðnu sviði og karlinn á öðru? Hér á eftir ætla ég að athuga hvernig and- stæðurnar birtast í söguefni og tungumáli sög- unnar, í persónusköpun ísólar Árdal og í myndmáli verksins. Náttúrueðlið, frelsisþráin og bælingin Strax í 1. kafla bókarinnar, þar sem ísól er sUm nýrómantísk einkenni á Dalafólki ijallar Guðrún Bjartmarsdóttir m.a. í óprentaðri cand.mag. ritgerð sinni: Draumur um vangi, Háskóli íslands 1986. 69

x

Mímir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.