Mímir - 01.07.1987, Qupperneq 70

Mímir - 01.07.1987, Qupperneq 70
lýst sem barni, eru dregin fram tvö höfuðatriði sem síðan eru gegnumgangandi í sögunni allri. Það er í fyrsta lagi tengsl ísólar við náttúruna. Hún laðast að náttúrunni, gefur smáatriðum hennar gaum, gætir að gróðri og steinum og upplifir náttúruna í gegnum lyktar- og snerti- skyn að hætti barna. En mest hrífst hún þó af fossinum. Hún dáist að mikilleika hans og krafti og laðast að honum jafnt í draumi sem vöku. Næstu nótt dreymdi ísól fossinn. Hún þóttist standa utan í melnum og horfa á hann. Þá fór hann að kalla og kalla: Komdu, komdu, komdu, Isól, Isól, Isól, Isól! hún gat ekki annað en Iagt af stað — niður melinn. Nær og nær fossinum færðist hún, unz hún stóð fast við hann og fann ískaldan úðann leggja á sig. Jörð- in skalf og titraði undir fótum hennar. (bls. 16) í öðru lagi er það frelsisþráin sem strax er vakin athygli á. ísól hrífst af fiugi fuglanna og tengir það frelsinu. Gott áttu fuglarnir að geta flogið, hvert sem þeir vildu. (bls. 13—14) Æ, að mennirnir skyldu ekki kunna að fljúga eins og fuglarnir. (bls. 15) Slíkar myndir af flugi fugla sem tákn fyrir frelsi eru síðan margendurteknar í gegnum allt verk- ið svo liggur við að um klifun sé að ræða.6 En höfundur gerir meira en bara draga fram þessi tvö höfuðatriði í fyrsta kaflanum (þ.e. náttúrueðlið og frelsisþrána), hún gefur einnig til kynna hindranirnar sem fylgja. ísól er gefin dauð álft og hún fær að eiga stóru íjaðrirnar af henni til að geyma í öskjum. Og fóstra ísólar bannar henni að nálgast foss- inn nema í samfylgd sinni. Því lofar ísól þó það dragi mikið úr spennunni sem hún hafði áður fundið til. Og þegar ísól segir fóstru sinni frá draumnum sem hana dreymdi um fossinn ... var sem gripið væri um hjarta Jóhönnu. Þetta var einhver óstjórn, sem hún varð að 6Fuglar sem tákn frelsis eru reyndar algengasta tákn- myndin í öllu höfundarverki Huldu. Sjá m.a. Guðrúnu Bjartmarsdóttur op.cit. og Ragnhildi Richter: „Ljóðafugl uppræta, þó að hún þyrfti að hræða elskuna sína. (bls. 16) í þessum stutta kafla (7 bls.) má segja að komi fram í hnotskurn það sem á eftir fer. Fjaðrirnar, sem ísól má geyma í öskjum, liggur beint við að túlka sem andstæðu frelsisins og ljóst er að hið ótamda náttúrueðli verður að bæla. í 2. kafla er tilbrigði við sama þema. Isól heillast af sigurskúfi, fegursta blómi sem hún getur hugsað sér. Sigurskúfurinn vex út úr þverhníptu klettabelti sem erfitt er að nálgast. En barnið lætur ekkert stöðva sig frá því að ná í blómið sem það þráir og klifrar niður í klettinn og rífur það upp. En þegar blómið, sem er rifið úr sínu rétta umhverfi, visnar og deyr bærist með ísól ... óljós meðvitund um það, að fegurstu blóm- in væru ekki til þess að slíta þau upp .. . að blóm, sem enginn gæti náð, væru yndislegust og lifðu lengst í minni. (bls. 23) Þennan táknræna kafla má vafalaust skilja á marga vegu, en í tengslum við sögu ísólar ligg- ur beinast við að túlka sigurskúfinn annað hvort sem hana sjálfa sem ekki ntá slíta upp úr réttum jarðvegi eða sem drauma hennar sem hún fær aldrei uppfyllta, en getur huggað sig við að haldist þannig fegurstir. Með þessum tveimur köflum lýkur barn- æsku ísólar, í næsta kafla er hún orðin 12 ára. Það er í fyrsta skipti sem aldur hennar er bein- línis tiltekinn, enda hefur það þann tilgang að benda á að hún er orðin kynþroska. Kaflinn heitir „Hestaprangarinn" og þar er sagt frá því, á mjög svo táknrænan hátt, hvernig kynferðis- legar tilfinningar gera vart við sig, í fyrsta sinn, hjá Isól. Þessum tilfinningum fylgja samstundis blygðun og bæling. Algjörlega að ástæðulausu verður Isól hamslaus af bræði þegar hestakaup- maður einn, sem var gestur föður hennar, veitir henni athygli og brosir til hennar. Bros rnanns- ins kemur henni í uppnám og þegar faðir hennar færir henni umslag með peningaseðli lítinn jeg geymi — hann langar að fljúga", Timarit Máls og menningar 3/1985. 70
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Mímir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.