Mímir - 01.07.1987, Qupperneq 72

Mímir - 01.07.1987, Qupperneq 72
gegnumgangandi í öllu verkinu en sem dæmi um hvernig hún er dregin upp má benda á 4. kaflann: „Hendurnar". í þeim kafla má segja að kynmótun fsólar heijist. Þegar sláturtíðin hefst í sveitinni, flýr ísól út í náttúruna. Hún hefur ógeð á slátruninni og öllu sem henni fylgir. En fast á hæla frelsistilfinningarinnar, sem hún finnur út í náttúrunni, fylgir nú sekt- arkenndin, vitundin um að vera að „svíkjast um“. Samviskubitið i huga ísólar kristallast í mynd fóstru hennar (tákn skyldunnar) við vinnu og er hún hrygg á svip. Þessi hugsýn knýr fsól til að yfirgefa frelsið í náttúrunni og fara að sinna skyldustörfum sínum. Kaflanum lýkur svo með fermingu ísólar sem er enn frek- ari ítrekun á vígslu hennar inn í heim hinna fullorðnu. ísól er síður en svo glöð í bragði á þeirri stundu. Um vorið var hún ferrnd. Hún grét mikið . . . Hún bað heitt um hjálp til þess að vera hlýðin. Það var hið örðugasta. Að endingu strengdi hún heit og fann um leið til friðar í sál sinni: Hendurnar - slitnu hendurnar hennar fóstru skyldu fá hvíld frá öllu því erfiðasta. (bls. 43). En sá friður sem hún finnur í sál sinni á þessari stundu er skammvinnur, togstreitan magnast fremur en hitt. Náttúran sem staður frelsis andstætt fjötrum menningarinnar er síður en svo einstæð mynd í bókmenntum kvenna. Margir bókmenntafræð- ingar hafa bent á þetta fyrirbrigði sem e.k. útópíu í verkum kvenna.10 Náttúran stendur þá fyrir n.k. „einskismannsland“, stað sem karlmenn hafa ekki aðgang að og skilja ekki. Breski mannfræðingurinn Edwin Ardener hefur sett fram þá kenningu að í feðraveldis- menningu megi líta á konur sem „þöglan hóp“ („muted group“).11 Lög og reglur feðraveldis- ins veita konum ekki svigrúm til að koma reynslu sinni til skila á eigin forsendum og í þeim skilningi eru þær þögull hópur. Með „þögli“ vísar Ardener bæði til tungumálsins og til valds yfirleitt. Kvennamenningin er, að mati Ardeners, undirskipuð karlamenningunni og til þess að koma reynslu sinni til skila þurfa konur að koma henni „upp í gegnum" yfirborð karlamenningarinnar. Hluti af kvennamenn- ingunni er þó algjörlega fyrir utan Menninguna sem slíka, fer út fyrir takmörk hennar. Þann hluta nefnir Ardener „villta svæðið“ („wild zone“). Villta svæðið hefur verið túlkað á mis- munandi máta, t.d. sem svæði þar sem óbeisl- uð hegðun á heima, svo sem hystería og geð- veiki, en margir vilja líka túlka það sem n.k. griðastað kvenna og svæði þar sem möguleika kvenna er að finna. Þannig væri þetta svæðið þar sem hinn kvenlegi ritháttur Héléne Cixous á upptök sín.12 En þetta er einnig svæðið þar sem útópía kvenna á heima, svæði hinnar frjálsu náttúru. Náttúran, sem ísól flýr til og finnur frelsið í, er þetta villta svæði. Þar getur hún hagað sér að vild og sleppt fram af sér beislinu. Hún sat á klettunum í dalbrúninni eins og fálk- arnir, velti sér kollhnís ofan lautirnar og kúrði inni í víðirunnunum eins og ein af rjúpunum. Þegar heitt var í veðri, óð hún og buslaði allsnakin í Dvergá, þveránni, sem kom ofan af heiðinni. (bls. 39) Þessi óbeislaða náttúruhvöt, sem tilheyrir villta svæðinu, er enn ítrekuð með „skyldleikanum“ sem ísól finnur til með náttúruhamförum eins og eldgosinu: Um leið og birtan blossaði upp, var líkast því sem hún dáleiddi Isól; hún gleymdi sér, stóð grafkyrr eins og marmaragyðja í eldljómanum .. . Þegar ægibirta eldsins féll niður og síurnar tóku að þjóta upp í náttmyrkvann, stóð hún þar enn, eins og heilluð. Undrun, aðdáun og full- næging lýstu úr svip hennar. (bls. 173—174) '°Sjá m.a. Elaine Showalter, „Feminist Criticism in the Ardeners, „Belief and the Problem of Women." í Wilderness", Writing and Sexual Difference. Ed. Eliza- Perseiving Women. Ed. Shirley Ardener, New York, beth Abel. The University of Chicago Press, 1982. 1977, byggi ég á umfjöllun Showalter op.cit. bls. 29 — 32. nÞar sem ég hef ekki komist yfir grein Edwins l2Sjá Elaine Showalter op.cit. bls. 31. 72
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Mímir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.