Mímir - 01.07.1987, Síða 75

Mímir - 01.07.1987, Síða 75
ekki bannað að fylgja tilfinningum sínum eða skipað að fórna sér. Óvinurinn er í þeirra eigin sál. Þar býr sú sannfæring að þær eigi ekki rétt á neinni hamingju, þeim beri að lifa fyrir aðra, annað sé ófyrirgefanleg sjálfselska. Frelsið til að þroska andann og helga sig listum rekst á við móður og húsmóðurímyndina, konur eiga að lifa fyrir börnin sín og sinna þörfum annarra. Frelsi ástarinnar rekst á við kröfuna um sjálfs- afneitun og fórnfýsi eða hugmyndina um hina hreinu konu, jómfrú Maríu.l-, „Óvinurinn er í þeirra eigin sál“, er túlkun Guðrúnar, en með kenningar Héléne Cixous í huga mætti eins segja að óvinurinn sé and- stæðusýn karlveldisins, sem heldur konum og körlum í aðskildum hlutverkum og leyfirengar tilslakanir. Fórnin fsól og Sveinbjörn Stefánsson hafa svo að segja alist upp saman frá blautu barnsbeini. Þau eru nágrannar og bestu vinir í barnæsku og sú vinátta helst fram á unglings- og þroskaár þeirra. Tilfinningar Sveinbjörns snúast fljótlega upp í ást, en ísól lítur fyrst og fremst á hann sem traustan vin, sem hún getur leitað til með öll sín vandræði og sorgir. Lengi vel rennir ísól ekki grun í hverjar tilfinningar Sveinbjörns í hennar garð eru. Óafvitandi særir hún hann því, með því að trúa honum fyrir ástartilfinn- ingum sínum í garð annarra manna. En Sveinbjörn ber harm sinn í hljóði. Hann gerir engar kröfur til ísólar, heldur bíður þolinmóð- ur þess að hún nái áttum. Það kemur þó að því að Sveinbjörn „gleymir sér“ og opinberar tilfinningar sínar fyrir ísól. Hennar fyrstu viðbrögð eru höfnun, en þegar hún sér hvaða áhrif það hefur á Sveinbjörn ákveður hún, í snatri, að „fórna sér“. Eg hefi séð hann á yztu brún örvæntingar. Líf hans og vit er dýrmætara en mitt. Guð hjálpi mér! (bls. 153) Þau trúlofast og ísól reynir að sannfæra sig um að hún hafi gert rétt. „Hann hafði gefið, hún l3Guðrún Bjartmarsdóttir op.cit. bls. 129. Tilvitnun er birt með leyfi höfundar. þegið — alit of mikið, til þess, að það yrði goldið með öðru en ást.“ (bls. 155). Um nóttina dreymir fsól fugl í búri. í kaflanum á eftir trúlofuninni eru sagðar sögur af tveimur konum sem hafa „fórnað sér“ (Sigrún og Jóhanna fóstra). Og upp frá því er megináhersla sögunnar lögð á það að réttlæta fórnina. ísól reynir með öllum ráðum að sann- færa sjálfa sig um að þetta sé hið eina rétta. Hún klifar stöðugt á því hversu „traustur“, og „tryggur" Sveinbjörn sé. En hann skortir ævin- týrið, spennuna og listþörfina sem er ísól svo mikilvæg. Hún þráir stærri, meiri og háleitari ást. Áður en hún Iofast Sveinbirni hefur hún átt í nokkrum smáum ástarævintýrum, en ekkert þeirra hefur veitt henni það sem hún þráir. Guðrún Bjartmarsdóttir hefur þau orð um þrá ísólar að hún sé: „Draumurinn um hina fullkomnu og andlegu ást sem rúmar bæði ástina og frelsið".14 Og það kemur að því að ísól upplifir þennan draum áður en hún gengur í eina sæng með Sveinbirni. Atvikin haga því þannig að á meðan Sveinbjörn er erlendis við nám, berast leiðir ísólar til Danmerkur þar sem hún upplifir „ástina stóru“. (Ástar)Draumurinn í Danmörku kynnist ísól skáldinu, vísinda- og uppfinningamanninum Má Loftssyni. Nafn- ið á „holdgervingi ástardraumsins“ svo og öll frásagnaraðferð kaflans, verður ósjálfrátt til þess að lesanda flýgur í hug hvort ekki sé bara um draum að ræða. Kaflinn heitir „Örlaga- svanir“ og byrjar á setningunni: „fsól dreym- ir.“ Hana dreymir að hún geti flogið og er þar gefinn fyrirboði um ástina sem hún á í vænd- um. Már Loftsson, sem fsól kynnist í skógarferð fslendinga í Danmörku, er hið fullkomna ofur- menni. Hann er ekki bara skáld, sem hefur vit á bókmenntum fornum og nýjum, heldur er hann einnig vísindamaður sem vinnur að upp- l4Guðrún Bjartmarsdóttir, op.cit. bls. 111. 75
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Mímir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.