Mímir - 01.07.1987, Qupperneq 79

Mímir - 01.07.1987, Qupperneq 79
an af sögu hússins er tengist henni ætíð kven- draugur, kona hússins sem gengur aftur og ýmsir telja sig hafa séð. Sem dæmi um það hve erfitt er að greina hvað er sannleikur og hvað uppspuni er sagan af Friðriki bæjarstjóra (bls. 58 — 59). Konan hans bar fyrir sig er hún flutti frá honum, að hann skrifaði sjálfum sér bréf og bryti húsgögn. Það þótti tóm vitleysa fyrst en smám saman urðu til alls kyns sögur af honum sem allar ýmist studdu upphaflegu söguna eða fóru langt fram úr henni. Frásögnin af Friðriki skiptir ekki ntáli fyrir þá veröld sem sagan fjallar um ef hún er tekin bókstaflega, það er að segja sem dæmi um geðveiki Friðriks. En út frá hug- myndinni um breytileika sagna, sannleik eða lygi hefur hún gildi. Hún styður það að ekkert sé algilt eða satt nema út frá ákveðnu sjónar- horni, persónum og tíma. Þetta viðhorf um afstæði allra hluta veldur því að ekkert eitt er rétt eða rangt heldur verð- ur sérhver einstaklingur að gera upp við sig hvað honum finnst rétt. Þetta rekur yngsta persóna sögunnar, Pési, sig á þegar hann er 9 ára gamall og hefur hagað sér í anda Hróa hatt- ar og stolið raftækjum handa vini sínum sem ekki hefur efni á að kaupa þau. Og Pési hugsar: En hann hafði líka haldið að amma vissi hvað væri rétt og hvað rangt. Haldið að það hefði verið fastsett í eitt skipti fyrir öll, af guði eða einhverjum, þó hann væri ekkert sérstaklega að spekúlera í því. En þá hafði amma velt öllu við og sagt að það yrði hver að gera upp við sig og samvisku sína. (bls. 93—94). Og einstakar persónur eiga erfitt með að móta sér ákveðin viðhorf, marka sér stefnu í lífinu. Það tengist hugmyndinni um að allt sé breytilegt. Þegar Stína háir sína innri baráttu milli ástarinnar og frelsisins ráðast ákvarðanir hennar af því hvort er nótt eða dagur: Hún stendur við borðið í frystihúsinu og sker úr og hreinsar þorskinn umhugsunarlaus, vigtar hann og pakkar og gleymir alveg bónusnum sem þó öllu skiptir til að hún komist aftur norður. í dagsbirtunni veit hún að það væri brjálæði, en dagur hennar og nótt eiga ekki lengur samleið, eru orðin stríðandi öfl, partar úr tíma sem sífellt rekast á. Hún skilur ekki hvað er að henni, hún hefur alltaf ætlað sér í stúdentspróf og svo út, burt héðan, alveg síðan hún var smástelpa hefur hún ætlað sér það; ekki koðna hér niður í slori og fiski eins og allir aðrir. Frakkland, Ítalía, Grikkland. Heimurinn bíður með opinn faðminn, brosir lokkandi til hennar í gegnum upplýst þorskflakið á borðinu. Hún veit hvernig það verður ef hún fer með honum suður í haust eins og hann vill. Hún veit það. Þó hann segi að það verði öðruvísi. A daginn veit hún það. (bls. 41 —41). Sams konar tvískinnungur kemur upp hjá Steina þegar hann reynir að taka ákvörðun, fyrir honum er það sem er óljóst að degi til augljóst að nóttu til: í nótt er þetta allt svo skýrt, svo tært og einfalt. Það er aðeins á daginn sem Iínurnar mást út í blindandi sólinni, þessari heitu sól sem brennir upp sannleika næturinnar. (bls. 100) Dagur og nótt, rnyrkur og birta, sorg og gleði, öryggi og óvissa, frelsi og hjónaband, ást og hatur; allt eru þetta andstæður sem koma fram í sögunni og valda hræringum í lífi fólksins. Ekki er gerð tilraun til að afmá þær því án þeirra væri ekkert líf. Eins og hver saga á sér sínar ýmsu hliðar þannig á hver tilfinning sína andstæðu og getur hvorug án hinnar verið. Án gleði getur ekki heldur orðið til sorg; hefði Steini aldrei notið þess að fá að aðstoða Svönu, ganga með henni, þá þekkti hann ekki heldur til sorgarinnar sem fylgdi því að verða að ganga einn. Og Svana nýtur ástarsambandsins með Gústa en fellur niður í hyldýpisörvæntingu er hann fer frá henni — en samt eða kannski ein- mitt þess vegna svarar hún Þórunni játandi er hún spyr hana hvort hún tæki honum enn ef hann sneri til baka (bls. 138). Hjónabandið er frelsissvipting eins og skýrast kemur fram þegar Kristín er að gera upp hug sinn gagnvart Skúla. Hún mun annað hvort hafna honum eða fyrirætlunum sínum um að komast burt, skoða heiminn og gera allt eftir sínu höfði. Jón, pabbi Kristínar, segir eitt sinn við hana: 79
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Mímir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.