Mímir - 01.07.1987, Blaðsíða 80

Mímir - 01.07.1987, Blaðsíða 80
Passaðu þig, Stína litla, að verða ekki eins og hún móðir þín. Hún kann ekki að fljúga, þess vegna vængstýfði hún mig. Vængstýfði . .. (bls. 76). Kristín sem vissi ekki hvort hún ætti að láta hugsanir nætur eða daga ráða lætur einnig vængstýfa sig en hún gerir það með bros á vör; allar ákvarðanir eru með því marki brenndar að útiloka aðrar og sama er hvort Kristín velur út frá því sjónarmiði. Þegar hún velur ástina hafnar hún um leið frelsinu eins og VII. kafli bókarinnar sýnir svo vel. Kaflinn gerist inni í eidhúsi þar sem systurnar Svana og Kristín sitja. Kristín þykist vera að lesa Hlutskipti manns og er titillinn táknrænn fyrir hugar- ástand hennar. Hvert verður hlutskipti hennar? í eldhúsinu er suðandi fiskifluga sem fer ákaf- lega í pirrurnar á Kristínu. Flugan hamast í glugganum og vill komast út. Og myndin af flugunni sem leitar að útgönguleið fléttast sam- an við hugsanir stúlkunnar sem einnig er að leita sér að leið. Að lokum slær Kristín fluguna með bókinni; flug og hamagang flugunnar má lesa sem tákn fyrir togstreituna sem Kristín á í og með því að slá fluguna í stað þess að hleypa henni út er hún í raun að bæla útþrá sína. Þar með hefur Kristín valið sér hlutskipti. Inn í þessa frásögn fléttast hugsanir Kristínar um trú og um guð biblíunnar sem ekki sé guð kvenna (bls. 72). Þegar Kristín síðan pakkar niður fyrir suðurförina syngur hún og hefur „gleymt öllu um árekstra dags og nætur, að minnsta kosti í bili“ (bls. 142). Þannig veltur lífið áfram, hver einstaklingur velur eina braut og verður að láta aðrar ófarnar. Sagan sýnir hjónabandið sem haft á frelsi einstaklingsins en einnig er undirstrikað hvernig það veitir öryggi og samhygð ef vel tekst til eins og hjá Petru og Begga og Jóni og Þórunni. Petra og Beggi hafa þolað saman sætt og súrt og ýmislegt andstreymi hefur Petra orð- ið að sætta sig við vegna mistaka hans. Sú hugsun hvarflar þó ekki að Petru að hún hefði betur gengið í gegnum lífið án Begga. En í raun er það ekki hjónaþandið sem bindur fólk held- ur er eitthvað afl að verki sem manneskjurnar ráða ekki við en gerir þær háðar öðrum; þetta afl er ástin sem tekur fram fyrir hendurnar á skynsemi fólks og áætlunum. Ast Steina til Svönu, ást Svönu til Gústa, jafnvel ást Oddu til föður Leifa; ástin stjórnar lífi þessa fólks og flækir það og fjötrar þótt ekki sé um hjónaband að ræða. Konur sögunnar eru með ýmsu móti og á ýmsum aldri og í fari þeirra eins og annarra persóna birtist tvíræðni. En konurnar eiga sér sameiginlega reynslu, þær þekkja allar mis- ræmi óska manna og veruleikans, vita hversu litlu einstaklingar ráða í lífi sínu. Þegar Kristín háir sína innri baráttu sér hún þær fyrir sér allar sem eina: En andlit Svönu er í sólglampandi rúðunni, verður að andliti mömmu, Oddu, Línu, og þær horfa á hana með þessu samblandi af vorkunn og samúð, yppta aðeins öxlum, útréttir lófar sem falla niður, lokast. Þær horfa á hana úr rúðunni og brosa þessu brosi sem er ekki bros heldur eitthvað allt annað. Það eru töfrar í þessum brosum, djöfullegir kvengaldrar sem laða og ógna í senn, það finnur Kristín, and- styggileg, sjálfsánægð viska sem hún kærir sig ekki um,.. . (bls. 76). Og ímynd allra þessa kvenna, og þeirra kvenna sem lifðu áður, er kona hússins, vofan. Þótt húsið verði rifið heldur hún áfram að vera til eins og áður því eins og hún segir við Gullý: „Þeir vinna ekki á mér með vélum“ (bls. 148) og síðan óma í huga Gullýjar endurtekin orð konunnar: „Ég er alltaf hér“ (bls. 148). Það er tæplega rétt að tala um andstæður í Eins og hafið heldur ætti fremur að tala um hliðstæður eða öllu heldur sveiflur í sögunni. Líf manna einkennist af sveiflum sem koma misjafnlega ört en koma eigi að síður, það er ófrávíkjanlegt. Því líf manna er eins og hafið að því leyti, það er ýmis kyrrlátt og friðsælt, óstýrilátt og villt eða ögrandi og seiðandi. En fyrst og síðast, segir þessi bók okkur, að lífið sé eins og hafið — margbreytilegt og órætt. Sigurrós Erlingsdóttir. 80
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.