Mímir - 01.07.1987, Síða 82

Mímir - 01.07.1987, Síða 82
Birgis Engilberts, einþáttungar þeirra Kristín- anna Ómars og Bjarnadóttur, Draumar á hvolfi og Gœttu þín, að ógleymdu metsöluleikriti Birgis Sigurðssonar, Dagur vonar. Þjóðleikhúsið efndi til leikritasamkeppni á liðnu ári í tilefni loka kvennaáratugar og eru áðurnefndir einþáttungar verðlaunaverkin. Gœttu þín eftir Kristínu Bjarnadóttur lenti í öðru til þriðja sæti ásamt leikverki eftir Elísa- þetu Jökulsdóttur sem ég kann ekki að nefna. I fyrsta sæti lenti Draumar á hvolfi eftir Kristínu Ómarsdóttir sem ég tel hreint makalaust byrj- andaverk þó ekki sé það gallalaust. í því renna saman raunsæislegar tilfinningar manna og fantasíukennt ástand, úr verður heilt verk og skemmtilegt. Nútímaleikrit á mörkum hins raunverulega eiga sterkar rætur í leikhefð mód- emismans, absúrdleikhúsinu, en Kristínu tekst að feta sjálfstæða slóð, studd af hefðinni án þess að láta hana stýra sér. Meðan fáein athyglisverð nýsköpunarleikverk gægjast upp úr arfabreiðu söguleikjanna lang- þreyttu, er ekki útilokað að dagur vonar muni loks rísa yfir akur íslenskrar leikritunar. í stuttu máli fjallar Draumar á hvolfi um mann og konu, Árna og Matthildi sem stödd eru í óskilgreindu tómarúmi ofarlega í óskil- greindu háhýsi sem þess vegna gæti verið hótel og þó ekkert frekar. Þau reyna að nálgast hvort annað tilfinningalega en geta það ekki, þeim er svo kalt. í stað þess flýja þau í orðræðu, verða fangar orðanna og fjarlægjast tilfinningar sínar enn frekar. Óharðnaður piltungi truflar átök Árna og Matthildar og tilvist hans á sviðinu þvingar þau til að sjá hvort annað í nýju ljósi. Draumar á hvolfi endar með því að Árni og Matthildur stökkva saman út um glugga, „á leiðinni út í loftið“. Þó einþáttungurinn byggi á hefð absúrdleik- hússins að nokkru er áherlsan önnur. Þá beindu leikskáld augum sínum að tilvistar- kreppu einstaklingsins, einangrun hans frá samfélaginu í skilningsvana einsemd þar sem allt verður fáránlegt og tilgangslaust. Hér er áherslan hins vegar á tilfinningalega einangrun einstaklinga frá hver öðrum og skilningsleysi í mannlegum samskiptum. Persónurnar geta ómögulega sýnt neinar tilfinningar eða tjáð þær, því síður deilt þeim með öðrum. Árni og Matthildur eru eins og jójó, þau geta ekki nálg- ast hvort annað, en þau geta heldur ekki slitið samskiptum, orðin halda þeim saman um leið og þau stýja þeim í sundur. Sviðsmynd verksins er fábrotin og táknræn: Tómt herbergi, hvítir veggir, hátt til lofts og langur gluggi fullur af skýjum, eyðimörk borg- aralandslagsins. Á gólfinu eru skór og sokkar á dreif, fiðla og bogi sem bíða þess að einhver leiki af Iífi og sál á meðan drungalegur kerta- stjaki í horni herbergisins virðist bíða þess gagnstæða, að einhver deyji. Aðalpersónurnar eru á óskilgreindum besta aldri. í annarri senu af þremur bætist þriðja persónan við, hinn óharðnaði piltungi í stífpressuðum safarí- klæðnaði og mjalihvítum strigaskóm, en hefur þó prófað ást. Matthildur: Það er langt síðan ég hef séð þig í sokkum. Árni: Ég er alltaf í sokkum. Matthildur: Ekki ég. Árni: Þú sefur allsber. Matthildur: í nærbuxum og sokkum." (bls. 2) 82
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Mímir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.