Mímir - 01.07.1987, Side 82

Mímir - 01.07.1987, Side 82
Birgis Engilberts, einþáttungar þeirra Kristín- anna Ómars og Bjarnadóttur, Draumar á hvolfi og Gœttu þín, að ógleymdu metsöluleikriti Birgis Sigurðssonar, Dagur vonar. Þjóðleikhúsið efndi til leikritasamkeppni á liðnu ári í tilefni loka kvennaáratugar og eru áðurnefndir einþáttungar verðlaunaverkin. Gœttu þín eftir Kristínu Bjarnadóttur lenti í öðru til þriðja sæti ásamt leikverki eftir Elísa- þetu Jökulsdóttur sem ég kann ekki að nefna. I fyrsta sæti lenti Draumar á hvolfi eftir Kristínu Ómarsdóttir sem ég tel hreint makalaust byrj- andaverk þó ekki sé það gallalaust. í því renna saman raunsæislegar tilfinningar manna og fantasíukennt ástand, úr verður heilt verk og skemmtilegt. Nútímaleikrit á mörkum hins raunverulega eiga sterkar rætur í leikhefð mód- emismans, absúrdleikhúsinu, en Kristínu tekst að feta sjálfstæða slóð, studd af hefðinni án þess að láta hana stýra sér. Meðan fáein athyglisverð nýsköpunarleikverk gægjast upp úr arfabreiðu söguleikjanna lang- þreyttu, er ekki útilokað að dagur vonar muni loks rísa yfir akur íslenskrar leikritunar. í stuttu máli fjallar Draumar á hvolfi um mann og konu, Árna og Matthildi sem stödd eru í óskilgreindu tómarúmi ofarlega í óskil- greindu háhýsi sem þess vegna gæti verið hótel og þó ekkert frekar. Þau reyna að nálgast hvort annað tilfinningalega en geta það ekki, þeim er svo kalt. í stað þess flýja þau í orðræðu, verða fangar orðanna og fjarlægjast tilfinningar sínar enn frekar. Óharðnaður piltungi truflar átök Árna og Matthildar og tilvist hans á sviðinu þvingar þau til að sjá hvort annað í nýju ljósi. Draumar á hvolfi endar með því að Árni og Matthildur stökkva saman út um glugga, „á leiðinni út í loftið“. Þó einþáttungurinn byggi á hefð absúrdleik- hússins að nokkru er áherlsan önnur. Þá beindu leikskáld augum sínum að tilvistar- kreppu einstaklingsins, einangrun hans frá samfélaginu í skilningsvana einsemd þar sem allt verður fáránlegt og tilgangslaust. Hér er áherslan hins vegar á tilfinningalega einangrun einstaklinga frá hver öðrum og skilningsleysi í mannlegum samskiptum. Persónurnar geta ómögulega sýnt neinar tilfinningar eða tjáð þær, því síður deilt þeim með öðrum. Árni og Matthildur eru eins og jójó, þau geta ekki nálg- ast hvort annað, en þau geta heldur ekki slitið samskiptum, orðin halda þeim saman um leið og þau stýja þeim í sundur. Sviðsmynd verksins er fábrotin og táknræn: Tómt herbergi, hvítir veggir, hátt til lofts og langur gluggi fullur af skýjum, eyðimörk borg- aralandslagsins. Á gólfinu eru skór og sokkar á dreif, fiðla og bogi sem bíða þess að einhver leiki af Iífi og sál á meðan drungalegur kerta- stjaki í horni herbergisins virðist bíða þess gagnstæða, að einhver deyji. Aðalpersónurnar eru á óskilgreindum besta aldri. í annarri senu af þremur bætist þriðja persónan við, hinn óharðnaði piltungi í stífpressuðum safarí- klæðnaði og mjalihvítum strigaskóm, en hefur þó prófað ást. Matthildur: Það er langt síðan ég hef séð þig í sokkum. Árni: Ég er alltaf í sokkum. Matthildur: Ekki ég. Árni: Þú sefur allsber. Matthildur: í nærbuxum og sokkum." (bls. 2) 82

x

Mímir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.