Mímir - 01.07.1987, Page 88

Mímir - 01.07.1987, Page 88
um, takið á handriðinu losnar og hann hálf-ber mig niður stigann og segir: Ef þetta er eina leið- in til að kenna þér mamma, þá verðurðu líka að gera það. Þú ferð út í búð með þetta þó ég verði að bera þig alla leið sjálfur. Ekki pabbi, ekki gera þetta pabbi. Ég skal lofa — aldrei aftur. Ég lít upp í eldhúsgluggann, mamma er þar ekki. Hún skammast sín svo. Því hún veit. . . En ég veit að andlit Nonna og Hebba eru meðal hinna í gluggunum. Það blæðir ekki úr strákum. En nú sjá þeir . .. og vilja aldrei leika við mig aftur. Pabbi er búinn að losa buxnastrenginn. Ég reyni að smeygja mér úr höndum hans. Pabbi gerðu það ekki, elsku pabbi minn. Nú skaltu fá það sem þú átt skilið, hrækir hann út úr sér. Þetta ætti að kenna þér. Og hann rífur niður um mig buxurnar og lætur höggin dynja á afturendanum á mér. Gluggarnir halda niðri í sér andanum og trúa ekki sínum köldu augum. Nú vita allir allt, líka Hebbi og Nonni. En pabbi er svo reiður að hann sér ekki neitt. Eða þykist ekki sjá það. En blóðið heidur áfram að renna. Snæbjörg Sigurgeirsdóttir: Flótti Hvers dags Þú læöist hljóölega Aö grilla hvert íannaö aö baki mér gegnum hrákalt myrkriö læöist meö spenntan klakabaröar vöröur bogann þú ertskyttan á eyöislóö ég bráöin vita samt af heitum lindum undir frosnum mosanum. Þú ríst upp hægt þú ert skyttan ég erbráöin þú miöar þú ertskyttan og ég bráöin á yndislegum flótta þú skýtur — ég blindast blóöi þínu blóöi 88

x

Mímir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.