Mímir - 01.06.1996, Side 18
ur með útrétta arma og innyfli skepnunnar flæða
útúr kviði hennar. Þá má fyrir neðan manninn
greina fugl sem kannski er að búa sig til flugs en til
hliðar er nashyrningur (?) á stjái. Það er eitthvað
afar einkennilegt við þetta hellismálverk enda er
ósamrýmanlegum fyrirbærum blandað saman frá
sjónarhóli nútímamanns sem sér fátt sameiginlegt
með kynlífi og eyðileggingu. Stelling mannsins
minnir á hinn krossfesta en eitt er þó gjörólíkt
með þeim; maður þessi hefur reistan getnaðarlim
á meðan kynfæri Krists eru alltaf ósýnileg (hafi
hann þá nokkur haft). Myndin lýsir því bæði
nautn og sársauka, sársaukanautn sem nær yfir
losta og andstæðu hans í senn. Mannfuglinn sam-
samast helsködduðu dýrinu á stundu sem fæstum
þykir kynferðisleg nú á dögum, stundu líkamlegr-
ar sundrunar; dauði hans er ægilegur í ímyndun
okkar en um leið ærslafenginn og blygðunarlaus.
Hellismálverkið í Lascaux er fyrsta sjálfsímynd
karlmannsins; þannig hefur hann upplifað tilveru
sína löngu áður en siðmenningin óf sig um hvatir
hans og tilfinningar. Síðan þá hafa sjálfsímyndir
komið og farið. Menn hafa feykst á milli tákn-
gerða yfirborðsins, búið til um þær háturnaða
heimspeki og djúpsetta list, en vitað með sjálfum
sér um hellana hið innra og í djúpum jarðar því
öðru hverju hafa þeir þrátt fyrir öfluga varnar-
hætti opnast inní list og tungumál. Tilfinningalíf
manna hefur á þessum tíma fyllst mótsögnum sem
sjaldan er leyst úr á marktækan hátt heldur lifa
þær með þeim og verða að öllum jafnaði flóknari
en efni standa til. Ástæðan er oft og einatt fólgin í
þrýstingi arfhelgra hugmynda um hvað sé eðlilegt
í fari manns. Sá sem víkur frá réttri meðalhegðan
og opnar hella sína uppá gátt svo hver og einn fái
litið myndheim þeirra verður að tákni um hættu-
lega ónáttúru sem nauðsynlegt er að byrgja inni í
myrkrinu til að óeðlið smiti ekki tilveru hinna
heilbrigðu. Það útrýmir öfugeðlinu að sjálfsögðu
ekki, það heldur áfram að vera til, en ógninni má
kannski gleyma um stundarsakir uppi í dagsljósi
yfirborðsins, samfélagi þagnargildanna.
Sannleikur hellislistamannsins varð fyrir óra-
löngu að andsannleika sem reynt hefur verið að
útiloka með margvíslegum ráðum svo sem sjá má
af því að lostinn hefur löngum tengst ljótleika, því
sem er saurugt, jafnvel glæpsamlegt, því sem til-
heyrir frumstæðu mannlífi, spilltri náttúru, sjúk-
legum öfgum. Lostinn er að sögn það sem meiðir,
nauðgar og myrðir, það sem afmennskar mann-
eskjuna, hann er allt það sem okkur ber með réttu
að forðast. Hér er samt um einstaklega mannlegt
fyrirbæri að ræða því menn hafa þrumað á þrá-
reipum frá ómunatíð hverjar sem aðstæður þeirra
voru. Afstaða þeirra til eigin ástríðna hefur á hinn
bóginn einkennst af skinhelgi og skelfingu, þeir
hafa reynt að koma á þær reipum skynsemi og
þekkingar, rekið þær niður í rökkurhella sálarlífs-
16