Mímir - 01.06.1996, Side 72
VAÁoUp NOHaaavU'
ið tröll en uppruni þess orðs, eins og reyndar
margra annarra, er mönnum ennþá nokkur ráð-
gáta.3
Hvað er hvað?
Til skýringar orðinu gefur íslensk orðsifjabók eft-
irfarandi orð: jötunn, risi, risakvendi, ófreskja,
galdrakind, fjölkynngisvera.4 Við þetta getum við
bætt orðum eins og: skessa, þussi eða þurs, berg-
búi, flagð og gýgja.5 Þessi orð eru nokkurs konar
samheiti yfir orðið tröll, þau fela í sér svipaða
merkingu en þó ekki alveg þá sömu. Orðin risi og
risakvendi taka t.d. aðeins tillit til annars kynsins
en orðið tröll getur falið í sér bæði kyn. Hér er þó
tvennt ofar öðru sem vert er að taka eftir. Orðið
jötunn er notað sem samheiti yfir tröll og í orðun-
um galdrakind og fjölkynngisvera er vísað til
ákveðins valds sem tröllin ráða yfir. Þau eru göld-
rótt.
í Hugtökum og heitum í norrœnni goðafrœði
gerir Rudolf Simek nokkra grein fyrir notkun
þessara hugtaka.6 Hann bendir á að orðin jötunn,
þurs og tröll eigi við um sama fyrirbærið en þau
tvö síðastnefndu hafi haft neikvæðari merkingu en
hið fyrsta. Sú merking hafi myndast áður en
kristni var lögtekin og stafi því ekki eingöngu af
andúð kristinna manna á þessum verum. Orðið
þurs kemur fyrir í Skírnismálum þar sem það er
notað um miskarún sem rist er jötunmeynni Gerði
og virðist vera tilvísun í einhvers konar „ósiðleg-
ar“ kynlífsathafnir.7 Ennfremur segir Simek:
Svo er að sjá sem menn hafi einnig talið ára og
púka sem ollu veikindum til þursa og eigi sú hug-
mynd rætur sínar að rekja til norrænnar miðalda-
hjátrúar þar sem þursar voru einkum álitnir geta
valdið konum skaða á líkama og sál.8
Einar Ólafur Sveinsson tekur í sama streng og
bendir á að í flestum bókmenntagreinum frá sagn-
ritunaröld falli orðin jötunn og tröll saman.9 Þann-
ig fer Þór í Austurveg til að berja tröll og úlfurinn,
afkvæmi jötnanna sem eltir sólina í Völuspá, er í
„trolls hami“. Sama á við í fornaldarsögunum. í
Hjálmþéssögu og Ölvis10 eru orðin tröll, jötunn og
risi notuð á víxl um eitt og sama fyrirbærið auk
þess sem persónum Islendingasagna er stundum
líkt við jötna og tröll.11
Einar Ólafur telur sig þó sjá ákveðinn mun milli
jötna goðafræðinnar og trölla þjóðsögunnar.
Þjóðsögur af tröllum telur hann hafa verið til
þegar á sagnritunaröld. Jötnarnir séu stórmenni
sem búi í höllum og eigi glæsilegar dætur á meðan
tröllin séu á frummannsstiginu, hellisbúar klæddir
dýraskinni. Þennan vanda vill Einar leysa með því
að gera ráð fyrir sameiginlegri rót sem báðar verur
séu sprottnar af.
Ef hægt væri að sjá lengra aftur í tímann. Þykir mér
líklegt, að bilið milli þessara tveggja laga mundi
minnka, þangað til að síðustu kæmi að óaðgreind-
um sögum sem hefðu nokkuð af hvorutveggja.12
Þessi munur sem Einar Ólafur dregur fram,
milli stórmennis og hellisbúa, er að líkindum
aðeins yfirborðsmunur sem getur einfaldlega
verið sprottinn af því að ákveðnar tegundir pers-
óna hæfa mismunandi bókmenntategundum.
Goðsagnir segja frá Ásum sem eru æðstu verur
heimsmyndarinnar. Verða þær ekki að eiga sér
verðuga andstæðinga sem eru þess megnugir að
spegla eiginleika þeirra og undirstrika mátt? Þó
finna megi gamansögur innan norrænnar goða-
fræði, sem ef til vill draga úr helgi þeirra, þá er
svið þeirra ævinlega voldugra en hinna alþýðlegu
þjóðsagna. í þjóðsögunum hafa tröllin útlit frum-
mannsins og híbýlin hafa breyst úr höll í helli. En
það er vegna þess að í þjóðsögunum er tröllum
ekki ætlað að spegla hin helgu goð heldur eru það
venjulegir menn eins og kotbændur, prestar og
vinnumenn sem kljást við þau.
70