Mímir - 01.06.1996, Side 89

Mímir - 01.06.1996, Side 89
Skáldskaparfræði með sögulegri aðferð Ritdómur Bókmenntakenningar síðari alda Höfundur: Arni Sigurjónsson Útgefandi: Heimskringla, Reykjavík 1995. Sem nemandi í bókmenntum og bókmenntafræði hef ég stundum fengið á tilfinninguna að á milli Aristótelesar á 6. öld fyrir Krist og Ferdinands de Saussure í upphafi 20. aldar eftir Krist hafi næsta lítið gerst í þróun fræðigreinarinnar. Kennsla í bókmenntakenningum byrjar yfirleitt á riti Arist- ótelesar Um Skáldskaparlistina og tekur síðan heljarstökk í tíma og rúmi og hafnar hjá Saussure og rússnesku formalistunum, þaðan sem haldið er áfram í átt til samtímans. Öll þekking manns á þróun í bókmenntafræðum þar á milli er tilviljun- um háð. Ég beið því bókar Arna Sigurjónssonar um bókmenntakenningar síðari alda með þó- nokkurri eftirvæntingu, ekki síst fyrir það að ég vissi að þar var ekki einungis fjallað um þennan vanrækta tíma í sögu bókmenntakenninga, heldur einnig um íslensk skrif um bókmenntir. Bók eins og þessi er löngu orðin tímabær í íslenskri bók- menntaumræðu og fyllsta ástæða er til að fagna útkomu hennar. Bókmenntakenningar Árna Sigurjónssonar fyrri og síðari alda þjóna vel því hlutverki að vera yfirlitsrit og kennslubækur um þetta dularfulla tímabil milli þeirra Aristótelesar og Saussure. Síð- ara bindið, sem hér er fjallað um, er greinargóð endursögn flestra merkisrita í sögu evrópskra bókmenntakenninga frá 16. öld og fram að þeirri 20. En um eldri bókmenntakenningar hafði Árni áður fjallað í Bókmenntakenningum fyrri alda, sem út kom árið 1991. Áður en hægt er að segja eitthvað af viti eða fella einhvern dóm um rit um fræðilegar kenning- ar er nauðsynlegt að spyrja fyrir hvern ritið er skrifað, hverjir eru lesendur þess? Það er augljós- lega ekki hægt að leggja sömu mælistiku á rit sem ætlað er að vera kennslubók fyrir byrjendur í há- skólanámi eða fróðleiksfúsan almúga og notuð er til að leggja mat á fræðirit sem ætlað er að bæta við þekkingu okkar og byggir á nýjum rannsóknum. I fyrra bindi þess rits sem hér er til umræðu er það sagt vera „yfirlitsrit ætlað skólum og almenningi". Jafnframt lýsir höfundurinn því yfir að hann leggi sögulegt sjónarmið til grundvallar verkinu og þar sé ætlast til þess að lesandinn „fikri sig áfram frá einu tímaskeiði til annars, og frá einum höfundi eða einu riti til hins næsta.“ Andstæðu þessarar aðferðar segir Árni vera kerfisbundið sjónarmið sem einkennist af því að viðfangsefnið er „rakið á grundvelli rökrænna og efnislegra tengsla án tillits til þess á hvaða öld eða árþúsundi viðkomandi málefni var efst á baugi.‘l1 Nú vil ég taka það fram að Árna tekst mjög vel að rekja sögu bókmenntakenninga með þeirri að- ferð sem hann hefur kosið sér, ég held hins vegar að verk hans hefði bæði orðið áhugaverðara og nytsamara ef hann hefði ekki haldið aðferðinni jafn stíft fram heldur leyft sér að blanda saman sjónarhornunum tveimur, hinu sögulega og hinu kerfisbundna. Annar galli á bókinni er að mínu mati hvernig Árni kýs að afmarka efni sitt. Hann takmarkar umfjöllun sína við þá grein bókmenntafræðinnar sem fjallar um það hvað gerir skáldskapinn að skáldskap, sjálfa skáldskaparfræðina. Með því að einskorða umfjöllunina við skáldskaparfræði verður ýmislegt útundan, og er það oft skaði, einkum þar sem um er að ræða kenningar um heimspeki, sálfræði eða bókmenntasögu sem hafa haft umtalsverð áhrif á bókmenntir og bók- menntaumfjöllun. Umfjöllun Árna er skýr og skilmerkileg. Þetta er bók sem er gott að nota, hvort sem er til að fræðast urn samfellda sögu bókmenntakenninga 87

x

Mímir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.