Mímir - 01.06.2005, Side 10

Mímir - 01.06.2005, Side 10
Minningarorð Matthías Viðar Sæmundsson 1954-2004 Matthías Viðar Sæmundsson, dósent í íslenskum bókmenntum, lést 3. febrúar 2004 eftir hetjulega baráttu við ólæknandi sjúkdóm, tæplega fimmtugur að aldri. Hann var fæddur 23. júní 1954, sonur Guðrúnar Árnýjar Guðmundsdóttur húsmóður og Sæmundar Bergmanns Elimundarsonar sjúkraliða og kaupmanns. Matthías ólst upp á Selfossi hjá móðursystur sinni, Jóhönnu Guðmundsdóttur matráðskonu og eiginmanni hennar, Sigurði Sigurðssyni verkamanni. Að lokinni grunnskólagöngu árið 1970 hélt hann til Reykjavíkur og hóf nám í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Síðar sagði hann svo frá í skemmtilegri sjálfslýsingu sem enn er aðgengileg á vefnum (http://www.hi.is/ -mattsam/inng.htm) að meiri tími hefði farið í það hjá sér að stúdera maóisma og leika á trompet en lesa skólabækurnar og mæta í tíma. Hann lauk þó náminu á fjórum árum eins og ráð var fyrir gert. Að sögn hans sjálfs tóku nú við „rótlausir áratugir, ég gifti mig einhvernveginn, kenndi krökkum í Ólafsvík einn vetur, skildi, flæmdist síðan í Háskólann þar sem ég lauk prófum í almennri bókmenntafræði og íslenzkum bókmenntum árið 1980, jafnframt því sem ég stúdéraði um hríð í Montpellier. Eftir það tóku við kennsla í fjölbrautaskólum, trúskipti, greina- og bókaskrif, vinna við ýmsa fjölmiðla, dvöl í Rómarborg, störf lektors og dósents í íslenskum bókmenntum, sambönd og rannsóknarferðir, uns heill aldarfjórðungur var liðinn eins og hendi væri veifað." Matthías var ráðinn lektor við íslenskuskor árið 1985 og varð dósent árið 1991. Hann var án efa einn áhrifamesti og frumlegasti túlkandi okkar á fræðasviði íslenskra bókmennta síðari alda. Afköst hans og hugmyndaauðgi voru með ólíkindum og eftir hann liggja yfirgripsmikil rit um bókmenntir og hugarheim íslendinga allt frá lærdómsöld og fram á okkar daga. Framan af ritaði hann einkum um módernisma og sagnagerð 19. og 20. aldar, en síðar helgaði hann sig að mestu 18. aldarfræðum, auk rannsókna á galdraöldinni. Fyrsta rit hans, Mynd nútímamannsins: Um tilvistarleg viðhorf ísögum Gunnars Gunnarssonar, kom út 1982. Fjórum árum síðar birtist rit hans Ást og útlegð: Form og hugmyndafræði ííslenskri sagnagerð 1850-1920. Greinasafnið Myndir á sandi: Greinar um bókmenntir og menningarástand kom út 1991, Galdrar á íslandi: íslensk galdrabók ári síðar og þá vöktu kaflar Matthíasar í 3. bindi íslenskrar bókmenntasögu 1996 verðskuldaða athygli. Hann breytti um margt sýn manna á íslenska bókmenntasögu og dró fram þætti sem legið höfðu í láginni, ekki síst hið villta, öfgafulla og órökræna sem hefur verið snar þáttur í mannlegri tilveru á öllum tímum, þó að þeir sem trúa á skynsemina eigi stundum erfitt með að viðurkenna það. Helsta viðfangsefni hans síðustu misserin var ritun ævisögu Héðins Valdimarssonar og kom fyrsta bindi hennar, Héðinn, Bríet, Valdimarog Laufey: Fjölskylda og samtíð Héðins Valdimarssonar, út að honum látnum haustið 2004 og er frumlegt og óvenjulegt verk eins og margt sem frá Matthíasi kom. Er þá ótalinn fjöldi greina og bóka sem eftir hann liggur, auk þess sem hann sá um útgáfur á bókmenntatextum frá ýmsum öldum íslenskrar bókmenntasögu, m.a. Ljóðmælum Kristjáns Jónssonar Fjallaskálds (1986) og Píslarsögu séra Jóns Magnússonar (2001) sem hann fylgdi úr hlaði með afbragðsgóðum ritgerðum um höfundana og hugarheim þeirra. Matthías lét til sín taka á fleiri sviðum og vann t.d. ötullega að netvæðingu fræðanna á síðari árum. Hann var stofnandi vefritsins Kistunnar og hafði lag á því að höfða til almennings með skrifum sínum, enda hafði hann lifandi áhuga á öllum sköpuðum hlutum. Fræðunum miðlaði hann af ástríðu og sannfæringarkrafti hins máttuga töframeistara og margir yngri fræðimenn sóttu innblástur til hans. Hann varð þekktur langt út fyrir raðir háskólamanna og umtalaður og dáður. Ekki spillti það fyrir að Matthías var í einu orði sagt glæsimenni - hár og grannur, dökkur á brún og brá, vel eygður og röddin hljómfögur og djúp. Hann klæddist iðulega svörtu og bar oft með sér byronskan uppreisnaranda, þó að hann væri jafnan háttvís og einstaklega hlýr við nánari viðkynningu. Nokkrir vinir og 8
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Mímir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.