Mímir - 01.06.2005, Side 19

Mímir - 01.06.2005, Side 19
corrupt and destroy you and drive you mad (R. D. Laing, 1967, bls. 153). Hvort Megas hafi ætlað sér eitthvað viðlíka með sínum skáldskap er ekki gott að segja. Engu að síður hristi hann ærlega upp í fólki með skáldskap sínum og flutningi.6 Megas sneri út úr ættjarðarkvæði Hannesar Péturssonar „Bláir eru dalir þínir“ á sambærilegan hátt og hann lék „Brúðarnótt". Sveitarómantíkin er allsráðandi í kvæði Hannesar, yfirgengilega væmnum óð til íslenskrar náttúru. Það er því kjörið skotmark fyrir háðfuglinn Megas og í meðförum hans breytist rómantíkin í ógeð, óspillt náttúra sveitanna verður að subbulegustu skotum borgarinnar. í stað lofkvæða um byggðina, heiðarnar og himininn yrkir hann um kamra og útskot í Reykjavík. „Bláir eru dalir þínir/byggð mín í norðrinu“ verður „Gulir eru straumar þínir hland mitt í skálinni." Útikamrarnir eru ættjörð Ijóðmælanda Megasar og til þeirra syngur hann sinn óð. Byggðin í norðrinu verður að hlandi í skálinni. Megas hæðist að þjóðrembu- og náttúrurómantík skálda sem öðlast hafa almenna viðurkenningu. Hann lætur sér ekki nægja að gera góðlátlegt grín að öllu saman heldur gengur lengra. Hann dregur útikamrana inn í lofkvæðið, áningarstaði útigangsmanna, en hvort tveggja, útigangsmennirnir og aðbúnaður þeirra, voru tabú sem helst mátti ekki ræða opinberlega. Mælandi í Ijóðinu, útigangsmaðurinn, kærirsig kollóttan um hefðir og norm millistéttarinnar og sýnir okkur þannig að göfgin er ekki af sömu spíru sprottin í öllum sálum. í þessum tveimur textum Megasar notar hann paródíuna til að draga neðanjarðarheiminn upp á yfirborðið. Hann teflir því sem „snyrtilegir" borgarar vilja hvorki sjá né heyra gegn náttúrudýrkuninni sem er hluti af yfirborðsveröld góðborgarans; meinlaus, viðurkennd og verðlaunuð. Paródían er gerð til að skopast að tilteknum hugmyndum, hvort sem þær birtast í einhverjum ákveðnum texta eða hefð. „Formi fyrirmyndarinnar er haldið en inntakinu breytt, þannig að í stað alvarlegs eða hátíðlegs efnis koma hversdagslegir og ómerkilegir viðburðir sem eru í kómísku misræmi við hátíðleik stílsins." (Jakob Benediktsson, 1983). Linda Hutcheon fjallar um paródíu í bók sinni A Theory of Parody. Hún talar um að endurtekningin sé í eðli paródíunnar, endurtekning sem þó felur í sér breytingu (sbr. Linda Hutcheon, 1985, bls. 37). Hún bendir á að sé tekið tillit til hugmynda Kristevu flækist málin. Paródían byggir nefnilega á vísunum 6. Sbr. t.d. lesendagreinar ( Þjóðviljanum veturinn 1976-77 eftir Jón Múla Árnason 17. okt. 1976 og 23. jan. 1977, Stefaníu Skaftadóttur21. okt. 1976, Hjalta Kristgeirsson 20. okt. 1976 og Jónínu Hansdóttur 3. nóv. 1976. sem vísvitandi eru settar inn í textann og eru lyklar að túlkun hans. En hún krefst líka getu höfundarins til að lykla textann á skiljanlegan hátt og þess að hægt sé að gera ráð fyrir því að ætlun hans sé einmitt sú. Bæði lyklun textans og túlkun þurfa að byggja á sameiginlegri þekkingu. Það er því ekki eingöngu undir höfundinum komið hvort paródían gangi upp, heldur líka viðtakandum. Enda þótt Megas yrki paródíur þýðir það þó ekki að hann sé að ráðast á kvæðin sem hann stælir eða skáldin sem ortu þau. Paródían rýnir eða gagnrýnir og í meðförum Megasar er hún notuð til að hæðast að uppþembdum hátíðleika hefðarinnar og áhangenda hennar. Það hallærislega sem leitar á hann afgreiðir hann með háði og spotti. En það eru fleiri sem hafa áhrif á skáldskap hans en þeir sem honum finnast hallærislegir. Megas hefur aldrei farið leynt með aðdáun sína á Hallgrími Péturssyni, hann er hrifinn af orðalagi Hallgríms og finnst hann vera sniðugur að búa til texta. Orðfæri Megasar minnir oft á orðfæri Hallgríms, hann notar hann á allan hugsanlegan hátt og hefur m.a. samið heilræðavísur í anda heilræðavísna hans. Hann þykist sjá í kveðskap Hallgríms tjáningarþörf: Heil manneskja leggur sig alla í verk sitt og þá er hætt við það komi ýmsum fleirum við. Hallgrímur yrkir upp á líf og dauða. Þörfin til að tjá tilfinningar er í verkum hans ögn meiri en í svo mörgu sem er gefið út í dag - þar sem eina þörfin virðist vera sú að prentsmiðjan hafi eitthvað að gera. Á tímum Hallgríms var hins vegar lítið um að vera á jólamarkaðnum og meira um að menn skrifuðu til þess að tjá sig (Einar Kárason, 1984). Megas sér í Hallgrími mann sem þorði að yrkja á því máli sem honum vartamt. Einhvern sem eltist ekki við duttlunga samtíðarinnar, og var ekki, eins og Megas bendir á, að yrkja ofan í jólamarkaðinn. Holdsveikur Hallgrímur orti á dánarbeðinu eins og hann ætti lífið að leysa. Það má sjá nokkur líkindi með þeim Hallgrími og Megasi. Megas hefur aldrei getað treyst á jólamarkaðinn sér til framfærslu og hann hefur þurft að berjast við sína holdsveiki, eiturfíknina. í baráttu sinni leita þeir þó hvor í sína áttina. Hallgrímur bíður eilífðarvistar í Paradís, yrkir sálma og lofsyngur Guð. í kvæðaheimi Megasar er aftur á móti enginn Guð. Sögupersónur hans lifa fyrir líðandi stund, þær bíða ekki betra lífs á nýjum stað, þeirra Guð býr ekki í himnaríki dauðra, hann býr á jörðinni, til dæmis í öllu sem byrjar á ’g‘. Fyrir þeim er fátt heilagt, flest fánýtt, þær lifa fyrir „kikkin". í kvæðaheimi Megasar býr eiturfíkill sem kennir 17
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Mímir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.