Mímir - 01.06.2005, Blaðsíða 28

Mímir - 01.06.2005, Blaðsíða 28
gröf Evridísar, hesturinn Blesi og Orfeus. Utan um dalinn er svo fjallahringurinn dreginn. Ljóðmælandi finnur þó ekki hamingjuna í dalnum, fegurð himinsins eða nokkru sem þar er að finna. Allt snýst um dauðann; látna Evridísi, yfirvofandi dauða Blesa sem er kominn á grafarbakkann og loksins svefninn langa sem Ijóðmælandi bíður með hjálp áskenkts glassins. Ekkert er utan fjallahringsins því innan hans er gröf Evridísar og frá henni víkur Orfeus ekki. Rétt eins og í goðsögunni um Orfeus og Evridís dæmir getuleysi Orfeusartil að horfa fram á veginn hann til eilífrar einsemdar. í texta Megasar verður fortíðarþráin svo að dauðaþrá. Allar væntingar Orfeusartil framtíðarinnar koma fram í síðustu Ijóðlínunum: „einhverntíma ái ég með þér/ örþreyttur gamall vonsvikinn maður.“ Sveit og borg er oft stillt upp sem andstæðum. Tilfinningin um sakleysi sveitanna er þá einatt ríkjandi. Strjálbýlið er tákn einfaldari tíma, stöðugleika, hefðarinnar og náinna mannlegra tengsla. Sveitirnar verða göfugri úr fjarlægð og fólk fer að trúa því að lífið þar hafi verið betra, þar sem venjur manna breyttust lítið og fólk lifði, eins og segir í viðlagi textans „sögu úr sveitinni": „í sátt og samlyndi og trú, á sauðkindina og heilaga jómfrú." Viðlagið í „sögu úr sveitinni“ er reyndar kaldhæðni af augljósustu gerð. Það fer ekki á milli mála ef það er skoðað í samhengi við afgang textans. Þar er dauðinn alstaðar nálægur og fátt sem minnir á rómantík. í sveit Megasar er eymdin alltaf nálæg, af mannlífinu aðeins eftir leiði, óhugnaður og dauði og fjöllin, firnindin og dalirnir verða tákn einangrunar og einmanaleika. „Saga úr sveitinni" er bernskuminning barþjónsins sem drekkur lítið en dansar mikið í textanum „gömlu gasstöðinni við hlemm“. í „sögu úrsveitinni" deyja bóndinn og húsfreyjan við óhugnanlegar aðstæður og (textanum um gömlu gasstöðina er sagt frá sjóreknum líkum sem drýgðu forðann. í sveitinni er sælan semsagt slík að fólkið þarf að leggja stund á mannát til að komast af. Því er ekki nema von að bóndasonurinn flýi til borgarinnar. Þar tekur þó ekki margt betra við því um ástand þjónsins fáum við helst að vita hvað hann hefur afmyndast af spiki og svo skömmu síðar að hann sé að deyja. Hann hefur flúið fár og hungur sveitarinnar til að eyðileggja sig á ofáti og sukki í borginni. Fánýtt er að velta því fyrir sér hvor heimurinn sé betri. Þrátt fyrir allan mun á stíl kvæðanna „orfeus & evridís" og „saga úr sveitinni" eru endalokin yfirvofandi í þeim báðum og friðsældin ekki nema í mesta lagi bara á yfirborðinu. Þau djúpstæðu tengsl sem eru á milli kvæðanna liggja í dauðanum. Bæði kvæðin gefa hugboð um að sveitin hafi ekki verið eins friðsæl og sú kynslóð sem flutti á mölina vildi vera láta. í henni hafi falist einhver dulinn og óskýranlegur óhugnaður. Kvæðin eru því á vissan hátt hliðstæð, skáldið fjallar um sama efni en á mismunandi vegu. Megas gengur endanlega af sveitarómantíkinni dauðri. Hjá honum er sveitin umhverfi endalokanna. Líkindi eru með barþjóninum og sveitastráknum í „Björt Ijós, borgarljós". Þeirflýja báðir sveitina og svalla sértil óbóta í borginni. Báðar kallast sögur þeirra á við þjóðsöguna um karlssoninn sem fer út í heim og verður maður, leysir vandamál kóngsins, eignast kóngsdótturina og erfir hálft ríkið ef ekki allt. Nema heimurinn sem bóndasonur Megasar kannar er borgin, enda engan annan heim að hafa því í kvæðaheimi Megasar er ekkert annað en sveitin og borgin. Sá sem yfirgefur sveitina fer ekki inn í neinn annan heim en heim borgarinnar og þegar Megas talar um borgina, er hann að tala um Reykjavík. í heimi borgarinnar er erfitt að fóta sig. Bóndasonurinn finnur enga kóngsdóttur og erfir ekkert ríki heldur gleypir borgin hann í sig. Um leið og Megas snýr mótífi þjóðsögunnar á haus hverfir hann öllum ævintýraheiminum inn í borgina, eða borginni inn í heiminn. Heimurinn sem bóndasonurinn eignast dregur úr honum allan lífskraft. Öndvert við sveitina er borgin flókin, óskiljanleg, síbreytileg og óendanleg. Borgarbúar búa innan um ókunnugt fólk, líf flestra í kringum þá er þeim hulið. í verkum erlendra rithöfunda sem skrifa í kjölfar iðnbyltingarinnar er Ijótleikinn dreginn fram [ dagsljósið.15 Eftir því sem borgirnar stækka virðast menn einangra sig meira og meira frá öðrum íbúum þess. íbúar borganna verða vitni að eymd og niðurlægingu nágranna sinna en skipta sér ekki af því. Félagsleg vandamál „verðatil" í borgunum, þ.e.a.s. vegna fjölmennisins verða þau magnaðri og sjáanlegri. Á íslandi gerist þetta mun síðar en á meginlandi Evrópu og kannski ekki hægt að segja að Reykjavík taki að þróast í átt til þess að verða nútímaborg - sambærileg við þær sem menn þekkja frá Vesturlöndum -fyrr en eiginlegur kapítalismi verður ráðandi hreyfiafl íslenska hagkerfisins. Halldór Guðmundsson skýrir íslenska hagkerfið á fyrri hluta 20. aldar út frá hugmyndum Arnar Jónssonar í bók sinni „Loksins, loksins“: Mikil einföldun væri að segja íslenska hagkerfið kapítalískt, og síðan ekki söguna meir. Vissulega var kapítalisminn hreyfiafl hagkerfisins á þriðja áratugnum, en því fer fjarri að kapítalískar framleiðsluafstæður hafi verið allsráðandi. Mér sýnist frjórra að fylgja félagsfræðingnum Erni Jónssyni 15 Þar má t.d. nefna Englendingana Charles Dickens og Thomas Hardy. 26
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.