Mímir - 01.06.2005, Qupperneq 36

Mímir - 01.06.2005, Qupperneq 36
Endurmyndun orðaforða um skútusiglingar Höfundur Sveinn Björnsson 1. Inngangur í þessari ritgerð1 er fjallað um sérstakan orðaforða skútusiglingamanna að fornu og nýju. Til umfjöllunar er flokkur orða og orðasambanda sem öll tengjast útbúnaði seglbáta og siglingu með seglum en eiga trauðla við um útbúnað eða siglingu annars konar báta, svo sem vélbáta. Seglbátar voru mikið notaðir til veiða og flutninga á nítjándu öld. Með vélvæðingunni á fyrri hluta 20. aldar lagðist seglanotkun hins vegar fljótt af og með henni kunnáttan í að sigla seglbátum. Rúmri hálfri öld síðar, eða fyrir um 25 árum, fór að færast líf í seglbátaútgerð á ný og þá ekki í atvinnuskyni heldur sem afþreying og íþrótt. Gömlu bátasjómennirnir voru þá horfnir af sjónarsviðinu og ný kynslóð manna tók að læra listina að sigla með seglum. Útbúnaður nýju skútanna er að mörgu leyti sambærilegur við þann búnað sem var á gömlu seglbátunum og siglingatæknin alveg sú sama, enda ævaforn. í ritgerðinni er varpað fram þeirri spurningu að hve miklu leyti orðaforði gömlu skútukarlanna, um seglabúnaðinn og siglingu seglbáta, hefur skilað sértil hinnar nýju kynslóðar skútumanna. Skoðað er hvernig það hefur gerst og fjallað um hugsanlegar ástæður fyrir því að sum orð hafa orðið algeng í munni skútumanna nú á dögum en önnur ekki. Einnig eru skoðuð nokkur nýyrði sem hafa skotist inn í mál þeirra. í kafla 2 er gefið stutt yfirlit um þróun seglbáta á íslandi og fjallað um orðaforðann sem fylgt hefur íslenskum skútumönnum frá landnámi til okkar daga. í kafla 3, um búnað, og kafla 4, um verklag, er síðan fjallað um einstök orð og orðtök í þessum orðaforða út frá notkun þeirra nú á dögum. Þar koma fram niðurstöður skoðunar á heimildum um ritmál fyrri alda og einnig niðurstöður stuttrar könnunar sem höfundur gerði vegna þessarar 1. Þessi ritgeró var unnin hjá Jóhannesi Gísla Jónssyni á námskeiði um hagnýta íslensku haustið 2001 og hafa bæði hún og höfundurinn notið góðs af fjölmörgum ábendingum hans. Ritgerðin birtist hér lítið breytt. ritgerðar meðal nokkurra skútumanna sem stundað hafa siglingar síðustu áratugina. 2. Yfirlit um skútur og orðaforða 2.1 Skútur fyrr og nú 2.1.1. Skútuöldin 19. öldin er gjarnan nefnd skútuöld í íslenskri sjávarútvegssögu. Þá færðist útgerð seglbúinna þilskipa mjög í vöxt og setti svip sinn á sjávarútveg. Þilskipaútgerðin var hrein viðbót við árabátaútveginn og á skútunum gátu menn sótt lengra en áður(Jón Þ. Þór 1997). Árabátarnir voru þó ekki síður mikilvægir á þessum tíma og átti sá útvegur drjúgan þátt í þéttbýlismynduninni á landinu undir lok átjándu aldar (Hrefna Róbertsdóttir 1984). Algengt var að þessir árabátar væru búnir einni eða tveimur siglum (möstrum) og ef vindur var hagstæður drógu sjómennirnir segl á þær til að létta sér róðurinn. Með vélvæðingunni um aldamótin 1900 dró mjög hratt úr notkun seglbúinna árabáta og vélbátarnir tóku við. Þeir höfðu þann mikilvæga kost fram yfir seglbátana að þeim var hægt að sigla hvert sem var óháð vindum. Þeir gátu siglt beint á móti vindi, stystu leið á miðin og heim aftur, og ekki þurfti að grípa til ára þegar vindur brást. 2.1.2 Skemmtibátaöldin Eftir miðja 20. öldina, hálfri öld eftir vélvæðingu sjávarútvegsins, fóru íslendingar aftur að sigla skútum. Með bættum efnahag þjóðarinnar og erlendum áhrifum var runnin upp öld skemmtibátanna og innan um trillurnar og fiskibátana í höfnum landsins fór að sjást ein og ein seglskúta. Bátalag þessara nýju skúta var erlent og mjög ólíkt því árabátalagi sem þróast hafði hér á landi á skútuöldinni. Árabátarnir gömlu voru aðallega opnir fiskibátar, hannaðir til að bera afla að landi. 34
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148

x

Mímir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.