Mímir - 01.06.2005, Síða 38

Mímir - 01.06.2005, Síða 38
Dæmigerð 30 feta skemmtiskúta frá seinni hluta 20. aldar, búin einu mastri. Ágætar lýsingar á gerð og búnaði gömlu seglbátanna er að finna í endurminningum Erlends Björnssonar frá Breiðabólsstöðum (Jón Thorarensen 1945), í lýsingu síra Þórðar Ólafssonar (1936) á fiskveiðum Reykvíkinga á nítjándu öld og í öðru bindi ritverks Lúðvíks Kristjánssonar (1982) um íslenska sjávarhætti. 2.2 Orð og hugtök Ætla má að við lok skútualdar hafi orð og hugtök, sem þróast höfðu í málinu allt frá landnámi og sérstaklega tengdust seglbátunum, smám saman horfið úr orðaforða landsmanna. Mennirnir sem síðastir stunduðu seglbátasiglingar dóu og hin nýja kynslóð skútumanna tengist þeim ekki með beinum hætti. Orðaforðinn fluttist því ekki beint á milli kynslóða heldur hafa nútímaskútumenn þurft að koma sér honum upp með öðrum hætti. Athyglisvert er að skoða orðaforða skútusiglinga- manna nú á dögum og bera hann saman við þau orð sem skútukarlarnir notuðu á nítjándu öldinni og skoða líka orðtökin og hvort menn leggja sömu merkingu í orðin þá og nú. Einnig er forvitnilegt að líta á hvað hefur gerst í þeim tilvikum þar sem nýr búnaður, sem ekki á sér hliðstæðu í gömlu skútunum, kallar á nýtt íslenskt heiti. 2.3 Orðaforði fyrr og nú í þessari ritgerð eru skoðuð um 50 orð og orðtök sem eiga sérstaklega við um seglabúnað, seglameðferð og siglingu með seglum. Sum eru algeng í munni skútufólks nú á dögum, önnur óalgeng en skiljast samt vel og svo eru orð og orðtök sem ekki skiljast lengur þrátt fyrir að þau eigi vel við enn þann dag í dag. Við val orðanna var ákveðið að sneiða hjá orðum sem almennt eiga við um báta, sjóferðabúnað eða siglingar enda beinist athugunin sérstaklega að orðum sem ætla má að hafi fallið út úr orðaforða íslendinga við lok skútualdar. Ekki er heldur fjallað um orð sem ekki eiga lengur við um báta nú á dögum. Þau orð sem urðu fyrir valinu tengjast annars vegar reiðanum og seglunum og hins vegar verklagi við meðferð segla á siglingu. 2.3.1 Landnámsmennirnir Mörg orðanna og orðtakanna má rekja allt aftur til fyrstu alda íslandsbyggðar, eins og m.a. kemur fram í fornmálsorðabókum (Cleasby & Vigfússon 1957, hér eftir skammstafað CV, Fritzner 1954). Þetta eru nafnorð eins og reiði, sigla, rá og skaut og sagnir eins og beita, rifa og hefla. Langskip og knerrir landnámsmanna voru seglskip búin rá og reiða og norrænir menn voru jafnan taldir vera í 36
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Mímir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.