Mímir - 01.06.2005, Blaðsíða 39

Mímir - 01.06.2005, Blaðsíða 39
hópi fræknustu siglingamanna fyrri alda. Uppruni þessara orða er því norrænn og hafa þau verið notuð um aldir þrátt fyrir að siglingabúnaðinum hafi fleygt fram og bátar seinni alda séu ólíkir gömlu víkingaskipunum að flestu leyti. 2.3.2 Sjómenn skútualdar Til þess að greina þann orðaforða sem sjómenn í lok nítjándu aldar bjuggu yfir liggur beinast við að fara í frásagnir og minningabrot manna sem voru uppi á þessum tíma. Flestar sagnirnar greina reyndar aðallega frá svaðilförum eða eftirminnilegum atburðum án þess að það reyni verulega á orðaforðann sem hér er til skoðunar. Sumir sagnamenn leggja sig þó fram um að lýsa aðbúnaði og aðferðum við sjósókn og veiðar (sjá t.d. Jón Thorarensen 1945 og Þórð Ólafsson 1936). Til viðbótar við þessar lýsingar er að finna mikinn fjölda dæma í ritmálssafni Orðabókar Háskólans (hér eftir aðeins nefnt ritmálssafn Orðabókarinnar eða ritmálssafnið) og gefa þau nokkra mynd af notkun orða síðustu aldirnar. Öll orð og orðtök skútualdarinnar sem hér eru til umfjöllunar er að finna í þessu safni. 2.3.3 Skútufólk nú á dögum Upplýsingar um orð og orðtök sem notuð eru nú á dögum má meðal annars finna í orðabókum sem ætlaðar eru almenningi og gefnar hafa verið út undanfarna áratugi (Árni Böðvarsson (ritstj.) 1983, Halldór Halldórsson 1991). Einnig hafa verið gefin út söfn sem iýsa sögu orða, sifjum og uppruna (Ásgeir Blöndal Magnússon 1989) og orðtökum og ýmsum orðasamböndum (Jón G. Friðjónsson 1993 og 1997). Fróðlegt er einnig að skoða ritmálssafn Orðabókarinnar í þessu sambandi. Þar vantar t.d. öll orðin sem hafa komið inn í mái skútumanna á síðustu áratugum 20. aldar; nafnorð eins og belgsegl og upphal og sagnir eins að trimma. Notkun þessara orða í ritmáli er líka vart hafin og tökuorð eins og trimma þykja líklega ekki gjaldgeng á prenti. Tvö nýleg tökuorð, kokkpitt og spinnaker, finnast heldur ekki í ritmálssafninu enda falla þessi orð illa að íslensku beygingakerfi og fáir mundu láta sér detta í hug að nota þau nema í talmáli. Orðin tvö standa bæði fyrir búnað á nútímaskútum sem á sér enga hliðstæðu á gömlu skútunum2. 2.3.4 Stutt könnun á orðaforða 2. Um orðið kokkpitt er ekki fjallað frekar í þessari ritgerð. Það stendur fyrir setbrunn aftarlega á nútímaskútum, þar sem áhöfnin situr og stýrir bátnum. Orðið er tekið úr ensku (cockpit). Til þess að fá nokkra mynd af orðaforða skútufólks nú á dögum var kannaður orðaforði fjögurra einstaklinga sem stundað hafa skútusiglingar á undanförnum 20-25 árum. Samdar voru spurningar með hliðsjón af orðum og orðasamböndum sem hér eru til umfjöllunar, þær lagðar fyrir fjórmenningana og út frá svörunum reynt að greina orðaforðann og orðnotkunina. Fyrst var reynt að komast að því hvaða orð hver og einn fjórmenninganna notaði yfir tiltekinn búnað eða athöfn. Spurt var um búnað með því að benda á myndir en um athafnir var spurt með því að lýsa þeim með almennari orðum og handabendingum. Sérhvert orð sem þátttakandi nefndi ekki sjálfur var síðan nefnt og spurt hvort hann hafi notað orðið. Ef hann reyndist ekki hafa notað það var spurt hvort hann hafi heyrt orðið og einnig hvort hann skildi það. Ef hann taldi sig skilja orðið þá var skilningurinn skráður. Svör fjórmenninganna voru mjög samhljóða hvað varðar þau orð sem þeir notuðu. Orðnotkunin var því mjög áþekk. Það var hins vegar misjafnt hve kunnugir þeir voru öðrum orðum sem spurt var um. Orðaforði þeirra var því mismikill. í köflunum hér á eftir verður nánar vikið að niðurstöðum könnunarinnar í umfjöllun um einstök orð og orðasambönd. 3. Búnaður Margvíslegan útbúnað þarf að hafa á báti til að geta siglt á seglum. Fyrir utan seglin sjálf þarf mastur, bómu og skaut til þess að geta tjaldað seglunum og gripið vindinn. Fleiri spottar eru einnig nauðsynlegir. Stög þarf til að gefa mastrinu styrk svo það þoli tog seglanna og upphöl eru nauðsynleg til að komast hjá því að klífa mastrið í hvert sinn sem setja þarf upp segl. Hér á eftir verða tekin fyrir nokkur orð sem notuð eru um þennan búnað og þau sett í sögulegt samhengi. 3.1 Reiðin Orðin mastur og bóma eru líklega mest notuð í dag um þann búnað bátsins sem heldur seglunum uppi og úti (sjá mynd 2). Einstöku sinnum heyrast orðin reiði og rá en þau eru ekki almennt notuð í talmáli. Þótt skútumenn skilji þau vel þá eru þau líklegast of hátíðleg tii daglegrar notkunar. Sigla og siglutré eða tré heyrast varla lengur í talmáli en skilningur á þessum orðum er ágætur sbr. könnunina. Orðið tré á reyndar illa við nú á dögum þegar nánast öli möstur eru smíðuð úr málmi. Menn skilja því ekki fyllilega tilvísunina sem felst í orðinu tré. 3.1.1 Reiði Orðið reiði kemur víða fyrir í fornritunum og er 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.