Mímir - 01.06.2005, Side 42
sem notað er á nútímaskútum og gefur gríðarlegan
togkraft í góðum byr. Það er þríhyrnt, fest efst í
mastrið og þenst út framan við bátinn. Myndar það
stóran poka sem haldið er opnum með skautum
úr neðri hornum þess. Einnig er sérstök laus bóma
fest í það skauthorn seglsins sem er áveðurs og
síðan í mastrið. Bóman heldur seglhorninu úti
vindmegin.
Fjórmenningarnir í könnuninni nota bæði orðin:
spinnakker og belgsegl. Einn nefnir styttinguna
belgur. Karlkynsorðið spinnakker er komið beint
úr ensku (spinnaker) og ber öll merki tökuorðs.
Það er ekki skylt neinum öðrum íslenskum
orðum og -er endingin er sjaldgæf í íslenskum
karlkynsnafnorðum. Reyndar má nefna annað
tökuorð og eldra sem hefur sömu endingu. Það er
orðið kútter, notað um ákveðna gerð seglskips sem
algeng var hér á landi á skútuöldinni.
Orðin belgsegl eða belgur eru hvor tveggja lipur
nýyrði sem lýsa seglinu mjög vel. Augljós tilhneiging
er hjá fjórmenningunum að nota þessi orð frekar en
tökuorðið spinnakker. Er líklegt að orðið spinnakker
muni víkja fyrir orðunum belgsegl og belgur í málinu
þegar fram líða stundir.
3.2.3 Skaut
Orðið skaut er nú á dögum notað um böndin sem
ganga niður úr neðri seglhornunum og fest eru
við borðstokk (sjá myndir 1 og 2). Þeim er hagrætt
þegar seglin eru stillt af miðað við vindstefnu og
stefnu bátsins. Alltaf þarf að hagræða skautum
ef vindstefna breytist eða breyta þarf stefnu báts.
Orðið er gamalt í málinu. Það var upphaflega notað
um dúkhornin, þ.e. seglhornin sjálf, en hefur nú
færst yfir á böndin. Orðið er einnig til í dönsku
(skod).
Orðtakið beggja skauta byr er m.a. þekkt úr
söngtextanum „Hafið bláa hafið.“ Skútumenn nú
á dögum tala oft um að sigla beggja skauta ef
vindur er beint aftan á bátinn og hægt er að hafa
fokkuskautið úti öðru megin en stórseglsskautið
hinum megin. Einnig er talað um að sigla á
gæsavængjum en á ensku er talað um gæsavængi
(goose wings) þegar staða seglanna er sem að ofan
greinir.
4. Verklag
Vindurinn er drifkraftur seglbáta. Hann setur þó
siglingunni ætíð ákveðnar skorður því ekki er hægt
að sigla móti honum nema að ákveðnu marki. Það
verður því að sigla í krákustígum ef áfangastaðurinn
er í sömu stefnu og vindáttin. Þegar sést til seglbáts
á siglingu verður því ekki alltaf ráðið af stefnu hans
hvert förinni er heitið.
Til eru ýmis sagnorð og orðasambönd með
sögnum sem sérstaklega eiga við um siglingu
seglbáts og athafnir tengdar hagræðingu segla á
siglingu. Verður nú nánar vikið að þeim.
4.1 Að draga upp segl
Orðasamböndin að vinda upp segl og að draga
upp segl eru notuð nokkuð jöfnum höndum nú til
dags um þann verknað sem þau lýsa svo ágætlega.
Upphalið erfest í segltoppinn, seglið látið laust og
upphalið dregið þar til seglið er komið í siglutoppinn
og orðið strekkt. Þá er upphalið sett fast og seglið
látið blakta. Til að fá vind í seglið er síðan tekið
í skautið og strekkt þar til seglið kyrrist og fær
bogadregna lögun undan vindinum.
í Orkneyingasögu segir: „Undu þeir upp segl
sín ok beittu út að Njörvasundum" (CV). Hér lýsir
sögnin að vinda þeim verknaði að draga rána upp
eftir siglu langskipsins þannig að breiðist úr seglinu.
Sögnin er vel þekkt úr ritmáli fyrri alda og hefur
haldið merkingu sinni fram til dagsins í dag.
4.2 Að sigla undan vindi og móti vindi
Nokkur mismunandi orð og orðasambönd eru
notuð þegar talað er um siglingu báta með tilliti til
vindstefnu, þ.e. hvort siglt er undan vindi eða móti
vindi. Sérstaklega mikilvægt er að gera greinarmun
á þessu þegar um seglbáta er að ræða því
verklagið við siglinguna er mjög ólíkt. Á vélbátum
skiptir þetta minna máli.
4.2.1 Að lensa
Fjórmenningarnir í könnuninni sögðust nota
sögnina að lensa eða orðasambandið að sigla á
lensi um að sigla undan vindi. Sögnin að lensa er
líklegast tökuorð úr dönsku (lense) eins og fleiri
skútuorð sem komu inn í málið á skútuöldinni
(Ásgeir Blöndal Magnússon 1989). Elsta dæmið um
sögnina í ritmálssafni Orðabókarinnar er frá seinni
hluta 19. aldar, þ.e. frá skútuöldinni. Hvorki Erlendur
Björnsson né Guðbrandur ísberg nota sögnina
að lensa í endurminningum sínum. Erlendur talar
hins vegar um undanhald og að sigla undan (Jón
Thorarensen 1945) og Guðbrandur ísberg (1965)
talar um að hleypa undan. í ritmálssafninu er svo
til viðbótar að finna orðasambandið að lensa
undan frá miðri 20. öld. Þátttakendur í könnuninni
kannast ekki við að hafa notað framangreind orð og
orðasambönd, með einni undantekningu (að hleypa
undarí), en skilningur á því er ágætur.
4.2.2 Að beita
Allir þátttakendur í könnuninni notuðu sögnina
að beita um siglingu móti vindi. Einnig könnuðust
40