Mímir - 01.06.2005, Qupperneq 46
Glæpamenn með hvíta flibbí
Um sýnilega glæpi og ósýnilega í bókum
Árna Þórarinssonar
Höfundur
Þorfinnur Skúlason
Inngangur
Hannes féllst á að losa mig út úr löggufréttum.
Ég gat ekki hugsað mér að hefja aftur hinn
gamla söng sírenanna: Maður barinn til óbóta
í miðbænum. Skellinöðru stolið í Breiðholti.
Hassköggull fannst á farþega frá Hollandi.
Grunur um íkveikju þegar netageymsla brann í
Keflavík.’
Hér fléttar Árni Þórarinsson fyrirsagnir dagblaðanna
inn í frásögn sína af blaðamanninum og
„áhugaspæjaranum" Einari í upphafi bókarinnar
Nóttin hefur þúsund augu. Einar er í þeirri vafasömu
stöðu, sem þó er hlutskipti margra blaðamanna,
að berjast með skrifum sínum gegn glæpum sem í
senn eru næring hans og forsenda fyrir ábátasömu
starfi. í samræðum við Einar lýsir Hannes ritstjóri
þessu viðhorfi með orðunum „eins dauði er okkar
brauð“.1 2
Árni velur aðalsögupersónu sína úr röðum
blaðamanna í stað þess að láta laganna verði eða
einkaspæjara glíma við lausn gátunnar. Þess vegna
verður viðfangsefni sagna hans fremur daglegur
veruleiki svo og mörkin milli þeirra glæpa sem rata
inn í fréttir og þeirra sem ekki gera það, sýnileg og
ósýnileg afbrot.
Harðsoðin hefð í munni
Margt hefur verið ritað og rætt um bækur Árna
Þórarinssonar á síðum Morgunblaðsins frá því að
fyrsta bókin í bókaflokknum um Einar blaðamann
kom út árið 1998. í viðtölum hefur Árni meðal
annars bent á áhrifavalda sína innan harðsoðnu
bandarísku hefðarinnar og sett þá í samhengi
við skrif sín, einkum höfundinn Ross Macdonald3
1 Árni Þórarinsson, Nóttin hefurþúsund augu, bls. 176. Fram-
vegis táknað NÞA og birt í sviga aftan við tilvísanir.
2 Árni Þórarinsson. Blátt tungl. bls. 61. Framvegis táknað BT
og birt í sviga aftan við tilvísanir.
3 Höfundur ókunnur, „Dýrið í manninum," Morgunblaðið 22.
nóvember 2000; Hermann Stefánsson, „Morð með hnífi og
(réttu nafni Kenneth Millar) sem sagður er beinn
arftaki Raymond Chandlers.4 í sögum Macdonald
hefur sálfræðileg hlið glæpa og glæpamanna
mikið vægi og ýtir það söguefni á stundum sjálfum
glæpnum og lausn hans til hliðar. Oft liggur lausn
gátunnar, sem aðalsögupersónan spæjarinn Lew
Archer reynir að leysa, í dulinni fortíð persóna
sem smám saman kemur fram í dagsljósið.5 Á
sama hátt virðist fórnarlamb fyrstu bókar Árna
Vestur-íslendingurinn Abel Goodman sem finnst
augnstunginn á flugvallarhóteli, fyrst og fremst vera
fórnarlamb fortíðarinnar. í Ijós kemur að hann er
tvíburabróðir Einars sem er kominn til íslands að
leita róta sinna.
Samsvaranir við harðsoðnu hefðina koma
þó ekki síðurfram í notkun tungumálsins en í
sjálfri fléttunni. Töffaratal er veigamikill þáttur
af stílbrögðum bókmenntagreinarinnar eins og
ýmsir fræðimenn hafafjallað um. Meðal þeirra
er Scott Christiansson.6 í óstöðvandi orðaflaumi
ganga leynilögreglumenn og spæjarartil verka
með klúr- og gífuryrði á vör. Tungumál þeirra á
sér rætur á botni samfélagsins en það er oftar en
ekki flutt fram af mikilli leikni. Það brýtur í bága
við málvenjur, er ögrandi og æpandi, brugðið er
á leik með myndlíkingar og nýstárlegt samhengi
myndað á milli óskyldra fyrirbæra. í tungumálinu
býr vald söguhetjunnar sem gerir henni kleift
að brynja sig gegn umheiminum og hafa stjórn
á orðræðunni.7 Kynþáttafordóma gætir oft hjá
gaffli," Morgunblaðið 1. desember 1998; Höfundurókunnur,
„Skrifa þetta aðallega til að skemmta mér,“ Morgunblaðið
8. desember 1998; Guðbjörn Sigurmundsson, „Hættulegt
að eltast við kanínur," Morgunblaðið 24. nóvember 2000.
Ragnhildur Sverrisdóttir, „Verð að geta leikið mér að
spennu," Morgunblaðið 19. desember2001.
4 Symons, Julian, Bloody murder ... , bls. 203.
5 Symons, Julian, Bloody murder ... , bls. 204-205.
6 Christianson, Scott, „Tough Talk and Wisecracks: Lan-
guage as Power in American Detective Fiction,” bls. 142-
155.
7 Christianson, Scott, „Tough Talk and Wisecracks ... ,“ bls.
152.
44