Mímir - 01.06.2005, Side 50

Mímir - 01.06.2005, Side 50
eru glæpir Hermanns í Ljósinu og ástkonunnar í Fossvoginum. Smæð samfélagsins verður Einari að umhugsunarefni í flugvél frá Reyðargerði: „Hvernig í dauðanum förum við að því að fela það sem við höfum að fela í landi þar sem allir eru ofaní öllum“ (NÞA, bls. 104). Efasemdir komafram hjá honum um sannleika þessarar myndar. Hann gerir sér grein fyrir því að margt er að breytast í íslensku samfélagi vegna erlendra áhrifa og ef til vill hefur íslenskur veruleiki alltaf verið flóknari en okkur finnst á yfirborðinu: „Kannski var það aldrei þannig að allir þekktu alla. Kannski þekkti enginn neinn, hvorki fyrr né síðar“ (NÞA, bls. 104). Nokkuð staðlaðri mynd er dregin í Hvítu kanínunni sem gerist að mestu leyti í spænskri sól í Barcelona, þó svo að það borgarnafn sé aldrei nefnt berum orðum í sögunni. í Kínahverfinu slær spillingarhjarta stórborgar þar sem kynlífsknæpur og eiturlyfjagreni eru við hvert fótmál. „Kínahverfið," heldur Carvalho áfram. „Samastaður margra sem þykjast vera venjulegt fólk.“ „En eru hið gagnstæða?" spyr ég. „Einmitt. Og okkar Kínahverfi er nánast Kínverjalaust." (HK, bls. 91) Brugðið er á leik með samanburð Kínahverfis Barcelona og Hollywoodkvikmyndarinnar „Kínahverfið" en á þann hátt myndartexti bókarinnar samræðu við hefðina og formúlurnar sem ráða ríkjum í glæþasögunni. Hér má einnig lesa þá hugmynd að meiri ógn stafi af nýrri tegund glæpamanna sem fela sig á bak við grímu dagfarsprýðinnar en þeirra sem bera ógæfuna utan á sér. Þó að skuggalegri hverfi finnist í Barcelona en á íslandi er ekki reynt að draga upp þá mynd að íslendingar séu heiðarlegri en aðrar þjóðir. Þeir þrír glæpir sem spænski lögreglumaðurinn Carvalho þarf að glíma við eru allir drýgðir af íslendingum og brugðið er á leik með andstæðurnar svart og hvítt í samtali Einars við hann, í myndum af svörtu myrkri og hvítum salfiski: Loks segi ég: „Þú skalt ekki taka þetta persónulega eða þjóðernislega. Sólarlönd eru athvarf fyrir flóttafólk frá köldum löndum. Það er ekki þeim að kenna ef helvítis myrkrið og veturinn fylgja okkur hingað í farangrinum." „Þú rembist við að vera óþarflega gáfulegur við þessar aðstæður," svarar hann. Svo veltir hann vöngum: „Ég hélt til skamms tíma að frá íslandi fengjum við aðallega saltfisk". (HK, bls. 128) Ef litið er framhjá erlendum veruleika þá virðist Einar vera í ró í íslensku umhverfi ef undan er skilið aðsetur yfirstjórnar Síðdegisblaðsins. Til þess að ná meiri tökum á aðstæðunum kallar Einar þann hluta byggingarinnar aldrei annað en Bossanova. Með gríninu freistar hann þess að gera minna úr yfirstjórninni og takmarka þannig vald hennar. Ég labba inn á yfirmannaganginn handan símamóttökunnar, sem kallaður er Bossanova meðal annarra starfsmanna. Goggunarröðin er skýr. Fremst vinstra megin er kompan hans Ásbjörns, við hlið hennar er skrifstofa Sigríðar og við endann ræður Hannes ritstjóri ríkjum. Hægra megin eru skrifstofur markaðsstjórans, skrifstofustjórans og loks við endann er Guðbrandur gamli framkvæmdastjóri. Við þessir óbreyttu komum sjaldnar inn í skrifstofurnar eftir því sem innar dregur á Bossanova (NÞA, bls. 22). Inni á Bossanova hefur smæsta hreyfing merkingu sem almennir starfsmenn reyna að lesa í og túlka til þess að vita úr hvaða átt vindurinn blæs. Staða Einars á blaðinu er tryggð vegna vinskapar Hannesar ritstjóra en öll röskun á valdajafnvægi gæti leitt til þess að Einar félli í virðingu innan vinnustaðarins eða missti vinnuna með öllu ef marka má orð Ásbjarnar deildarstjóra: „Ef ég væri almáttugur á blaðinu ræki ég þig hér og nú“ (NÞA, bls. 6). Til marks um vald Guðbrands framkvæmdastjóra, sem tilheyrir andstæðri fylkingu, eraðeins rætt um hann í bókunum, hann kemur aldrei beinlínis við sögu. Því liggur stærð hans og máttur í þögninni og í annarra orðum, hann er ósnertanlegur. Staða Guðbrands á blaðinu er á sama hátt og Einars tryggð með vináttu við æðri mann, sjálfan Ólaf Hinriksson fjármálaráðherra. Umhverfið er því uppfullt af bandalögum og huldum hagsmunatengslum, frjósömum jarðvegi fyrir hvítflibbabrot. Átakaásar og valdaþræðir Fræðimaðurinn Johan Fornás er einn þeirra sem fengist hefur við rannsóknir á fjöldamenningu (popular culture) á sviði menningarfræða og þá sérstaklega beint sjónum sínum að snertifleti menningar og samfélags. Nútímavæðing (modernization) hefur að mati Fornás orðið til þess að vestrænt samfélag hefur greinst niður í sífellt fleiri menningardeildir (subcultures) sem lúta ólíkum reglum, gildum og viðmiðum. Á sama tíma hafa landamæri opnast með tilkomu tækninýjunga, og þá sérstaklega Netsins, og aukin hnattvæðing hefur átt sér stað á sviði menningar, viðskipta og stjórnmála. Þessi þróun hefur í för með sér að ólík lífsviðhorf skarast í ríkara mæli en áður sem í senn gefur aukinni víðsýni byr undir báða vængi en kallar einnig fram andstæða krafta sem koma fram í 48
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Mímir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.