Mímir - 01.06.2005, Qupperneq 58

Mímir - 01.06.2005, Qupperneq 58
valdar með það í huga að athuga hvort nýja setningagerðin líktist meira þolmynd eða germynd. Eins og áður kom fram er það tilgáta Sigríðar og Joan að nýja setningagerðin sé ný ópersónuleg germynd frekar en ný gerð þolmyndar í málinu. Eitt af þeim atriðum sem þær könnuðu var hvort nafnliðurinn í nýju setningagerðinni væri frumlag eða andlag. Töflur 1 og 2 sýna nýju setningagerðina með nafnlið í þolfalli í frumlagsstöðu, annars vegar í beinum spurningum og hins vegar í staðhæfingum með kjarnafærðum lið.5 Niðurstöðurnar sýna að nafnliðurinn í nýju setninga- gerðinni getur ekki staðið í frumlagsstöðunni milli hjálparsagnarinnar var og lýsingarháttar af aðalsögn. Þetta bendirtil þess að nafnliðurinn sé ekki frumlag í þolmynd heldur andlag í germynd (sjá Sigríði Sigurjónsdóttur og Joan Maling 2001a, bls. 159). Sigríður og Joan telja einmitt að svo sé eins og áður kom fram. Annað sem styður þessa kenningu er að hamla ákveðins nafnliðar virðist enn vera í fullu gildi í máli þeirra unglinga sem nota nýju setningagerðina. Þær athuguðu hvort unglingarnir virtu hömlu ákveðins nafnliðar í germyndarsetningum með gervifrumlaginu það og ákveðnu frumlagi, sjá töflu 3.6 5 Töflur 8 og 9 hjá Sigríði og Joan (2001a, bls. 158). 6 Tafla 10 hjá Sigríði og Joan (2001a, bls. 159). Unglingamir virðast ekki brjóta hömlu ákveðins nafnliðar, eins og sést í töflu 3, og því er ekki að sjá að reglan um hömlu ákveðins nafnliðar gildi ekki lengur í máli þeirra. Hamla ákveðins nafnliðar er ekki brotin í nýju setningagerðinni, ef tilgáta Sigríðar og Joan er rétt, því hún verkar aðeins á frumlög en ekki andlög. Þarsem þeim Sigríði og Joan þótti að of fáar setningar af þessu tagi hefðu verið kannaðar í rannsókn sinni var bætt úr því í minni athugun. Aftur verður vikið að þessu í kafla 4.2.4 þar sem niðurstöður athugunar minnar eru birtar. Til að athuga hvort tilgáta þeirra um setningafræðilega formgerð þessarar nýjungar i málinu stæðist var einnig kannað hvort nýja setningagerðin gæti haft geranda í forsetningarlið. Ef tilgáta Sigríðar og Joan er rétt ætti gerandi í forsetningarlið ekki að geta staðið í nýju setningagerðinni því þá er búið að úthluta merkingarhlutverki geranda tvisvar. Lágmarkspörin í töflu 4 sýna þann mun sem kom fram.7 Setningin í a. er hefðbundin þolmynd með geranda í forsetningarlið, í b. er nýja setningagerðin með geranda í forsetningarlið en í (c) er nýja setningagerðin án geranda í forsetningarlið. Þessar niðurstöður benda til þess að tilgáta þeirra sé rétt. Hlutfall jákvæðra svara í rannsókn Sigríðar 7 Tafla 13 hjá Sigríði og Joan (2001a, bls. 162). Tafla 1. NL í þolfalli í frumlagsstöðu í beinum spurningum: NL í þolfalli í frumlagsstöðu í beinum spurningum. Landsbyggðin + úthverfi Reykjavíkur Rvík vestan Elliðaáa Fullorðnir a. *Var stúlkuna lamið í klessu? 7% 3% 5% b. *Var lyklana tekið af honum? 4% 3% 1% c. *Var hana skilið eftir heima? 8% 5% 1% d. *Var þig spurt margra spurninga? 26% 18% 1% Tafla 2. NL í þolfalli í frumlagsstöðu í staðhæfingum: NL í þolfalli í frumlagsstöðu í stað-hæfingum. Landsbyggðin + úthverfi Reykjavíkur Rvík vestan Elliðaáa Fullorðnir a. *í gær var Harald sótt seint i skólann. 6% 5% 2% b. *Eftir matinn var mig beðið að vaska upp. 9% 5% 0% Tafla 3. Hamla ákveðins nafnliðar (frumlag innan sagnliðar): Germyndarsetning með ákveðinn NL í nefnifalli innan sagnliðar. Landsbyggðin + úthverfi Reykjavíkur Rvík vestan Elliðaáa Fullorðnir *Það hefur komið Ólafur of seint í skólann. 2% 3% 1% Tafla 4. Lágmarkspar Gerandi í forsetningarlið. Landsbyggðin + úthverfi Reykjavíkur Rvík vestan Elliðaáa Fullorðnir a. Honum var sagt upp af forstjóranum. 87% 93% 90% b. *Það var sagt honum upp af forstjóranum. 19% 9% 0% c. Það var sagt öllum krökkunum að fara heim. 74% 43% 4% 56
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148

x

Mímir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.