Mímir - 01.06.2005, Qupperneq 65

Mímir - 01.06.2005, Qupperneq 65
ákveðins nafnliðar. Þegar skoðaðar eru venjulegar þolmyndarsetningar með frestuðu frumlagi, annars vegar með óákveðnu frumlagi (setning a, í töflu 18) og hins vegar með ákveðnu frumlagi (þar sem hamla ákveðins nafnliðar er brotin setning b, í töflu 18), sést að flestir unglingarnir virða hömlu ákveðins nafnliðar. Munurinn er tölfræðilega marktækur12, sjá töflu 18. Þessar niðurstöður eru sambærilegar við niðurstöður Sigríðar og Joan og styðja þá tilgátu þeirra að unglingar virði hömlu ákveðins nafnliðar. Hlutfall jákvæðra svara í setningum með ákveðnum nafnlið er þó hærra en við mætti búast. Einhvern hluta þess má e.t.v. skýra með því að hlutfall jákvæðra svara í ótæku viðmiðunarsetningunum í töflu 9 hér að framan er reyndar líka óvenju hátt. Það gæti bent til þess að einhver skekkja sé í niðurstöðunum sem komi þannig fram að óvenju margir unglingar samþykkji í raun setningar sem þeim finnst ótækar. Þetta getur þó aðeins verið hluti af skýringunni. í athuguninni voru tvær gerðir setninga þar sem hamla ákveðins nafnliðar var brotin. Annars vegar var ákveðni nafnliðurinn nafnorð og hins vegar sérnafn, sjá töflu 19. Þegar hlutfall jákvæðra svara er borið saman í þessum setningum sést að unglingarnir virða miklu frekar hömlu ákveðins nafnliðar þegar nafnliðurinn er sérnafn, setning b. í töflu 19, en þegar hann er ákveðið nafnorð, setning a. í töflu 19, og er munurinn mjög tölfræðilega marktækur.13 Sama breytileika má sjá í svörum fullorðinna málhafa. Óvenju hátt hlutfall jákvæðra svara er hjá fullorðnum í setningu a), það má að hluta til rekja til þess hversu fáir þeir eru. Það virðist því Ijóst að hamla ákveðins nafnliðar er aðeins brotin í setningum þar sem ákveðni nafnliðurinn er nafnorð, en ekki þegar hann er sérnafn. 5. Lokaorð Aðaláherslan í athugun minni var lögð á að skoða betur nokkur setningafræðileg einkenni nýju setningagerðarinnar og athuga með því nánar ýmis atriði sem fram hafa komið í fyrri rannsóknum. Einnig voru þessi einkenni athuguð með það í huga hvort þau styðji kenningu Sigríðar og Joan um að nýja setningagerðin sé ný ópersónuleg germynd í málinu fremur en ný þolmynd. 12 [ þolmyndarsetningu með óákveðnu frumlagi er m = 0,81 og sf = 0,40 en í þolmynd með ákveðnu frumlagi er m = 0,27 og sf = 0,45; t (77) = 8,283; p = 0,000. 13 I germyndarsetningu með sérnafni í nafnlið er m = 0,04 og sf = 0,19 en í germyndarsetningu með nafnorð í nafnlið er m = 0,32 og sf = 0,47; t (77) = -4,913; p = 0,000. Þessi nýja málbreyting virðist hafa tekið sér fastan sess í máli barna og unglinga. Líklega hefur hún lengi verið að þróast, að minnsta kosti í einhverja áratugi, og er enn að þróast. Síðasta áratug eða svo hefur fólk gefið henni meiri gaum, en áður hafði hún ekki vakið mikla eftirtekt. Ólíkt þágufallssýki hefur þessi nýja málbreyting fengið að þróast óáreitt en margir kennarar eru nú farnir að leiðrétta börn og unglinga þegar þau nota hana (sbr. Stefaníu Björnsdóttur 2002). Það verður forvitnilegt að sjá hvort þessi nýja setningagerð mun áfram vera nær einskorðuð við barna- og unglingamál eða hvort hér sé alvöru málbreyting á ferðinni (eins og í pólsku). Ef sú er raunin má búast við að hún fylgi börnum og unglingum fram á fullorðinsár. Þetta verðurtíminn að leiða í Ijós. Heimildaskrá Aðalheiður Þ. Haraldsdóttir. 1997. Það var sagt mér aó skrifa ritgerð. Þolmynd eða ekki þolmynd? B.A.-ritgerð, Háskóli íslands. Ásta Svavarsdóttir. 1982...Þágufallssýki." Breytingará fallnotkun í frumlagssæti ópersónulegra setninga". Islenskt mál 4, bls. 19-62. Guðbjörg M. Björnsdóttír. 1997. „Ný þolmynd“ í máli barna og unglinga. B.A.-ritgerð, Háskóli Islands. Helgi Skúli Kjartansson. 1991. „Nýstárleg þolmynd í barnamáli". Skíma 14, bls. 18-22. Hopper, Paul 8 Sandra Thompson. 1980. „Transitivity in Grammar and Discourse". Language 56, bls. 251-299. Höskuldur Þráinsson. 1995. Handbók um málfræði. Námsgagnastofnun, Reykjavík. Maling, Joan og SigríðurSigurjónsdóttir. 1997. „The “New Passive” in lcelandic". í E. Hughes o.fl. (ritstj.): Proceedings of the 21s' Annual Boston University Conference on Language Development 2, bls. 378-389. Cascadilla Press, Somerville. Margrét Guðmundsdóttir. 2000. Rannsóknir málbreytinga: Markmið og leiðir. M.A.-ritgerð, Háskóli íslands. Sigríður Sigurjónsdóttir og Joan Maling. 2001a. „Það var hrint mér á leiðinni í skólann: Þolmynd eða ekki þolmynd?'1 íslenskt mál, 23, bls. 123-180. ______2001 b. „Ný setningafræðileg breyting? Um hina svokölluðu „nýju þolmynd" í islensku." Málfregnir 20, bls. 31-42. Sigríður Sigurjónsdóttir og Joan Maling. 2002. „Ný málbreyting? Hin svokallaða „nýja þolmynd" i íslensku". Skima 25, bls. 4-11. Stefanía Björnsdóttir. 2002. Nýja þolmyndin i íslensku. Óbirt ritgerð, Háskóli Islands. Trudgill, Peter. 1983. Sociolinguistics. An introduction to language and society. Penguin, Harmondsworth. 63
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148

x

Mímir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.