Mímir - 01.06.2005, Page 69

Mímir - 01.06.2005, Page 69
endurreisnartímabilinu þar sem hann meðal annars telur þunglyndi tilheyra þeim gáfuðu og lærðu en þeir sem sífellt eru glaðlyndir séu jafnframt einfaldir og fáfróðir.14 Skilgreiningar á hugtakinu hafa verið margvíslegar en helst má telja að „húmor sé notað um þá afstöðu höfundar að lýsa furðum tilverunnar og göllum með því að draga fram broslegu hliðina, en þó með skilningi og nokkurri samúð andstætt því sem gerist í beinni ádeilu og háði“.15 Húmor kemur fyrir í bókmenntum á öllum tímum og átti sér blómaskeið á endurreisnartímanum. Mikhail Bakhtín fjallar í riti sínu Rabelais and the world, um tvenns konar menningu endurreisnartímans. Annars vegar var það hin ráðandi klassíska menning og hins vegar sú sem kölluð er karnivalísk menning og tengist kjötkveðjuhátíðum og öðrum gleðisamkomum. Karnivalíska menningin nær til allra stétta en á sér rætur í alþýðuskemmtunum miðalda. Hún einkennist af grótesku sem hefur það markmið að aftigna allt háleitt og felia það af stalli niður á veraldlegt plan. í þessari menningu felst kjarninn í hlátrinum.16 Samkvæmt Bakhtín var karnivalið andsvar alþýðunnar við opinberri menningu og sýndi fram á að allt væri afstætt og hverfult. Líkt og á tímum endurreisnar og karnivals má sjá ýmsan viðsnúning á viðteknum gildum í barnabókum samtímans. Sjónarhorn barnsins er annað en fullorðinna, það sér heiminn neðan frá og upp sem gefur því tilfinningu fyrir smæð sinni og valdaleysi. Þó getur sjónarhornið leitt til gagnstæðrar tilfinningar því barnið hefur valdið í sínum eigin hugarheimi og hefur þar áhrif á gang mála. Það má finna fjölmörg dæmi í barnabókmenntum þar sem þeirri aðferð er beitt að snúa viðteknum gildum á haus, börn verða risastór og pínulítil til skiptis eins og Lísa í Lísa ÍUndralandi fékk að reyna á eigin kroppi17 og Gúllíver í Ferðum Gúllívers. Slíkar sögur einkennast af því að ferðalag söguhetjunnar leiðir til uppgjafar hennar og ósigurs en ennfremur til glötunar sakleysis og aukins þroska.18 Skopið birtist í viðsnúningnum, börn vita að um er að ræða atburði sem styðjast ekki við raunveruleikann og einmitt þess vegna er hægt að hlæja að því. Þessi viðsnúningur getur falið í sér að mörkin milli manneskjunnar og annarra sköpunarverka þurrkast út og hann getur líka falið í sér að dýr fá mannlega eiginleika líkt og í Dýrunum í Hálsaskógi eftir Torbjörn Egner. Victor Raskin telur kenningar um kímni vera 14 Ðagný Kristjánsdóttir 1999, bls. 354-355. 15 Hugtök og heiti íbókmenntafræði. Jakob Benediktsson ritstýrði 1998, bls. 128-29. 16 Helga Kress 1987, bls. 276. 17 Asfrid Svensen 2001, bls. 29. 18 Islensk bókmermtasaga, Halldór Guðmundsson ritstýrði 1996, bls. 149. þrenns konar í bók sinni Semantic mechanisms of humour. í fyrsta lagi eru kenningar um kímni sem valda tilfinningalosandi útrás, í öðru lagi þær sem fjalla um lítillækkandi kímni og í þriðja lagi kenningar um misræmi sem leiðir til hins skoplega. Það er hið síðastnefnda sem flest nútímaumræða um kímni og fyndni snýst um. Þær kenningar um útrásina sem falla undirfyrsta flokkinn telur Raskin einskorðast við sálfræðilegar þarfir þess sem hlustar á kímnina eða brandarann.19 Freud hefur útfært svipaðar kenningar um tilfinningalega útrás og geðhreinsun í sambandi við kímni. Hann leit á hlátur sem kraft eða orku sem leysist úr læðingi. Þessi orka þjónaði áður þeim tilgangi að bæla niður andfélagslegar tilfinningar sem leysast úr læðingi í þessu dulbúna formi kímninnar sem er félagslega samþykkt í það skiptið. Þannig lyfta tengdamömmubrandarar og trúarbragðabrandarar sem eru dulbúnir sem saklaust grín, fargi af sadískum tilfinningum, hatri og virðingarleysi sem ertímabundin leyfileg tjáning við slíkar skoplegar kringumstæður.20 Kenningar um lítillækkandi og móðgandi kímni eru ekki nýjar af nálinni því bæði Plató og Thomas Hobbes litu á hláturinn sem illkvittinn og meinfýsinn og telja að þegar við hlæjum sé það að óförum annarra og til að upphefja okkur sjálf.21 Brandarar snúast ósjaldan um vitgrannt fólk og heimskulegar gerðir þess, og efni þeirra á oft rætur í því sem manninum finnst ógna sér á einn eða annan hátt. Með því að skopast að tilteknum hópi manna eða málefni og með því að beina skopinu að ákveðnu skotmarki, losum við um tilfinningar okkar þannig að einskonar geðhreinsun verður og hláturinn brýst fram.22 Við hlæjum vegna þess að okkur finnst okkur vera ógnað og að við séum í hættu. Ógnunin er þó aðeins í undirmeðvitundinni og viðbragðið er eðlislægt og frumstætt. Lítillækkandi og móðgandi kímni er kannski betur þekkt nú á seinni tímum sem svokallaður „eineltishúmor" þar sem lagst er á eitt við að skopast að ákveðinni persónu eða hópi, einhverjum sem talinn er erfiður í umgengni og jafnvel hallærislegur og ógnar þess vegna heimi grínistans með framandleika sínum. Hláturinn er félagslegt fyrirbæri sem sést af því að fyndni er oftast borin uppi af tungumálinu. Margir kenningasmiðir á þessu sviði telja að í flestum tilfellum liggi einhvers konar misræmi að baki fyndninni eða brandaranum eins og í þriðju skilgreiningu Cassons hér að framan. Misræmið 19 Andrew Casson, 1997, bls. 5. Hér er vísaö til þess sem Casson skrifar í rítgerð sinni um Victor Raskin og kenningar hans um kimni í bókinni Semantic mechanisms of humour frá árinu 1985. 20 J.A.C. Brown 1964, bls. 22. 21 Gregg Camfield 1997, bls. 3-4. 22 Andrew Casson 1997, bls. 6. 67
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Mímir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.