Mímir - 01.06.2005, Page 70
liggur yfirleitt í tungumálinu, það sem orsakar
hláturinn er oftar en ekki leikur að orðum, annað
hvort meðvitaður leikur eða ómeðvitaður. Misræmi
sem leiðir til hins skoplega er sú tegund kímni sem
oftast verður vart í barnabókmenntum, eflaust
vegna þess að börn skilja hlutina sínum eigin
skilningi sem er oft annar en fullorðinna og í því
birtist skopið.
Allt sem brýtur reglur hefur tilhneigingu til að vera
fyndið á einn eða annan hátt segir Andrew Casson í
doktorsritgerð sinni Funny bodies - Transgressional
and Grotesque Humour in English Children’s
Literature.23 En hvernig eru reglurnar brotnar?
Maðurinn sem siðmenntsuð vera á að vera vandur
að virðingu sinni, standa uppréttur en ekki skríða
um í skítnum eða detta á rassinn. Einnig eru
ákveðin bannsvæði líkamans hafin yfir aðhlátur og
tvíræðni og ekki má tala um þau. Þannig er eins
og maðurinn hafi aðeins framhlið en enga bakhlið.
Þegar reglurnar um hvernig maðurinn á að hugsa
eða hegða sér eru brotnar gefur það tilefni til skops
og aðhláturs. Það sem er leyfilegt á einum stað eða
menningarheimi getur verið ónefnanlegt, móðgandi
og fyrir neðan virðingu manna annars staðar.
Börn nota kímni gjarnan til að yfirfæra tilfinningar
sínar. Við aðstæður þar sem þau finna til kvíða,
sektar eða vonbrigða umbreyta þau ósigri í sigur en
því getur eins verið farið með fullorðna. En að hvaða
leyti er fyndni og skop öðruvísi í barnabókmenntum
en í heimi fullorðinna? Mismunurinn er talinn
liggja í því hversu ólíkum stigum börn eru á í
tilfinningarþroska en fullorðnir eru og hafa því
yfirleitt önnur áhyggjuefni. Börn hafa óþroskaðri
tilfinningu fyrir formgerð og byggingu orða og
setninga en fullorðnir þannig að þau endurtaka
fullorðinsbrandara með misjöfnum árangri. Casson
vísar til Mahadev Apte sem rannsakað hefur kímni
í barnabókmenntum á alþjóðavísu. Apte telur að
framsögn barnat.d. á bröndurum hjálpi þeim að
ná tökum á tungumálinu sem er ekki síst mikilvægt
í þeim samfélögum þar sem framsöguhæfileikar
eru taldir nauðsynlegir. Kímnin kennir þeim einnig
rétta félagslega hegðun, að herma eftir hegðun
fullorðinna. Stundum er hún þó ekki til eftirbreytni
og það gefur tilefni til háðs.24 Síðastnefnda
atriðið sést oft í barnabókum seinni tíma þar sem
samskipti fullorðinna og barna liggja til grundvallar.
Foreldrar eiga þar til að krefjast ákveðinnar
hegðunar og hlýðni af börnum sínum en gera ekki
slíkar kröfur til sín sjálfra.
í barnabókum fyrri tíma var það barnið sem
talið var óþroskað og barnalegt og því hlutverk
foreldranna að kenna því muninn á réttu og röngu.
Þannig lærði barnið á umhverfi sitt og var eftir það
til móralskrar fyrirmyndar. Þetta hlutverk breyttist
23 Andrew Casson 1997, bls. 7.
24 Andrew Casson 1997, bls. 9.
68
smám saman þegar leið á 20. öldina og hugmyndir
barnanna sjálfra um hvernig hlutirnir ættu að
vera urðu fyrirferðarmeiri í barnabókum. Upp úr
1970 einkenndust samskipti foreldra og barna í
barnabókum smám saman af meira jafnræði sem
lýsti sér í því að börnin urðu aftur litlir fullorðnir
og foreldrarnir komust niður á stig barnanna að
nokkru leyti.25 Þessi þróun hélt áfram fram á 9. og
10. áratuginn þar sem börn birtust æ oftar sem
skynsöm, þroskuð og valdamikil í barnabókunum
og veltu því jafnframt fyrir sér hvort þau væru nógu
ákveðin við foreldra sína og ælu þau rétt upp.
Oftast komust þau þó að því að öðru fólki verður
ekki breytt svo auðveldlega, þannig að eins gott
sé að flýta sér að fullorðnast sjálf.26 Þetta kom ekki
sfst fram í ákveðnum tegundum bóka þar sem
aðalpersónurnar voru hressir prakkarar, strákar
eða stelpur, með munninn fyrir neðan nefið og
óhrædd við að láta skoðanir sínar í Ijós. Þau gera
sér grein fyrir að fullorðnir eru ekki hafnir yfir mistök
eða gagnrýni og óskorað vald þeirra getur verið
umdeilanlegt á köflum. Það eitt getur gefið tilefni til
þess að skopast að þeim.
Um barnabækurnar
Gvendur Jóns
Hendrik Ottóson höfundur bókanna framantöldu
um Gvend Jóns, fæddist í Vesturbænum í Reykjavík
árið 1897. Sögurnar um Gvend og vini hans eru
prakkarasögur en jafnframt bernskuminningar
Hendriks og segja frá spaugilegum atvikum í
uppvexti hans í Reykjavík í byrjun 20. aldarinnar.
Þessi atvik snúast flest um uppátæki og hrekki
strákanna og uppreisn gegn hvers konar valdboði
og þar ber hæst hrekki gagnvart Valda pól,
lögregluþjóni bæjarins og öðrum fyrirmennum.
Strákarnir bera þó óttablandna virðingu fyrir
yfirvaldinu, svona í bland við skopið. Sögurnar
eru fremur raunsæislegar lýsingar á bernskunni
og uppvextinum í Vesturbænum. Hendrik notartil
dæmis eitthvað af dönskuslettum sem algengt var á
þeim tíma en síður núna og einnig orð sem tengjast
sjónum sem nútímabörn kannast varla heldur við.
Dæmi um slíka orðanotkun er julla sem er lítill bátur,
kútter sem er sérstök gerð seglskips og so. að
rikka sem þýðir að knýja bát áfram með einni ár.27
Ástæðu slíkrar orðanotkunar má án efa rekja til
þess að Hendrik var sjómannssonur og virðist hafa
þekkt vel til þeirrar atvinnugreinar.28
Sögutíminn er hvergi nefndur beint í bókunum
en hann má samt ráða af umhverfinu og
25 Nina Christenen 2000, bis. 2-3.
26 Nina Christensen 2000, bls. 6.
27 íslensk orðabók 1996, bls. 472, 534 og 774.
28 Silja Aðalsteinsdóttir 1975, bls. 122.