Mímir - 01.06.2005, Blaðsíða 71

Mímir - 01.06.2005, Blaðsíða 71
heimsviðburðum. Snemma í fyrstu bókinni, Gvendur Jóns og ég er sagt frá því að stríð hafi brotist út á milli Rússa og Japana.29 Samkvæmt sagnfræðiheimildum30 áttu þessar þjóðir í stríði á árunum 1904-5 og þá hefur Hendrik verið 7-8 ára gamall þegar fyrsta bókin hefst. Hendrik er alinn upp á Hlíðarhúsastígnum í Vesturbænum og umhverfinu þar sem og annarstaðar í bænum er lýst nokkuð nákvæmiega í bókunum. í raun má segja að bækurnar séu nokkuð góðar heimildir um skipulag Vesturbæjarins og miðbæjarins í byrjun 20. aldarinnar. Árið 1905 var íbúafjöldi í Reykjavík aðeins tæplega 9000 manns31 þannig að ekki hefur verið um eiginlegt borgarsamféiag að ræða heldur fremur kaupstað. Strákarnir eru enda oft kenndir við húsin sem þeir búa f og þekkja nágranna sína vel. Frásagnir af atvikum eru settar fram sem smásögur, þær gerast ekki í neinni sérstakri tímaröð en hverfast um tiitekinn atburð í það skiptið. Þannig er ekki að sjá neina þróun hjá persónunum, bernskubrekin eru eins og röð ótengdra atvika og birtast sem sjálfstæðar gamansögur. Aðalpersónur bókanna eru Hendrik og Gvendur vinur hans. Aukapersónur eru Kiddi bróðir Hendriks, Siggi Péturs og Siggi í Kapteinshúsi, Júlli og svo stelpurnar þær Holla gúaften og Magga systir Hendriks. í raun er Gvendur engin ein ákveðin persóna í bókunum heldur samsettur úr mörgum persónum. Foreldrar strákanna koma ekki við sögu né heimilislíf þeirra almennt, ólíkt bókunum um Jón Odd og Jón Bjarna og Elías, heldur er sögusviðið yfirleitt gatan, fjaran og næsta nágrenni bæjarins. Strákarnir virðast almennt ekki hafa mikil samskipti við fjölskyldur sínar og eru sínir eigin herrar og óháðir fullorðnum eins og gjarnan er í drengjasögum.32 Bærinn skiptist skýrt í Vesturbæ og Austurbæ og tjörnin var hlutlaust svæði. Þingholtin tilheyrðu Austurbænum og strákarnir þaðan voru ekki vinsælir hjá söguhetjunum. Stríð voru reglulega á milii bæjarhlutanna þar sem barist var blóðugum bardögum um yfirráð yfir eftirsóknarverðum landssvæðum og þá ekki síst um veiðirétt á bryggjunum sem skipti strákana miklu máli. Sögurnar eru fyrstu persónu frásögn Hensa eins og hann er kallaður, en þó er hann ekki eiginleg aðalpersóna bókanna heldur Gvendur Jóns. Hensi er eins konar virkur áhorfandi, hann tekur þátt í fjörinu en horfir á atburði líkt og úr fjarlægð. Hendrik skrifar bækurnar 40-60 árum eftir atburði þeirra, þær eru bernskuminningar hans, sem gæti meðal annars skýrt þessa frásagnaraðferð. 29 Hendrik Ottóson 1949, bls. 27. 30 Sagan: http://www.nat.is/borgarferdir/japan_sagan.htm 31 Upplýsingarsímleiðisfrá Hagstofu (slands, Mannfjöldatölum. 32 Silja Aðalsteinsdóttir 1976, bls. 32. Gvendur er líka sjálfskipaður foringi strákanna og þeir líta flestir upp til hans, ekki síst pottormarnir eins og þeir yngstu voru kallaðir. Bækurnar um Gvend Jóns eru strákabækur og aðalpersónurnar þar eiga erfitt með að leyna fyrirlitningu sinni á stelpunum í hverfinu. Sérstaklega á Gvendur erfitt með að þola þær og finnst hin mesta skömm að sjást á tali við stelpur, hvað þá að liggja undir ámæli um að hafa bakað sosumkökur með þeim enda sver hann allt slíkt af sér þegar það er borið upp á hann. Strákarnir hafa sterkar skoðanir á því hvernig sé stelpulegt að haga sér, að labba um með dúkkuvagna og baka drullukökur er langt fyrir neðan virðingu almennilegra stráka. Þeir eru með kynhlutverkin á hreinu og eru einmitt á þeim aldri sem áhugi á stelpum fer fyrst að gera vart við sig. Hatrömm andstaða við þær sýnir þær tilfinningar glöggt. Helsti jafnréttissinninn í bókunum er Hensi og er hann greinilega rödd sögumannsins þegar kemur að því að dæma um hvað stelpur geta og geta ekki. Hendrik gefur í skyn í bókunum að stelpur geti allt til jafns við stráka og að karlremba strákanna sé fullgróf á köflum. Að öðru leyti innihalda bækurnar ekki móralskan tón að neinu marki, heldur er það grínið sem skiptir þar mestu máli. Strákarnir eiga það þó til að lenda í samskiptum við stelpurnar sem leiða tii aðstæðna sem þeir vita ekki alveg hvernig þeir eiga að snúa sér í. í eitt slíkt skipti hefur Gvendur lent í því að stúlka, sem oft heimsækir mömmu hans og gefur honum ýmislegt góðgæti í leiðinni, tekur sér það bessaleyfi að trúlofast honum. Þrátt fyrir kröftug mótmæli Gvendar gefur hún sig ekki og á endanum neyðist hann til að segja henni formlega upp með hjálp Hensa sem sér um skriftirnar: [...] Ég settist við skriftirnar og hafði þykkan planka fyrir borð. Uppsagnarbréfið hljóðaði svona: Kjæra Fríða. Þeta er upsagnabréf. Jig er búin að svíkja þeg og erum ekki trúloföð. Þú ert ekki kjærastan mín. En mér þikir góð vínbir. Þinn Gvendur.33 Gvendarsögurnar eru fullar af kímni sem orsakast öðru fremur af misræmi. Misræmið liggur yfirleitt í tungumálinu, samanber kenningar Cassons og því hvernig strákarnir skilja hlutina sínum eigin skilningi líkt og tvíburarnir og Magga í bókunum um Jón Odd og Jón Bjarna hér á eftir. Dæmi um það eru fjölmörg í bókunum, og ófá dæmi um hversu þjóðlegur fróðleikur og efnisinnihald 33 Hendrik Ottóson 1949, bls. 94. 69
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.