Mímir - 01.06.2005, Side 75
fyrsta sinn í sumarbúðir.
Fjölskyldumeðlimirnir hafa einnig hæfileika
til að hlæja að sjálfum sér. Amma dreki sem er
föðuramma strákanna, er ekkja eftir afa þeirra
sem var stofnandi mjólkurbús á Suðurlandi. í
einni heimsókninni þangað þarsem hún gefur
starfsmönnunum mynd af afanum halda þeir henni
heilmikla veislu og gefa ömmu dreka vei af kaffi og
koníaki:
[...]Svei mér þá, sagði amma hreykin. Ég var
bara orðin vei hífuð. Strákarnir störðu á ömmu.
Ég ætla bara að vona að þú hafir ekki sest
upp í jeppann og ekið í bæinn, sagði pabbi við
ömmu. Nei, ég gisti bara hjá honum Sigfúsi á
Stórahvoli.
Mér þykir þú vera farin að lifa lífinu, sagði
pabbi kíminn. Fyrst drekkurður þig fulla og svo
sefurðu hjá honum Sigfúsi á Stórahvoii.
Amma dreki skellihló. Það er betra seint en
aldrei, sagði pabbi við ömmu. Var hann ekki
alltaf að biðja þín, hér á fyrri árum? O, það
held ég, sagði amma hress. En hann Sigfús á
Stórahvoli hefði nú lítið haft að gera með mig.
Þetta er svoddan dauðans rola.[...]46
Amma getur bæði gert grín að sjálfri sér og
vonbiðlinum sem hefur ekkert i hana að segja.
Strákarnir eru þeir einu sem ekkert skilja í gríninu
enda ennþá of ungir og saklausir fyrir svona
neðanbeltisspaug.
Það virðist einna algengast í íslenskum
barnabókum þar sem kímni gætir, að hún snúist á
einn eða annan hátt um misskiining eða einhvers
konar misræmi sem eigi sér rætur í tungumálinu.
Kannski má tala um hefð í þessu sambandi, því þar
sem kímnin kemur fram er mjög oft um að ræða
misskilning barna á orðum og orðasamböndum,
því sem þau iesa og það sem þau heyra. í slíkum
tilfellum eru þau sjaldnast meðvituð um að það
sem þau segi eða geri sé skoplegt á nokkurn hátt
eins og má sjá af dæmunum hér að framan, bæði
úr bókunum um Gvend Jóns og Jón Odd og Jón
Bjarna. í bókum Guðrúnar birtist sakleysi barnanna
og hrekkleysi einna helst í þessum dæmum og þau
virðast eilítið upphafin í Ijósi þessa sakleysis. Öðru
máli gegnir um bækurnar sem fjallað verður um í
næsta kafla, þar sem kímnin birtist á annan hátt en í
barnabókum fyrri ára.
Um Elías
Árið 1983 gáfu Auður Haralds og Valdís
Óskarsdóttir út fyrstu Elíasarbókina sem bar
einfaldlega nafnið Elías. Bókin sló í gegn og í
46 Guðrún Helgadóttir 1980, bls. 34.
kjölfarið fylgdu fjórar aðrar sem Auður skrifað ein
og Brian Pilkington myndskreytti. Bækurnar fjalla
um drenginn Elías sem býr einn með foreldrum
sínum sem eru brúarsmiður og tannsmiður. í byrjun
fyrstu bókarinnar eru þau að flytja til Kanada til
tveggja ára, svo að pabbinn fái vinnu við brúarsmíði
þar sem ekki er slegist um starfskrafta hans á
íslandi. Elías á tvær ömmusystur. Önnur þeirra,
Hilda er vænsta kona og róleg sama hvað á dynur.
Hin systirin, hún Magga móða (Magga móðursystir
mömmu) er vægast sagt erfið í samskiptum og
ósátt við að missa drenginn úr landi. Fyrsta bókin
fjallar að mestu leyti um undirbúning flutninganna
og erfiðleikana við að fá Möggu til að sætta sig við
orðinn hlut. í annarri bókinni er fjölskyldan komin
til Kanada eftir talsverðar hrakningar á flugvöllum
og í háloftunum. Elías notar sumarið til að kynnast
umhverfinu. Hann eignast indjánavininn Jón og
byrjar í skóla um haustið. Magga móða kemur
í heimsókn og fer ekki aftur heim því hún hefur
kynnst Misja, rússneskum nágranna fjölskyldunnar
sem hún trúlofast svo. Þriðja bókin fjallar að mestu
leyti um gestapláguna mikiu, þegar fjölskyldan fær
íslenska næturgesti til sín í nokkra daga sem þau
þekkja ekkert. Mæðginin reynast vera hin erfiðustu,
frek, leiðinleg og dónaleg og á endanum er það
Elías sem kemur þeim í burtu með hjálp kanadískra
skriðdýra. Seinni hlutinn fjaliar um ævintýralega
útilegu sem endar á því að Misja eiginmaður
Möggu drekkur aðeins of mikinn vodka og tekur
skógarbjörn heim með sér við litlar vinsældir.
Björninn stingur þó fljótlega af til skógar.
f fjórðu bókinni er pabbi Elíasar sendur til
Sikileyjar til að smíða þar brú. Þrátt fyrir kröftug
mótmæli viðstaddra ákveða Magga og Misja að
koma með í þessa mánuði sem smíðin á að taka
og á endanum fer öll fjölskyldan. Á Sikiley á Magga
óvart þátt í því að handsama bankaræningja og
Misja villir á sér heimildir sem harmonikkuleikari
keisara sem var uppi áður en Misja sjálfur fæddist.
Ekkert verður af brúarsmíðinni í bili og í leiðindum
sínum taka foreldrar Elíasar upp á því að fjölga
mannkyninu frekar, Elíasi til hrellingar. Hann
treystir þeim alls ekki fyrir öðru barni, minnugur
eigin uppeldis og ákveður að taka málin í sínar
hendur. í fimmtu bókinni eru þau komin aftur heim
til íslands og Elías eyðir miklum tíma í að hafa
áhyggjur af mömmu sinni sem honum finnst sofa
of mikið og borða of lítið til að litli bróðirinn geti
mögulega þrifist í bumbunni. Hann skiptir því á
gömlum ísskáp og námskeiði í meðferð ungbarna
hjá nágrannakonunni til að geta haft umsjón með
uppeldi bróður síns sem svo reynist vera systir
þegar til kemur. Síðasta bókin endar á fæðingu litlu
systur og uppgötvun Elíasar á því að hann sé orðinn
stór. Hann heitir því þó jafnframt að týna aldrei
barninu í sjálfum sér.
73