Mímir - 01.06.2005, Blaðsíða 77
heimsókn til Kanada og fer ekki aftur heim iíst Elíasi
ekki á blikuna. Honum líst heldur ekki á blikuna
þegar hún fer allt í einu að haga sér mjög undarlega
og mamma heldur því fram að hún sé veik. Eiías
leitar ráða hjá mömmu Jóns vinar síns og lýsir
sjúkdómseinkennunum sem felast aðallega í því að
Magga virðist ekki lengur hafa krafta til að rífast og
skammast yfir smámunum:
Mamma Jóns fór að skellihlæja. Mér fannst
þetta ekki fyndið. „Elías minn,“ sagði hún og
lagði höndina á höfuðið á mér, „veistu hvað ég
held að sé að henni Möggu?“ „Nei, hvað? Er
það banvænt?" spurði ég. „Neineinei, það er
meira að segja mjög hollt og hressandi," sagði
mamma Jóns og brosti. „Ég held að hún sé
ástfangin." „Hún Magga skass? Aldrei!" „Ég
held það nú samt. Spurðu bara mömmu þína,
það er örugglega það sem hún á við þegar hún
segir að Magga sé veik.“
Alla leiðina heim tautaði ég: „Magga skass
ástfangin. Magga gribba. Magga norn. Magga
grýla ástfangin." Nei, það gat ekki verið.52
í þessu og svipuðum dæmum kemur helst í Ijós
lítillækkandi kímni í bókunum. Magga er svo mikil
gribba að Elías trúir ekki að hún geti orðið skotin
í honum Misja. Þrátt fyrir það er það hann sem
ver hana þegar foreldrar hans sýna álíka barnaleg
viðbrögð og hann sjálfur áður. Elías er lítill fullorðinn
og hefur oftast þroska til að skoða málin frá fleiri
hliðum. Þó eiga bæði hann og foreldrar hans til að
sýna mikinn hroka og yfiriæti gagnvart Möggu og
öðrum, sérstaklega pabbinn sem er ekkert alltaf
að passa sig á því hvernig hann talar um aðra fyrir
framan Elías. Viðhorf Elíasar eru því kannski ekki
bara hans heldur litast einnig af því sem fullorðnir
segja í kringum hann. Nágrannarnir geta líka verið
aðhlátursefni en yfirleitt er grínið meinlaust. Eftir
eitt verslunaræði pabba Elíasar þarf Elías að hlaupa
til allra í blokkinni því að pabbi hafði gleymt því að
eini ísskápurinn þeirra hafði verið seldur áður en
þau fluttu til Kanada og í íbúðinni var aðeins sá sem
leigendurnir höfðu skilið eftir og var nógu lítill til að
komast fyrir í meðalvasa. Elías hendist út um alla
blokk og endar á að fara
[...] með pokann í fóstur til frú Emelíu á fimmtu
hæðinni. Hún hvíslaði að mér að hún skyldi
fela hann vandlega fyrir manninum sínum.
Emelía lætur alltaf eins og maðurinn hennar
sé stórhættulegur. Samt eru kominn minnst
tíu ársíðan hann bakaði pönnukökurnar fyrir
skátamótið. Og það var varla honum að kenna
að hann ruglaðist pínulítið og stillti þvottavélina
á suðu, þegar hann hrærði pönnukökudeigið í
52 Auður Haralds 1985, bls. 99-100.
henni. Og deigið bakaðist allt í grjótharða köku
innan í þvottavélinni og þau urðu að henda
henni. Emelía er voðalega langrækin.[...]53
Hér er ekki efast um réttmæti þess að
pönnukökudeig sé hrært í þvottavélum, aðeins að
hitastigið hafi ekki verið heppilegt!
Uppátæki Elíasar leiða aldrei til refsingar
foreldranna. Stundum bjargar hann þeim og
geðheilsu þeirra jafnvel þó svo að aðferðir hans
geti verið umdeilanlegar. Elías er alltaf kurteis
og kemur vel fyrir, en líkt og í sögunum um Jón
Odd og Jón Bjarna þar sem þeir verða fyrir
árásum afgreiðslumanns í leikfangabúð, þarf
hann stundum að takast á við fullorðið fólk sem
sýnir honum dónaskap og yfirgang. Elías missir
samt aldrei andlitið og sýnir fyllstu kurteisi á móti,
en lætur vanþóknun sína í Ijós í kaldhæðnum
athugasemdum, þó svo að meiningin komist ekki
alltaf til skila. Stundum þarf þó að ganga skrefinu
lengra. Þegar þau fá ókunna næturgesti frá
íslandi reynir heldur betur á þolinmæðina þar sem
fjölskyldan sýnir ofurmannlegan siðferðisstyrk í
viðureigninni við gestina sem eru hreinlega að gera
þau brjáluð með frekju og tilætlunarsemi. Engin leið
virðist að losna við þau, ekki síst vegna þess að
foreldrar Elíasar kunna ekki við að segja konunni
meiningu sína og að lokum verður Elías að taka til
sinna ráða því geðheilsa fjölskyldunnar er í húfi:
[.. ,]Mér fannst ég bíða í marga daga, en loks
heyrði ég í henni. Fyrst heyrðist bara ómurinn
af þessu venjulega nöldri í henni, en svo
gargaði hún. Síðan hætti hún að garga til að
geta öskrað. Alveg gasalega hraust kona, hún
Guðlaug, þetta voru glæsileg öskur. Þegar ég
heyrði að mamma og pabbi voru vöknuð við
lætin í henni, fór ég fram. [...] „Hvað gengur
nú á fyrir þessari konu?“ urraði pabbi. „Ætli
það sé ekki padda inni í stofunni, þau eru
eitthvað voðalega stressuð yfir pöddum," sagði
ég. Pabbi kipptist til. „Þú hefur þó ekki sett
pöddur inn til þeirra, Elías?“ „Ég? Mér hefði
sko aldrei dottið í hug að setja pöddur inn
til þeirra," svaraði ég. Og það var alveg satt.
Pöddur eru svo litlar. Það gat allt eins verið að
hún hefði ekki komið auga á nokkrar pínulitlar
pöddur.j...]54
Skriðdýrin reyndust vera 18 saklausir snákar, sem
Guðlaug kom svo sannarlega auga á en sýndi samt
ekki fararsnið á sér fyrr en gefið var í skyn að þeir
væru ætlaðir í matinn næsta dag. Foreldrum Elíasar
þótti aðferðin fullgróf en höfðu þó kímnigáfu fyrir
atvikinu eftir á, hlógu eins og vitlaus að Guðlaugu
53 Auður Haralds 1987, bls. 49-50.
54 Auður Haralds 1985, bls. 62.
75