Mímir - 01.06.2005, Page 81

Mímir - 01.06.2005, Page 81
Þær tegundir áhrifsbreytinga sem taldar eru í (3) varða ekki sjálft málkerfið heldur einstök orð, orðarunur eða sambönd orða með skylda (/andstæða) merkingu eða hlutverk. Kerfisbundnu áhrifsbreytingarnar eru hins vegar víðtækari eins og nafnið gefur til kynna og því mikilvægari frá málfræðilegu sjónarmiði. Til að gefa hugmynd um hvað átt er við með þessum nafngiftum verða hér gefin dæmi um hvern flokk fyrir sig, fyrst þær breytingar sem ekki geta talist kerfisbundnar. Dæmi um blöndun í íslensku ((3a)) er tilurð orðsins þreykur í merkingunni ‘þoka og reykur’. Af því tagi eru einnig orðaleikir eins og „robboðslega“ í „samanlagðri merkingu" orðanna rosalega og ofboðslega. Þróun gömlu vikudaganafnanna fellur líka undir lið (3a); mánadagr, þriðidagr, fimmtidagr -» mánudagur, þriðjudagur, fimmtudagur, til samræmis við sunnudag, miðvikudag og föstudag (sbr. Björn Karel Þórólfsson 1925, bls. 6-7).2 Þetta mætti kannski kalla „áhrifskennda afbökun". Orðmyndin þrepskjöldur er dæmi um (3b), þ.e. eins konar endurtúlkun hins ógagnsæja orðs þröskuldur. Af mörgu er að taka varðandi hlutfallsmyndanir í íslensku (sbr. Hrein Benediktsson 1969 og rit sem þar er vísað til). í (4-5) má sjá dæmi um áhrif i- stofna á a-stofna (kk.) og östofna (kvk.) (sbr. Iversen 1946): (4) ffst. (a-stofn) físl. (i-stofn) nísl. nísl. nf.et. dalr gestr dalur gestur nf.ft. dalar gestir -» dalir gestir (þf.ft. dala gesti -» dali gesti) (5) físl. (ö-st.) físl. (i-st.) nísl. nísl. nf.et. fgr dýrð för dýrð nf.ft. farar dýrðir -»farir dýrðir Þarna eru á ferð hlutfallsmyndanir: Myndin gestr andspænis gestir eru eins og dalr andspænis X þar sem X er sama og dalir; dýrð andspænis dýrðir er eins og fqr andspænis X þar sem X er sama sem farir. Fleiri dæmi um áhrifsbreytingar af þessu tagi: (6) físl. (u-stofn) físl. (i-stofn) nísl. nísl. nf.et. kgttr gestr köttur gestur nf.ft. kettir gestir kettir gestir þf.ft. kgttu gesti -» ketti gesti Hér er auðvitað líka um að ræða áhrif frá /'-stofnum en einnig skiptir máli sú ríkjandi regla í sterku kk.- 2 Björn Karel getur að vísu einungis um sunnudag í þessu sambandi en ekki miðvikudag og föstudag. Athyglisvert er að laugardagur er eina undantekningín að þessu leyti í dagaþulunni ('iaugudagur). beygingunni, líka meðal a-stofna, að þf.ft. er eins og nf.ft. að frádreginni r-endingunni (sauðir-sauði, armar-arma). Skylt áhrifsbreytingum af þessu tagi er e.t.v. það þegar samsett orð fara að hegða sér eins og ósamsett orð (Breiðdaiur -» Breiddalur eins og greiða-greiddi o.s.frv.) (sbr. Stefán Einarsson 1949), en Hreinn Benediktsson flokkar slíkt undir „fónemískar áhrifsbreytingar" (1959, bls. 69). Áhrifsútjöfnun er það kallað þegar tiltekið myndbrigði „jafnarsig út“ innan beygingardæmis. Dæmi um slíka breytingu frá forníslensku er beyging orðsins lykill: (7) físl. nísl. et. nf. lykill lykill þf. lykil lykil Þgf- lukli -»lykli ef. lykils lykils ft. nf. luklar -» lyklar þf. lukla -» lykla þgf: luklum -» lyklum ef. lukla -»lykla í þessu tilfelli hefur/'-hljóðverpta myndin, sem skilyrt var af -/- í eftirfarandi viðskeyti, breitt úr sér og kemur fram óháð því hvort -/'- fer á eftir eða ekki. Þetta er skýrt dæmi um togstreitu „hljóðafarslegra hagsmuna" og „orðhlutalegra hagsmuna": Almenn /'-hljóðvarpsregla leiðir af sér breytilega stofnmynd og skapar þannig óreglu innan beygingardæmisins; þá kemur til skjalanna einhvers konar orðhlutaleg regla sem samræmir beygingardæmið en „ómerkir" í leiðinni hljóðregluna. Það er ómaksins vert að velta nánar fyrir sér dæmum af þessu tagi, og taka síðan mið af kenningum um samband hljóðkerfis og orðhlutakerfis (sbr. umræðu hjá Kristjáni Árnasyni 2002).3 3. Nánar um áhrifsútjafnanir 3.1 Dæmi frá Hreini Benediktssyni Flest dæmin í grein Hreins Benediktssonar (1959) um áhrifsbreytingar í íslensku flokkast undir áhrifsútjafnanir samkvæmt þeim skilningi sem hér er lagður í það hugtak.4 Nú verða athuguð nokkur dæmi frá honum og fáein til viðbótar úr 3 Grein Hreins Benediktssonar (1969) um þróun /'a-stofna varöar kerfisbundnar áhrifsbreytingar af báðum þeim aöalgerðum sem hér eru nefndar, þ.e. milli beygingarflokka annars vegar og innan beygingardæma hins vegar. 4 Þess skal getið að Hreinn (1959, bls. 69-70) notar það hugtak ekki sjálfur. Hann gerir aðallega greinarmun á fónemískum og morfemískum áhrifsbreytingum eða áhrifsummyndunum eins og hann stingur upp á að kalla kerfisbundnar áhrifsbreytingar. 79
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Mímir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.