Mímir - 01.06.2005, Síða 85
helstu hugmynda í lexíkalskri hljóðkerfisfræði (LH)
eru eftirfarandi (sbr. Þorstein G. Indriðason 1994,
bls. 66-67):
(13)
I LH er gert ráð fyrir því að hljóðkerfisfræðin
hafi aðgang að öllum hlutum málfræðinnar,
og horfið erfrá hefðbundinni aðgreiningu
málfræðihlutanna. Málfræðin skiptist þess
í stað í orðasafn og það sem utan þess er
(setningahluta o.fl.), en sú skipting endurspeglar
þá staðreynd að orðhlutum er raðað saman
til þess að mynda orð í orðasafni og orðum er
raðað saman til þess að mynda setningar utan
orðasafnsins [...] í LH er enn fremur gert ráð
fyrir því að orðasafnið sé lagskipt og í hverju lagi
verki orðhluta- og hljóðkerfisreglur. Virkni þeirra
er síðan stjórnað af ákveðnum skilyrðum sem
í gildi eru þar [...] virkni hljóðkerfisreglna er lítil
í efri lögum orðasafnsins (nær setningarhluta)
en eykst eftir því sem neðar kemur í orðasafnið
(fjær setningarhluta).
Þegar [virt] (virkt) verður [virkt] má væntanlega
líta svo á að orðið virkur sé fært á milli laga í
orðasafninu eða að beygingarendingunni sé
bætt við á öðru stigi en venjulega. Hér er samspil
hljóðkerfis og orðhlutakerfis orðið greiðara og
gagnvirkara en í upphaflegu kenningunum og það
rímar að vissu leyti betur við þau dæmi sem hér
hafa verið til athugunar. Engu að síður er á huldu
hvað knýr af stað tilfæringar af þessu tagi. Einnig
hefur verið gagnrýnd sú almenna krafa innan LH að
hljóðkerfisleg orðasafnsbinding („lexíkalísering")
sé ákvörðuð á morfólógískum stigum í orðasafninu
(sbr. Kristján Árnason 1992). Röksemd gegn því
er sú viðtekna skoðun að orðasafnið hýsi fleiri
þætti en orðhlutalegar upplýsingar (orðasambönd
geta t.d. verið lexíkalíseruð) og þess vegna séu
„morphologization" og orðasafnsbinding ekki
endilega það sama. Kristján bendir á að með því
að setja samasemmerki þarna á milli séu menn t.d.
að segja að beyging eins og í tölu (u-hljóðvarp) sé
„lexíkalíseraðri" en t.a.m. samsetning á borð við
framburður (ekki u-hljóðvarp) en merkingarlega
virðist hið síðarnefnda einmitt vera lexíkalíseraðra.
Kristján telur því að hljóðkerfisfræðin sé ekki
lexíkalíseruð í þessum skilningi heldur á þann hátt
að í orðasafninu séu geymdar reglur um hljóðgerð
orðhluta. Skal nú vikið að því.12
12 Þorsteinn G. Indriðason (1994, bls. 121-123) fjailar t.d.
sérstaklega um u-hljóðvarp (sem virka hljóðkerfisreglu
eins og hefðbundnir generatífistar) (anda lexikalskrar
hljóðkerfisfræði. Miðað við hugmyndir hans um fjórfalda
lagskiptingu orðasafnsins (t.d. bls. 148) verkar u-hljóðvarp
(lagi 1 (þar sem „viðskeyting l“ fer fram) og í lagi 2 (þar
sem beygingin fer fram). U-hljóðvarpið verkar síðan ekki
4.2 Morfófónemík
Kristján Árnason (1985) ræðir almennt um
samverkan og mörk „orðhlutakerfis" (e.
morphology) og „hljóðkerfis" (e. phonology) og
fjallar síðan um u-hljóðvarp í því Ijósi. Segja má
að umfjöllunin sverji sig í ætt við „náttúrlega
regluhljóðkerfisfræði“ (e. natural generative
phonology) en hún seilist ekki eins langt og
hefðbundin generatíf greining eftir afstæðum
formum. Þessi nálgun gerir sérstakan greinarmun
á „sjálfvirkum" eða náttúrlegum hljóðferlum, þ.e.
hreinum hljóðkerfisreglum, og orðhlutalega háðum
eða „morfófónemískum" reglum sem eiga sér
gjarna undantekningar (sbr. Clark & Yallop 1995,
bls. 402-403).
Kristján bendir á að sem táknkerfi hafi mannleg
mál það hlutverk að forma merkingu. Formdeildum
málsins (lesum í orðasafni og málfræðilegum
einingum) fylgi síðan tilvísandi hljóðþættir og á
þann hátt skarist „orðhlutakerfi" og „hljóðkerfi".
Sambandið á milli þessara „hluta“ málkerfisins
hefur fætt af sér sérstaka undirgrein í málfræði,
þ.e.a.s. það sem á útlensku hefur verið kallað
Morphonologie eða morphophonemics. Helstu
viðfangsefni á því sviði hafa t.d. verið talin þessi
(sbr. Kristján Árnason 1985, bls. 10 og 1992, bls.
6):13
(14)
a. Die Lehre von der phonologischen Struktur
der Morpheme;
b. Die Lehre von den kombinatorischen
Lautveránderungen, welche die Morpheme in
Morpemverbindungen erleiden;
c. Die Lehre von den Lautwechselreihen, die
eine morhpologische Funktion erfullen
Þetta gefur hugmynd um verkefnin sem við er að
glíma á „morfófónemísku" sviði en vissulega er
margt óljóst, t.a.m. í hverju munurinn á (14)b og
(14)c liggur nákvæmlega. Varðandi aðgreiningu
hljóðkerfis og orðhlutakerfis víkur Kristján (1985,
bls. 11) að „tvöfaldri formun“ tungumála, þ.e. að
annars vegar sé hljóðkerfisleg formgerð („structure
in expression") og hins vegar hin málfræðilega
formgerð, kerfi merkingarbærra eininga („structure
in content").
Tungumál hafa ólíkan hátt á því hvernig þau
koma málfræðilegu formdeildunum til skila (sbr.
Kristján Árnason 1985, bls. 12). Sum hafa gjarna
sérstaka formlega einingu fyrir hverja formdeild
(lagi 3 (þar er gert ráð fyrir viðskeytta greininum) og 4
(þar eru viðskeyting II og samsetning) og heldur ekki
utan orðasafnsins (sbr. Þorstein G. Indriðason 1994, bls.
128). Samkvæmt því er u-hljóðvarpið „djúplexikölsk"
hljóðkerfisregla.
13 Tilvitnunin er frá Trubetzkoy (sjá nánar hjá Kristjáni).
83