Mímir - 01.06.2005, Qupperneq 86

Mímir - 01.06.2005, Qupperneq 86
en önnur eiga auðvelt með að láta sama formlega fulltrúann sjá um fleiri en eitt hlutverk. Hvort tveggja gerist í íslensku og einnig það að sama formdeildin sé táknuð „tvöfalt": Þannig er vh.þt. af sögninni fara hafður bæði með endingu og sérhljóðavíxli í stofni; færi. Á sama hátt er þgf.ft. af nafnorðinu barn „sýnt" með tvennu móti; börnum. Það er greinilegt að þessar mismunandi táknanir hafa ekki sömu stöðu í málkerfinu; u/n-endingin er t.d. almenn í þgf.ft. allra fallorða og /'-endingin sömuleiðis í vh. flestra sagna en sérhljóðavíxlin eru „viðbætur", nánar tiltekið gömul hljóðvörp sem hafa varðveist í beygingarkerfinu. Að mati Kristjáns gerir hefðbundin generatíf greining óæskilegan greinarmun á víxlum eins og í barn-börn og barn- börnum; annars vegar séu þau talin beygingarlega skilyrt og hins vegar hljóðkerfislega. „Orðhlutalega nálgunin" lítur á hvort tveggja (endinguna og hljóðavíxlin) sem beygingarlega táknun en í seinna tilvikinu eru hljóðavíxlin umfröm.14 Sú afstaða sem hér kemur fram felur í sér að áhrifsjafnanir séu einhvers konar „morfófónemískt" fyrirbæri. Það hljómar í sjálfu sér vel en engu að síður eru ýmis vandamál óleyst: Hvers konar reglur eru hér á ferð? Hvernig lærir málnotandinn þær? Að hvaða leyti og á hvern hátt eru þær skilyrtar af beygingunni? Hver er afstaða þeirra til annarra reglna um orðhlutagerð og hljóðafar? Þá má benda á að það er ekkert í þessum hugmyndum sem segir beinlínis að hljóðafari orðhluta sé „í mun“ að halda velli eða að sérstakur „metnaður" sé fyrir hendi í orðhlutakerfinu til að samræma beygingarmyndir. 4.3 Bestunarkenning Bestunarkenningin (e. Optimality Theory) er nýleg grein af meiði generatífu málfræðinnar, þ.e. formlegrar málkunnáttufræði, en víkur í ýmsum atriðum frá fyrri hugmyndum í þeim anda. Ein helsta nýjungin er sú að í stað þess að líta svo á að breytileiki tungumála stafi af mismunandi gildi á almennum færibreytum (e. parameters) telja bestunarmenn að munur tungumála ráðist af mismunandi stigröðun almennra málfræðilegra 14 Þess má geta að ólíkt generatífistum, s.s. Eiríki Rögnvaldssyni (1981 og 1993), hafnar Kristján Árnason þvi að greina u-hljóðvarp i nútímamáli sem virka hljóðkerfisreglu (1985, bls. 22). Hann telurskýringuna á því að vfxl a-ö miðast svo oft sem raun ber vitni við u i eftirfarandí atkvæði einfaldlega vera málsögulega, líkt og t.a.m. þá staðreynd að v kemur varla fyrir á undan u i framstöðu. Hin fjölmörgu dæmi um a á undan u („'þarum“ / margtummaður/dalur o.s.frv.) þykir honum sýna aó u-hljóðvarpið sé ekki virkt eða „náttúrlegt" hljóðferli. Aftur á móti telur hann regluna um lengd sérhljóða, orð- og setningaráherslu, staðarsamlögun nefhljóða og fleiri slík atriði vera dæmigerðar íslenskar hljóðkerfisreglur. hamla (e. constraints). Málnotkuninni er þá lýst sem einhvers konar síu þar sem t.a.m. þeir orðaraðarmöguleikar eða framburðarmyndir „sigra“ sem brjóta sem fæstar og/eða vægastar hömlur. Einnig er sá munur á þessum hugmyndum og þeim eldri að regluverkið er yfirborðsmiðaðra í þeim skilningi að „frambjóðendurnir“ (e. candidates) eru hljóðmyndir en ekki afstæð orðasafnsform (sbr. Kager 1999, bls. xi-xii). Það sem vekur áhuga hér er að bestunarkenningin gefur beinlínis kost á að „velja úr“ framburðarmyndum og því er ekki úr vegi að reyna að máta dæmi um áhrifsjafnanir við þessar hugmyndir. Hér er óhjákvæmilegt að kynna til sögunnar fáein grundvallarhugtök í bestunarfræði. Gert er ráð fyrir að allsherjarmálfræðin (e. universal grammar) hafi að geyma eftirfarandi þætti: (15) a. Málfræðistafróf (e. alphabet) b. Algilt hömlumengi (e. set of constraints) c. Varpanir (e. functions) Málfræði einstaks máls (e. grammar) inniheldur m.a. grundvallarform myndana og stigröðun hamla sem fengnar eru úr hömlumenginu. Gert er ráð fyrir tvenns konar hömlugerðum, þ.e. mörkunarhömlum (e. markedness constraints) og tryggðarhömlum (e. faithfullness constraints). Á hvert ílag (e. input) verka tvenns konar varpanir, þ.e. „uppstillari“ (e. generator) og „kjósandi“ (e. evaluator), sem skila af sér hljóðkerfislegu frálagi (e. output). Eins og í generatífri hljóðkerfisfræði er gert ráð fyrir baklægum gerðum orðhluta, m.a. með upplýsingum um hljóðgerð. Val á myndbrigðum ákvarðast hins vegar af hljóðkerfislegum mörkunarhömlum og tryggðarhömlum en þær síðarnefndu fela í raun í sér að orðhlutar skuli skila sér sem best upp á yfirborðið (sbr. Archangeli 1997 og Russel 1997). Þegar t.d. skips verður [sci:psj er samkvæmt þessu um það að ræða að tryggðarhömlur sem banna breytingar á ílagi raðast ofar en mörkunarhömlur sem banna lokhljóð á undan [sj. Þegar skips verður [scifsj hefur hömlunum verið stillt upp á þann hátt að fyrst koma hljóðkerfislegu hömlurnar sem segja að orðhlutinn megi ekki líta út eins og hann gerir í baklægri gerð en tryggðarhömlurnar hafa minna vægi og þess vegna má brjóta þær. Svipaða lýsingu mætti gefa á pörum á borð við [virkt]/ [virt] (virkt) og [velkt]/[vsjt]: Annars vegar hefur tryggðin vinninginn ([virkt]/ [velkt]) og hins vegar hljóðkerfislegu hagsmunirnir ([virt]/[vElt]). Ekki er eins gott að koma auga á hömlur sem kunna að vera að verki í dæmum eins og [pau:jir]/ [pau:ir] (bágir). Þegar áhrifsbreyttu myndirnar 84
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148

x

Mímir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.