Mímir - 01.06.2005, Blaðsíða 94

Mímir - 01.06.2005, Blaðsíða 94
Kaupir handrit á Ebay Viðtal við Véstein Ólason, forstöðumann Stofnunar Árna Magnússonar Viðtalið tók Einar Björn Magnússon Bakvið rammlæstar, þungar og miklar dyr á annarri hæð í Árnagarði starfar fjöldi fólks við rannsóknir á fornum íslenskum handritum og innihaldi þeirra. Þar er Stofnun Árna Magnússonar til húsa. Húsnæðið og starfsemin sem þar fer fram minnir dálítið á klaustur miðalda þar sem munkar og nunnur sátu við púlt og letruðu þau handrit sem fræðimenn nútímans rýna nú í. Fyrir óbreytta íslenskunema virðist starfsemin bakvið þessar dyr, í húsinu sem við komum í nánast daglega, vera jafn fjarlæg og miðaldaklaustur. Þess vegna vildum við í ritnefnd Mímis forvitnast aðeins um stofnunina, hver staða hennar er í nútímanum og jafnvel athuga hvort að þar væri ákjósanlegur starfsvettvangur fyrir unga íslenskufræðinga. Því mæltum við okkur mót við „ábótann", forstöðumann stofnunarinnar, Véstein Ólason. Þegar Vésteinn er spurður hvort að ungt fólk eigi erindi inn á stofnunina svarar hann því til að íslenskunámið bjóði upp á meira val en áður fyrr og hafi fólk á annað borð áhuga á að starfa þar geti það valið sér námsleið sem hentar best til rannsókna eins og þeirra sem fara fram þar innan dyra. Þannig er hægt að sérhæfa sig í handritafræðum og Vésteinn nefnir námskeið sem fræðimenn Árnastofnunar hafa kennt við íslenskuskor, til dæmis Handritalestur, Handritafræði og Textafræði. íslenskunemar geta líka nýtt þekkingu fræðimanna sem starfa á stofnuninni og fengið þá til að leiðbeina sér með lokaritgerðir. Auk þess hafa íslenskunemar starfað tímabundið hjá Árnastofnun þegar sótt hefur verið um styrki frá Nýsköpunarsjóði námsmanna fyrir ákveðin verkefni. Vésteinn bætir við að Mímir, félag stúdenta í íslenskum fræðum, hafi komið í heimsókn í Árnastofnun síðasta haust og sú heimsókn hafi verið liður í því að kynna íslenskunemum starfsemina og sýna þeim að þeir eru velkomnir, þó að það líti ekki alltaf þannig út. Dyrnar miklu eru læstar af öryggisástæðum, en ekki til að halda áhugasömu fólki frá stofnuninni. Stofnunin hefurtil að mynda byggt upp einstakt bókasafn með mikla sérhæfingu, sem íslenskunemar hafa aðgang að og ættu að nýta meira. Nú berst talið að handritunum sjálfum, sem starfsemi stofnunarinnar snýst að mestu leyti um. Okkur lék forvitni á að vita hvort stofnuninni væru enn að berast handrit, til dæmis frá Dönum eða jafnvel áður óþekkt handrit. Vésteinn segir að Danir hafi skilað síðasta handritinu sem þeir ætla að skila árið 1997, þannig að Árnastofnun á ekki von á þekktum handritum úr þeirri áttinni. Þó berast einatt fréttir héðan og þaðan úr heiminum um íslensk handrit og Vésteinn og félagar fylgjast spenntir með og reyna að festa kaup á þeim ef aðstæður og efni leyfa. Árið 2003 barst stofnuninni tilboð frá bóksala í (srael um kaup á íslensku handriti frá 1743, sem hafði meðal annars að geyma Snorra Eddu. Handritið sjálft hefur ekki mikla þýðingu fyrir miðaldatexta Snorra Eddu, en saga þess er merkileg og vekur upp spurningar um dreifingu íslenskra handrita. Vésteinn sagði okkur líka sögu um það hvernig aðferðir við handritasöfnun hafa breyst síðan á dögum Árna Magnússonar. Vésteinn fékk einn dag tilkynningu um að íslenskt handrit væri á uppboði á uppboðsvefnum Ebay. Þegar hann hafði kannað málið og athugað handritið hafði hann þegar í stað samband við velgjörðarmann stofnunarinnar Örn Arnar, ræðismann íslands í Minnesota Bandaríkjunum, sem ákvað að gefa handritið ef það fengist fyrir ákveðna upphæð. Það fór svo að lokum að Stofnun Árna Magnússonar átti hæsta boð í handritið. Að lokum sagði Vésteinn okkurfrá hugmyndum um nýtt húsnæði fyrir stofnunina. Það hefur verið Ijóst í nokkuð mörg ár að stofnunin fær ekki að vaxa og dafna í Árnagarði. Nú er sýningarstarfsemi stofnunarinnar komin í Þjóðmenningarhúsið, en æskilegt væri að handritasýningin væri undir sama þaki og önnur starfsemi stofnunarinnar. Vésteinn talar um að stjórnvöld hafi hugmyndir um byggingu undir stofnanir sem tengjast íslenskum fræðum, þar með talið Árnastofnun og handritasafnið, á milli Þjóðarbókhlöðunnar og Þjóðminjasafnsins. 92
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.