Mímir - 01.06.2005, Síða 96
Ævisagan
Smásaga
Höfundur
Árni Thoroddsen
Ég hafði farið á norræna ráðstefnu um ævisögur og
sögulegar skáldsögur í þeim tiigangi að kynna nýju
bókina mína og heyra það sem ýmsir rithöfundar
og fræðimenn Norðurlanda kynnu að hafa fram að
færa um hvernig farið væri að því að búa til heild úr
brotum og ummynda lífi í skáldskap.
Þetta hafði verið erfiður vetur hjá okkur
fjölskyldunni og ekki laust við að ég vildi að ég gæti
endurskrifað hann. Þegar kom að móttökunni um
kvöldið var ég því veikari en ella fyrir víninu sem
flæddi að vana út um allt og fram úr hófi. Atburðir
kvöldsins eru nokkuð óglöggir í minni mér en ég
man eftir að hafa talað nokkuð lengi við ameríska
stúlku sem átti aðeins óljóst erindi á ráðstefnuna
en var ofurfús að sýna hvað hún vissi um íslenska
tungu og menningu - þó með nokkru mismæli- og
minni sem ég var of nærgætinn til að leiðrétta.
Vínið lét að lokum segja til sín en stelpan sat
samúðarfull, traust og mjúk á sófanum á móti mér.
Svo meðan verið var að leita að úlpunni minni í
bjórrugluðu myrkrinu minnir mig að stutt samtal hafi
borist inn í þann heim þar sem ég bjó einn:
„Vad ár det dár för nágonting?"
„Det ár min ryggsack.“
„Det ser ut som om han kommer att spy pá den.“
„Det ár min favorite författare, sá det spelar ingen
roll.“
Samspil þessara orða og góðlátlegs brossins varð
tii þess að ég bjóst ekki við neinni mótspyrnu né
mætti þegar ég lagði síðan höndina vínþunga á háls
hennar, renndi henni niður eftir bakinu og gaf svo
til kynna með látbragði að hún ætti að setjast upp í
leigubílinn hjá mér.
Ég var sem sagt niðurdreginn eftir erfiðan vetur og
efast um að mikið af því sem ég hafði ætlað mér
með því að bjóða henni heim á hótelið hafi gerst
þá nótt. Ég man helst eftir að hafa blaðrað lengi á
einhverju samblandi af ensku, sænsku og íslensku
og orðið nokkuð brugðið þegar ég komst að því
að hún var jafngömul elstu dóttur minni.
Þegar morgnaði fékk ég beiskt bragð í munninn
eftir smekklaust framhjáhaldið ofan í logandi
timburmenn. Ég settist við púltið og krotaði
spaklegar athugasemdir tii að leggja fram við
pallborðið þann dag, beið þess að hún færi að
sýna á sér fararsnið en kvaddi svo annars hugar,
klapp á öxl til að vísa henni á dyr en „kannski
sjáumst við einhvern tímann á íslandi" þótt mér
hafi reyndar boðið við tilhugsuninni.
Sem betur fer lét hún ekki sjá sig á ráðstefnunni
seinni daginn, þar sem ég reyndi allóútsofinn
og timbraður að vera gáfulegur og mælskur. Að
lokinni ráðstefnunni hvarf ég heim til konu, barna,
anna og áhyggja hins daglega lífs.
Þremur mánuðum seinna barst til mín bréf:
Hæ. Þetta ersú bandaríska í Svíþjóð. Takk fyrír
síðast, ég er að skrifa um þig ævisögu.
Hún var á leiðinni til íslands til að safna efni í
þessa bók og vildi endilega hitta mig.
Ekki er ofmælt að segja að mér hafi verið bilt
við þessi tíðindi. Ég hef ætíð reynt að verja
einkalíf mitt að því leyti sem þrengsli íslensks
samfélags og staða ættar minnar leyfir. Það
hefur hlotið athygli hjá gagnrýnendum hve lítið
ber á eigin reynslu og endurminningum í bókum
mínum og ég er hálfstoltur af því að vera kominn
yfir fimmtugt án þess að hafa fallið fyrir þeim
þrýstingi sem ríkir meðal íslendinga að drífa sig í
sjálfsævisöguna. Reyndar vonast ég til að deyja
ævisögulaus og vinna mér þar með sérstöðu
meðal íslenskra rithöfunda.
Auðvitað fannst mér iíka hálffrekt að þessi
manneskja sem þekkti mig varla frá Adam skyldi
dirfast til að skrifa um mig að mér fornspurðum.
94