Mímir - 01.06.2005, Qupperneq 97

Mímir - 01.06.2005, Qupperneq 97
Ég áleit það skynsamlegast að hunsa þetta bréf og var feginn þegar hún skrifaði ekki strax aftur. Nokkru seinna kom þó þykkur bunki merktur „Árni Thoroddsen: heimildaskrá." Mér leið eins og ég svifi og horfði niður á sjálfan mig svæfðan á skurðarborði. Þarna voru tíunduð hver einustu skrif sem ég hafði sent frá mér síðustu þrjátíu ár. Hún hafði flett helstu blöðum landsins og ekki bara skoðað alla umfjöllun um verk mín heldur einnig lesið minningargreinar um ættingja mína og tengdafólk og rifjað upp ritdeilur sem ég hafði lent í ungur og blóðheitur um allt frá málfræði til varnarliðsins. Hún hafði farið á safn Ríkisútvarpsins og hlustað á öll viðtöl við mig sem þar voru á skrá um bókmenntalegt efni sem og um dægur- og einkamál. Slettirekan hafði jafnvel útbúið skrá yfir allar vefsíður á Netinu þar sem nafn mitt kom fyrir. Hún kunni deili á ferli mínum sem hlaupari, skákmaður og fuglaskoðari og vissi allt um heilsufar mitt og fjölskyldulíf sem hægt var að álykta út frá heimildum sem voru ekki beinlínis bannaðar almenningi. Mér ofbauð að sjá lifandi mann—migi—gerðan að upptalningu. Stúlkan var greinilega haldin einhverri sjúklegri áráttu til að negla mig spriklandi við vegginn. Hún virtist vera að búa sér til helgiskrín á skjalaformi með þessum tímafreka hætti sem líktist mest skopmynd af rannsóknum. Þetta var eignaskrá dánarbús og minningargrein, líkræða í sótthreinsuðu gervi hlutlausrar bókaskrár. Ég svaraði með hagyrtum kviðlingi að íslenskum sið: Ef fræðslugirnd er framar ekki dyggð en frekar orðin della kemur að ofsóttum efnisvið sú styggð er ávallt veitir mella. Svo hvarf ég norður á ættaróðalið þar sem ég vonaðist til að fá vinnufrið. Einn daginn hringdi frænka mín frá næsta bæ. „Það er erlend stúlka á leiðinni til þín. Hún segist hafa fræðilegan áhuga á þessu landssvæði og vill endilega fá að skoða bæinn. Má ekki biðja þig að sýna henni staðinn?" Auðvitað var það hún. Þegar hér var komið sögu var ég orðinn heldur en ekki órólegur. Ef kvensniftin var ekki að njósna fyrir Bandaríkjastjórn (ofsóknarbrjálæði getur gripið mann þegar óskiljanleg hegðun blasir við) hlaut hún að vera með þráhyggju. Hér var á ferð banvæn aðlöðun í búningi rannsókna. Þar sem ég sat fastur eins og mús í holu sinni fannst mér ekki annað hægt en að heilsa henni kurteislega (þó auðvitað án þess að bjóða henni ínn) og spjalla við hana úti á hlaði um bæinn og sögu hans. Loksins gat hún ekki lengur dulið erindi sitt: „Fyrst ég er komin má ég ekki spyrja þig nokkurra spurninga í tengslum við þessa ævisögu?" Þrátt fyrir saklausan tón fannst mér þessi spurning ógnarstór í samhengi. Ég sagðist því miður ekki hafa tíma, greip til nokkurra ósannfærandi afsakana og kvaddi hana, hæverskur en ákveðinn, án þess þó að gefa í skyn að mér þætti þessi heimsókn nokkuð undarleg eða ógnvekjandi. Stelpan sat lengi í grasinu spölkorn frá bænum og krotaði í stílabók, öðru hverju leit hún á kotið löngunarfullum augum eins og hún væri að bíða þess að ég skipti um skoðun og byði henni inn. Á endanum reis hún á fætur og gekk hægt niður malarveginn í átt að þorpinu. Ég sá hana ekki aftur. Ævisagan birtist um veturinn þar á eftir í hérlendu tímariti en reyndar undir dulnefni. Hún rúmaðist á einni blaðsíðu og hljómaði svona: Árni Thoroddsen sá silkitoppu ífebrúar 1986. Hann er freknóttur á öxlunum og tekur ekki af sér úrið fyrir háttinn. 95
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148

x

Mímir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.