Mímir - 01.06.2005, Page 101
Neil Gaiman
viðfangsefninu.
American Gods höfðar til margra: fantasíu-,
glæpasagna- og ástarsagnaaðdáenda, en um
leið er hún nokkuð torlesin bæði vegna þess hve
hún er hægfara og staðreyndir og nöfn gætu
ruglað lesendur. Neil Gaiman fleytir ekki einungis
ímyndaraflinu af stað heldur nær hann inn fyrir
hjartarætur lesenda með alþýðlegum hugleiðingum
um lífið og tilveruna. Til gamans má geta að hann
er stórskemmtilegur bloggari og líkt og í skrifum
hans vottar ekki fyrir hroka af neinu tagi: http://
www.neilgaiman.com/journal. Þrátt fyrir nokkra
vankanta, eins og ójafnvægi í persónusköpun og
vöntun á samsömun til lesenda, er American Gods
bókmenntaverk sem enginn ætti að láta fram hjá
sér fara.
Einnig má nefna í tilefni af umfjöllun þessari að ný
skáldsaga eftir Gaiman kom út 20. september sl. og
ber hún titilinn Anansi Boys.
þau finnast aidrei aftur. Gaiman er hér að spinna
einskonar Stephen King - sögu við framvindu
skáldsögu sinnar. Ásamt „Lakeside aukafléttunni"
er gegnumgangandi ástarsaga milli Shadows
og Lauru. Dramatíkin er þar í fyrirrúmi og vonir
og væntingar áberandi eins og í hefðbundnum
ástarsögum. Með því að tvinna saman glæpasögu
annars vegar og ástarsögu hins vegar tekst Gaiman
að höfða til miklu stærri hóps lesenda. En nú gætu
vaknað upp spurningar hvort hann sé að skrifa
einungis til þess; að hann sé með dollaramerki í
augunum. Nei, svo er ekki. Allir útúrdúrar, ef svo
má kalla, auka gildi meginsögunnar og gæða hana
alþýðlegri þáttum. Hængurinn er sá að sagan er
mjög hægfara á köflum, lítið gerist og Gaiman
hættir sér út í bollaleggingar. Lesendur gætu átt
erfitt með að halda dampi við lestur.
Staðreyndir um guðina og goðsagnirnar eru að
því sem undirritaður best veit gailalausar. Gaiman
hefur greinilega lagst í heilmikla heimildarvinnu og
er hann mjög fróður um goðsagnir ýmissa landa og
þjóða, og þá sérstaklega hin norrænu goðafræði.
Gaiman hefur nokkrum sinnum komið til Islands og
endar American Gods meira að segja í Reykjavík.
En það er eins og (slendingum láti sér lítið þykja
um komur hans, hvað þá fjölmiðlum. Slavnesk
og afrísk goðafræði spinnast að mikiu leyti inn í
söguna, en Gaiman gefur sumum guðunum og
verunum dulnefni svo það er erfitt að átta sig á
99