Mímir - 01.06.2005, Page 102

Mímir - 01.06.2005, Page 102
Voru Æsirnir argir?1 Höfundur Kolfinna Jónatansdóttir [ íslensku miðaldasamfélagi var varla hægt að geranokkuð verra en að brigsla einhverjum um ergi, hvort sem var í bundnu máli eða óbundnu. Ásakanirnar koma stundum fyrir stakar en oftar en ekki ganga þær á víxl milli tveggja aðila, konur eru þó sjaldan sakaðar um ergi. Það að senna við andstæðing eða samherja fyrir bardaga og reyna að gera eins lítið úr honum og mögulegt er, án þess þó að ásakanirnar þurfi að vera sannar, er bókmenntalegt minni og nýtist oft sem eggjun til dáða. Tii dæmis er það kölluð senna í Guðrúnarhvöt, þegar Guðrún Gjúkadóttir eggjar syni sína til hefnda.2 Einnig var það algengur drykkjuleikur að tveir menn eða fleiri kepptust um að útlista eigin kosti og mikilvægi eða velja sér einhverjatil að metast um, og oft hafði leikurinn mannvíg að eftirmáli.3 Þegar lesið er um norræna guði, hvort sem er í eddukvæðum, Snorra-Eddu eða Heimskringlu, er þeim oft brigslað um ergi og ýmislegt óeðli. Líklegasta orsökin er sú að guðir eru á allt öðru siðferðisplani en dauðlegt fólk og leyfist ýmislegt umfram það. Ergi getur verið nauðsynleg fyrir starfsemi og hlutverk guðanna og hefur þá upp fyrir hinn mannlega raunveruleika, til dæmis er ekkert skammarlegt við það að frjósemisgyðjan Freyja sé vergjörn eða það að hún er dóttir systkina. í grískum goðsögum er svipað uppi á teningnum, þar sem Ólympsguðirnir gera margt sem þótti ósiðlegt og jafnvel ólöglegt í grísku samfélagi. Þessi hegðun guðanna gæti verið ætluð til skemmtunar fyrir fylgismenn þeirra, þarsem mannlegir brestir væru ýktir úr hófi fram, en einnig er mögulegt að guðirnir hafi átt að vera víti til varnaðar. í mörgum ólæsum trúarsamfélögum í Afríku og á meðal indíána, gegndu minniháttar 1 Þessi grein er iítillega breytt ritgerð sem skrifuð var í námskeiðinu (mynd karlmennsku, vorið 2003 hjáÁsdísi Egilsdóttur. 2 Holtsmark 1982b, bls. 150. 3 Sami 1982a, bls. 325. 100 goðmögn, líkt og nornir og seiðkarlar ákveðnu hlutverki til að halda uppi siðferði. Þau voru neikvæðar fyrirmyndir, sýndu eigingirni og óvild öfugt við það sem góðir samfélagsþegnar gerðu og fengu almenning þannig til að hegða sér á viðtekinn hátt.4 Ergi Lýsingarorðin argur, ragur, nafnorðin ergi, regi og sagnorðið að ergjast, voru mjög niðurlægjandi orð á íslandi, aðallega þegar þeim var beint að körlum. Grunnmerking þeirra er kynferðisleg og gefurtil kynna þá tilhneigingu karlmanna að vera fúsir til að gegna kvenhlutverki í ástarleik með öðrum karlmanni en ergi kvenna felst aðallega í fjölveri. Önnur merking orðanna er fjölkunnugur, það að stunda seið virðist hafa falið í sér kynferðislega verknaði og það að fara yfir forboðin mörk, til dæmis með því að karlmenn komu fram í kvengervum. Fjölkynngi var bönnuð í hinni kristnu miðaldakirkju, svo það er ekki skrýtið að seiður og kynferðisleg öfughneigð skuli skilgreind sem eitt og hið sama. Þriðja og mikilvægasta merking orðanna ragur og argur er að vera huglaus eða ókarlmannlegur í siðferðislegum skilningi. Þessi merking er líka leidd af hinni kynferðislegu, sá maður sem er tilbúinn til að vera undir öðrum manni kynferðislega mun líka bíða lægri hlut í öðrum málefnum. Hugleysisþýðingin er sú sem oftast er notuð í bókmenntalegu níði, það að vera í þolandahlutverki5 í samkynhneigð stendur svo nálægt hugsun um siðleysi almennt. Kynferðisleg vísun er því ekki alltaf innihald níðsins, þótt það líti þannig út, heldur er oft um að ræða yfirfærslu.6 Til þess að hægt sé að tengja saman kynferði og siðferðishugmyndir verður andstæðan milli þess karllega og þess kvenlega að vera skýr, þannig 4 Green 1987, bls. 102. 5 i þessart ritgerð verða notuð hugtökin gerandi og þolandi sem þýðing á orðunum aktiv og passiv. 6 Meulengracht Sorensen 1980, bls. 22-24.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Mímir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.