Mímir - 01.06.2005, Qupperneq 119
Heiðarvígasögu.
Á seinni tímum nýtur þetta minni þó ekki mikilla
vinsælda hér í landi. Sögur af gerðinni AT 500 eru
skráðar fjórar á íslandi.13 Þar af er aðeins ein um
tröll við byggingarvinnu (hinar sögurnar snúast um
að konum er hjálpað við spuna, smalamennsku og
lærdóm). Það er sagan um kirkjusmiðinn á Reyni í
safni Jóns Árnasonar.14 Hún segir frá bónda sem
átti að byggja kirkju en var seinn með timbrið og
þurfti að þiggja hjálp aðkomumanns til að kirkjan
yrði tiibúin fyrir veturinn. Smiðurinn viidi fá nafn sitt
í laun eða barn bóndans. Vísan sem bóndinn heyrir
á eileftu stundu er líka kveðin í hól við barn og er
aðeins tvær línur:
(10) Senn kemur hann Finnur faðir þinn frá Reyn
með þinn litla leiksvein.
Hér er leikurinn til þess gerður af hálfu
huldufólksins að fá félagsskap fyrir barn sitt.
Vætturin vill ekki augu bóndans og blái þráðurinn
kemur ekki við sögu. Hann er ekki heldur í vísum
í öðrum skandínavískum kirkjusmiðssögum sem
ég hef komist yfir. Þetta er að vísu sagt með
þeim fyrirvara að torvelt er að komast yfir allar
útgáfur af þjóðsögum, sögnum og ævintýrum
á Norðurlöndum, hvað þá óútgefið efni bæði
frá meginlandinu og eyjunum, þ.m.t. íslandi og
Færeyjum, og að rannsókninni er ekki fulllokið.
Þó er áhugavert að í kringum þetta litla þulubrot
er tvennt í senn sem virðist aðeins hafa varðveist
á íslandi og í Færeyjum, þ.e. minnið um bláa
þráðinn og Kvæði af Margrétu og Eilíf sem nefnt
var hér að ofan. En blái þráðurinn hefur gegnt
sínu hlutverki í þessari athugun, þ.e. bent okkur
á söguna um st. Laurentius í Lundi. Þessi saga,
sem er skyld íslensku sögunni um kirkjusmiðinn á
Reyni (þótt róta þessa skyldleika beri e.t.v. að leita
í fjarlægri fortíð), getur fyrir sitt leyti skýrt hvernig
blái þráðurinn, sem bregður einnig fyrir í sögunni í
Færeyjum, tengist Lundúna(r)kvæði í íslenskri þulu.
Ekki er fráleitt að gera ráð fyrir því að á einhverju
stigi í munnlegri geymd hafi slegið saman tveimur
textum þar sem (virðast) koma fyrir fjærlæg lönd,15
13. Sbr. Aame, Thompson 1961, bls. 168, nánar í grein
Aðalheiðar Guðmundsdóttur 2003.
14. Islenzkar þjóðsögur og ævintýri I, bls. 57-58. Þar er hún
flokkuð sem goðfræðisaga, undirflokkurinn „álfar“.
15. Það er með öllu óvist að Lundúna(r)kvæði Bjarna (skrifað
hér á þennan hátt vegna mismunandi ritunar í ýmsum
heimildum og fyrri ritum; oftar þó Lundúnakvæði) tengist
Lundúnarborg í Englandi á nokkurn hátt. Snemma (eða á
19. öld) varð sú skoðun vinsæl að Bjarni hafi ort kvæðið um
bæinn England í Lundarreykjadal, sbr. m.a. Hallfreð ðrn
Eiríksson (1958, bls. 40) sem byggir sína umfjöllun á orðum
Gísla Konráðssonar. Lundur hefur lengi verið höfuðból
f Lundarreykjadal og getur hann einnig hafa tekið þátt í
sem hljóma líkt, þ.e. sögunni um dómkirkju í Lundi
(frekar en Lundúnum) og Lundúna(r)kvæði.
Hér er þó enn að mörgu að huga. Til dæmis
er þulubrotið í Færeyjum til bæði á færeysku og
dönsku og danska afbrigðinu var í sumum tilfellum
skotið inn í sögu sem var annars sögð á færeysku
(sbr. föðurafa Turiðar). Það er alls ekki óalgengt að
færeyska og danska blandist saman í færeyskum
alþýðukveðskap. Forvitnilegt er þó að vísan barst
til Færeyja í dönskulegum búningi, þótt sagan sé
um st. Laurentius í Lundi í Svíþjóð, en hins vegar
hef ekki ég orðið vör við dönsku eða norsku útgáfu
sögunnar í Færeyjum, þá sem fjallar um st. Ólaf í
Þrándheimi og var enn vinsæl á Norðurlöndum á
19. öld skv. von Sydow. Það er einkum einkenni-
legt vegna þess að Færeyjar hafa lengi verið hluti
danska ríkisins og mestu samskiptin hafa einmitt
verið milli Danmerkur og Færeyja.
Sagan um kirkjusmiðinn og minnið um bláa þráð-
inn eru bæði til á íslandi en þó hvor í sínu lagi. Ég
hef áður nefnt ástæðu fyrir því að vísan með bláa
þræðinum er ekki I íslenskri útgáfu sögunnar: huldu-
fólkið vildi fá barn bóndans en ekki augu hans. Svo
virðist einnig vera að aðeins blái þráðurinn hafi
komist til íslands en ekki vísan í heild, a.m.k. hef ég
ekki rekist á hana hér í landi. Með tilliti til þess þykir
ósennilegt að blái þráðurinn hafi komið til l’slands
ásamt því afbrigði af sögunni þar sem vísan var til
staðar en bæði það afbrigði og upphaf vísunnar
hafi síðan gleymst og blái þráðurinn einn varðveist í
íslenskum þulum.
Getur þá verið blái þráðurinn hafi borist hingað
með einhverri þulu eða þulubroti? Þuluhefðin
var lengi sterk á Norðurlöndunum, sérstaklega
í Færeyjum og Noregi. Einkum er svipur með ís-
lenskum og færeyskum þulum. Margt af færeysku
efni, einkum í bundnu máli, hefur komið til íslands í
aldanna rás, m.a. viðlög og vísur og ýmis Ijóðabrot.
Þá er líka athyglisvert að einmitt síðustu línur vís-
unnar, þær sem hafa að geyma bláa þráðinn, voru
helst fluttar á færeysku. Því er alls ekki ólíklegt
að minnið um bláa þráðinn hafi borist til okkar frá
meginlandinu með viðkomu I Færeyjum, þótt sá
stóri munur sem er á þeim afbrigðum sögunnar,
sem hafa varðveist á íslandi og í Færeyjum, útiloki
Færeyjar sem hugsanlegan millilendingarstað
sögunnar í heild á leið frá meginlandinu. í þessum
efnum er þó allt ósannað. Hitt virðist Ijóst, a.m.k.
þangað til annað kemur á daginn, að án vísnanna
sem fundust í Færeyjum, væru merkingartengsl I
íslensku þulubrotunum glötuð fyrirflestum nútíma-
manninum.
En snúum okkur aftur að bláa þræðinum og
merkingu hans. í færeysku vísunni segir að kirkju-
smiðurinn ætli að koma með augu st. Laurentiusar
„drigin upp á ein bláan tráð“. Hér opnast loks
umræddum samslætti.
117