Mímir - 01.06.2005, Side 127

Mímir - 01.06.2005, Side 127
það að u-hljóðvarp sé virk hljóðkerfisregla í nútímamáli. Á hinn bóginn myndi líklegast vandast nokkuð málið hjá þeim þegar kemur að myndunum sandugur og hlandugur sem komu fyrir í um helmingi tilvika og ekki gott að spá fyrir um hugsanlegar skýringar á þeirri „undantekningu frá reglunni"! Þeir sem ekki fallast á rök um virkni u- hljóðvarpsins kímdu líklegast og segðu að einmitt sú staðreynd að aðeins helmingur þátttakenda hafi þá máltilfinningu að a : ö-víxl eigi heima í þessum orðmyndum og jafnstór hópur hafi tilfinningu fyrir því að svo ætti ekki að vera, styðji einmitt þær skoðanir að u-hljóðvarp sem virk hljóðkerfisregla sé ekki fyrir hendi í málinu. Ef svo væri kæmu slíkar tvímyndir alls ekki upp. Þeir myndu þannig telja að a : ö-víxlin væru í hæsta máta eðlileg út frá beygingar- og orðmyndunarlegum reglum sem fyrir eru í málinu og það skýrði val sumra málhafanna. Hvað hinn hópinn áhrærir sem valdi sandugur - hlandugur bentu þær orðmyndir til allt annarrar máltilfinningar sem ekki væri auðvelt að fullyrða um. Ekki væri hægt að búast við því að morfemaskil á milli stofns og viðskeytis gætu af einhverjum ástæðum verið sterkari í huga síðarnefnda hópsins, og því orkað sem hömlur á hin beygingarlegu víxl. En aðalatriði málsins hlýtur að vera það að athugun sem þessi sýndi ótvírætt fram á að virkni u-hljóðvarps í nútímamáli á ekki við rök að styðjast. 5. Lokaorð Hér hefur verið fjallað um u-hljóðvarp og tengsl þess við nútímamálið. Engum blöðum er um það að fletta að a : ö-víxlin eru mjög algeng í íslensku, hvort sem um er að ræða beygingu, orðmyndun, nýyrði eða tökuorð. Hitt er einnig Ijóst að víða verða slík víxl alls ekki í orðum eða orðhlutum þar sem þeirra mætti vænta og ekki virðast ástæður þess alltaf liggja Ijósar fyrir. Sjónum hefur hér einkum verið beint að tveimur grundvallarspurningum um u-hljóðvarpið: þ.e. annars vegar hvort líta beri á það sem hljóðkerfislega eða beygingarlega skilyrt og hins vegar hvort u-hljóðvarpsreglan sé virk í nútímamáli. Af því sem nú hefur verið rakið má sjá að skoðanir eru greinilega mjög skiptar um það hver tengsl u-hljóðvarps við nútímamálið séu. Einkum hafa tvenns konar andstæð sjónarmið komið fram sem í stuttu máli snúast um þetta: I. Um virka hljóðkerfisreglu er að ræða í nútímamáli enda eru hin algengu víxl a : ö í málinu talandi dæmi um þetta sívirka hljóðferli. Meginreglan er greinilega sú að a breytist í ö þegar u kemur í næsta atkvæði á eftir. Þess ber þó að gæta að þetta u má ekki vera innan saman morfems og einnig verður að hafa í huga í þessu sambandi að mörk myndana eru missterk þannig að stundum hindra þau verkun u í næsta atkvæði. Sömu víxl, a : ö, má einmitt sjá í nýyrðum og tökuorðum sem lúta þessum sömu lögmálum hinnar virku hljóðkerfisreglu. Karlkynsnafnorð og -lýsingarorð í nefnifalli virðast í fyrstu þverbrjóta þessa reglu en skýringin er sú að yfirborðsmynd endingarinnar -ur í slíkum dæmum er leidd af baklægu r-i. Það er því ekki svo að u sé í grunnformi slíkra orða eins og virst gæti við fyrstu sýn heldur er því skotið inn á milli rótaratkvæðis og baklægs -r með u-innskotsreglunni. U-innskotið verkar á eftir u-hljóðvarpi og u-hljóðvarpið er því fallið úr gildi þegar innskots-u-ið kemur til sögunnar. U-innskot í endingu er því virk samtímaleg hljóðkerfisregla í nútímamáli eins og u-hljóðvarpið. II. Engan veginn er hægt að líta svo á að u- hljóðvarp sé virk hljóðkerfisregla í nútímamáli. Benda má á þungvæg gagnrök þegar litið er til orða eins og maður og grannur þar sem engin hljóðvarpsvíxl verða. Að u-innskot sé virk hljóðkerfisregla eins og u-hljóðvarp stenst ekki og skýrir því ekki hvers vegna ekki verða u- hljóðvarpsvíxl í slíkum orðum. Hið forna, sögulega u-hljóðvarp getur ekki lengur verið að verki sem virkt, eðlilegt hljóðferli í málinu. Tími þess er liðinn og leita verður annarra samtímalegra skýringa á þessum algengu hljóðavíxlum í málinu. í nútímamáli eru slík víxl orðin hluti af hljóðafari íslenskunnar, beygingarmynstur þar sem skiptast á a og ö eru frjó í málinu. Þannig má segja að íhaldssemi beygingarmynstursins verði til þess að hið eðlilega, forna hljóðferli varðveitist. Ekki er því hægt að segja að u-hljóðvarp sé virk hljóðkerfisregla í nútímamáli heldur er um hljóðbeygingarreglu að ræða, víxlin eru morfófónemísk. Það er ekki heldur eðlilegt að gera ráð fyrir tvenns konar u-hljóðvarpi, þannig að hljóðkerfislegt u-hljóðvarp skýri t.d. víxl a : ö í orði eins og börnum en beygingarlegt hljóðvarp skýri víxl a : ö í börn. Þvert á móti hlýtur í báðum tilvikum að vera um hljóðbeygingarlegar ástæður víxlanna að ræða. ( umfjölluninni hér um u-hljóðvarpið og tengsl þess við nútímamálið er víst að margt sem máll skiptir í því sambandi hefur verið látið órætt enda um margslungið mál að ræða. Sýnt hefur verið fram á lífleg skoðanaskipti fræðimanna þar sem tekist er á um veigamikil grundvallarsjónarmið um u-hljóðvarpið. Athugun sem ég gerði á orðmyndun tólf málhafa bendir til þess að fólk hafi mjög mismunandi tilfinningu fyrir u-hljóðvarpsvíxlum. Helmingur þátttakenda myndaði orðin sandugur: hlandugur og helmingur myndaði orðin söndugur : hlöndugur. Ekkert í þeirri athugun virðist mér benda til þess að rétt sé að gera ráð fyrir virkri hljóðkerfisreglu. 125
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Mímir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.