Mímir - 01.06.2005, Blaðsíða 138
I Kópavogi eru nú fimm nöfn í þessum flokki, öll
íslensk. I Hafnarfirði var eitt nafn í flokknum.
4.4. Atvinnuheiti
Hlutfall nafna með atvinnuheitum
Samtals Reykjav. Kópav. Hafnarfj.
Nöfn í þessum flokki árið 1961 voru 62. Dæmi um
nöfn eru Kúlulegusalan, Matvælabúðin, Fiskbúðin
og Nýja hárgreiðslustofan.
Árið 2001 voru 56 nöfn í þessum flokki. Sem
dæmi má taka nöfn eins og Lyfja, ís-inn, Tékk-
Kristall og Gallabuxnabúðin.
í Reykjavík árið 1961 var þessi flokkur
næststærstur, innihélt 42 nöfn. í Kópavogi var þessi
flokkur annar af tveimur minnstu flokkunum, innihélt
aðeins þrjú nöfn. í Hafnarfirði voru 17 nöfn í þessum
flokki.
Flokkurinn var einnig næststærstur í Reykjavík
árið 2001. Þá innihélt hann 32 nöfn. í Kópavogi
voru 19 nöfn í þessum flokki. í Hafnarfirði var þessi
flokkur stærstur árið 2001, hann innihélt 12 nöfn.
4.5 Náttúrunöfn
Hlutfall náttúrunafna
Samtals Reykjav. Kópav. Hafnarfj.
Árið 1961 var þessi flokkur minnstur, innihélt
aðeins 6 nöfn. Nöfnin sem voru í þessum flokki
árið 1961 eru Bókaútgáfan Snæfell, Lótusbúðin,
Bifreiðaverkstæðið Múli, Efnalaugin Lindin,
Fatagerðin Burkni og Flugan.
Eins og áður var þessi flokkur ennþá sá minnsti
árið 2001, hann innihélt þá níu nöfn. Sem dæmi má
nefna nöfn eins og Brim, Tiger, Nanoq og Sand.
í Reykjavík 1961 innihélt þessi flokkur 4 nöfn, í
Hafnarfirði er þessi flokkur annar tveggja minnstu
flokkanna, með tvö nöfn. í Kópavogi var ekkert nafn
í þessum flokki.
Árið 2001 eru sjö nöfn í flokknum í Reykjavík,
þar af þrjú erlend nöfn. í Kópavogi var eitt nafn
í þessum flokki og sömu sögu er að segja frá
Hafnarfirði.
4.6 Erlend nöfn
Hlutfall erlendra nafna
Samtals Reykjav. Kópav. Hafnarfj.
í þessum flokki voru 14 nöfn árið 1961. Dæmi um
nöfn úr þessum flokki eru Kemikalia, Trans-Ocean
Brokerage & Co., Vibro og Hárgreiðslustofan Viola.
Árið 2001 var þessi flokkur orðinn sá stærsti,
með 77 nöfn. Dæmi um nöfn frá 2001 eru Top man,
Port City Java, Miss Selfridge og Whittard.
Árið 1961 innihélt flokkurinn níu nöfn í Reykjavík.
í Kópavogi voru þrjú nöfn í þessum flokki og í
Hafnarfirði innihélt flokkurinn tvö nöfn.
Árið 2001 var þessi flokkur sá stærsti í Reykjavík,
hann innihélt 55 nöfn. í Kópavogi var flokkurinn
einnig stærstur, þar voru 26 nöfn. í Hafnarfirði var
flokkurinn sá þriðji stærsti, þar innihélt hann þrjú
nöfn.
5. Lokaorð
í þessari grein hefur verið gerð grein fyrir sögu
íslenskra fyrirtækjanafna á 20. öld. Formleg
skráning á fyrirtækjum hófst þegar Alþingi setti
lög um verslanaskrár, firmu og prókúruumboð árið
136