Mímir - 01.06.2005, Page 140

Mímir - 01.06.2005, Page 140
Starfsannáll Mímis Veturinn 2004-2005 Höfundur Þórgunnur Oddsdóttir Á aðalfundi Mímis þann 6. apríl 2004 var kjörin sú stjórn sem fór með völd skólaárið 2004-2005. Hana skipuðu: Lára Kristín Unnarsdóttir formaður, Sigurrós Eiðsdóttir gjaldkeri, Þórgunnur Oddsdóttir ritari og María Björk Guðmundsdóttir meðstjórnandi. Á haustfundi Mímis í september 2004 var kosið í þau embætti sem ekki tókst að manna á aðalfundinum og þar var Oddur Ástráðsson kosinn nýnemafulltrúi í stjórn. Þessi fríði flokkur gengur í daglegu tali undir nafninu Mímismafían og hefur ráðið lögum og lofum í félagslífi íslenskunema í vetur. Stjórnin byrjaði veturinn með trompi og bauð ísienskunemum upp á skúffuköku og mjólk í anddyri Árnagarðs fyrsta skóladaginn. Þessi leikur var sérstaklega til þess failinn að lokka nemendur í félagið og heppnaðist bragðið ágætlega því 50 limir skráðu sig. Þetta var ekki það eina sem var í boði í nýnemavikunni því á öðrum kennsludegi var boðið upp á skoðunarferð um leyndardóma Árnastofnunar þar sem kuklið í kjallaranum var dregið fram í dagsljósið. Nýnemavikan endaði svo með látum föstudaginn 10. september en þá var farið í hina árlegu ferskmennagöngu og nýnemar í íslenskuskor boðnir velkomnir í skólann með viðeigandi hætti. Ferskmennin mættu í Árnagarð þar sem stjórnin tók á móti þeim með bjór í bréfpoka og kenndi þeim að þekkja helstu kennileiti í Árnagarði og á Háskóiasvæðinu. Gangan endaði niðri í bæ, nánar tiltekið á Prikinu, þar sem eldri nemar biðu og fjörið hélt áfram fram á rauða nótt. Laugardaginn 2. október mættu íslenskunemar hressir og kátir fyrir utan Árnagarð og lögðu í hina árlegu haustferð. Ferðin var á menningarlegum nótum og byrjuðum við á því að heimsækja hús skáldsins að Gljúfrasteini. Þar var vel tekið á móti okkur og við fengum leiðsögn um húsið og nánasta umhverfi. Að því loknu skunduðum við á Þingvöll að hætti forfeðranna og nutum haustblíðunnar þar. Veðrið var ágætt, stillt og skýjað og Þingvellir skörtuðu sínu fegursta. Við skoðuðum safnið í þjónustumiðstöðinni, röltum um Aimannagjá og stilltum okkur upp fyrir myndatöku við Öxarárfoss. Þegar hungrið var farið að segja til sín (og það sagði snemma til sín því sumir höfðu ekki vit á að taka með sér nesti) voru grillgræjurnar teknar fram og útilegustemmingin tók völdin. Stjórnin grillaði pyisur sem sumir vildu kalla pulsur (í næstu ferð verða grillaðar lambasneiðar til að komast hjá slagsmálum) og var öllu skoiað niður með íslensku brennivíni að gömlum sið. Gítarinn góði var að sjálfsögðu með í för, hann var tekinn fram þegar líða fór á daginn og fagur söngur íslenskunema ómaði um Þingvallasveitina. Að lokum var haldið í bæinn og var Sigurrós gjaldkeri svo væn að bjóða öllum heim tii sín svo stuðið gæti haldið áfram. Þann 6. nóvember héldu Mímisliðar í skálaferð. Að þessu sinni var gist í Alviðru í Ölfusi og þótt hópurinn væri ekki stór var fjörið mikið. Gríðarleg rigning kom í veg fyrir að stjórnin gæti sýnt grillhæfileika sína og í staðinn var framreiddur matur innandyra enda stórt og gott eldhús á staðnum. Aiviðra er hús Landverndar og þar er oft tekið á móti skólahópum. í hillu í stofunni fundum við möppu með alls konar leikjahugmyndum fyrir grunnskólabörn og gleðin var ólýsanleg þegar í Ijós kom að þar var að finna leiðbeiningar fyrir málfræðileiki. Yfir matnum var því farið í málfræðileiki sem vöktu bæði kátínu og keppnisanda. Þegar leið á kvöldið fóru leikirnir hins vegar að breytast. Einhverjum fannst sniðugt að búa til ógeðisdrykk og neyða aila til að drekka af honum (já, sjónvarpið hefur líka áhrif á þroskaða og vel gefna háskólanema), öðrum fannst upplagt að gera fimleikaæfingar í garðinum og einhverjir Ijóstruðu upp sínum dýpstu leyndarmálum í vafasömum leikjum þar sem bannað var að Ijúga eða draga undan. Að lokum sofnuðu allir í einni flatsæng á gólfinu og vöknuðu (mis)hressir morguninn eftir. Þegar búið var að skúra og pakka saman var farið í sund í Hveragerði og svo heim að læra því námið tekur jú líka sinn tíma. 138
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Mímir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.