Læknaneminn - 01.04.2018, Page 24
R
itr
ýn
t e
fn
i
24
Inngangur
Hér er fjallað um sjúkling sem leitar á bráða
móttöku vegna dofa og máttleysis í neðri
útlimum. Sjúkdómsgreiningin er ekki tekin
fram í upphafi til að hvetja lesendur til að
íhuga mismunagreiningar og næstu skref.
Þar á eftir er fræðileg umræða þar sem fjallað
er um sjúkdóminn, faraldsfræði, greiningu
og meðferð.
Sjúkrasaga
45 ára hraust kona leitaði til heimilislæknis
vegna dofa og máttleysis í fótum. Máttleysi í
fótum byrjaði skyndilega að morgni komudags
en þegar hún steig fram úr rúminu þá fannst
henni vinstri fóturinn gefa sig. Þann dag var
hún hálfhaltrandi, einkennin ágerðust þegar
leið á daginn og hún fór einnig að finna fyrir
máttleysi í hægra hné. Sama dag fann hún
einnig fyrir skrýtinni tilfinningu í fingrum
og fótum („eins og hún gengi á púða“).
Taugaskoðun heimilislæknis var eðlileg og
einkenni talin vera aukaverkanir noretísterón
(Primolut®) sem hún hafði nýlega byrjað að
taka. Næsta dag var hún orðin svo máttfarin
að hún „seig í jörðina“ þegar hún var að stíga
upp á pall. Hún leitaði á bráðamóttöku og
gekk þangað með aðstoð eiginmanns. Þar
lýsti hún náladofa í höndum og fótum sem
breiddist upp að olnboga og á mið læri beggja
vegna á fjórum til fimm dögum. Daginn
sem einkennin byrjuðu komst hún sjálf milli
herbergja en þó með erfiðismunum. Á þriðja
degi komst hún ekki úr rúmi og yfir í stól
nema með aðstoð tveggja og þá var hún einnig
með lokbrá (e. ptosis) beggja vegna. Hún átti
erfitt með að hreyfa sig í rúminu og gat ekki
beitt höndum til þess. Hún gat notað hendur
til þess að senda smáskilaboð á síma en hún
gat ekki borðað með hnífapörum. Ekki voru
merki um truflanir í ósjálfráða taugakerfinu
(e. dysautonomia) og hvorki voru hjarta né
lungnaeinkenni.
Tveimur vikum áður en máttleysið byrjaði
var hún með staðfesta Campylobacter jejuni
sýkingu með niðurgangi og hita sem gekk yfir
á nokkrum dögum. Konan var heilsuhraust en
með vanvirkan skjaldkirtil og á levótýroxín
natríum (Levaxin®) lyfjameðferð. Ekki var
saga um hálsáverka eða langvarandi hálsverki.
Skoðun við komu á bráðamóttöku
Á öðrum degi einkenna voru lífsmörk eðlileg.
Konan var með fulla meðvitund og áttuð á
stað, stund og eigin persónu. Væg lokbrá var
vinstra megin en engin önnur einkenni frá
heilataugum eins og kyngingarerfiðleikar eða
andlitslömun. Kraftar í útlimum voru eðlilegir
við komu. Sinaviðbrögð í hnjám voru ekki til
staðar og voru dauf í hælsinum. Snertiskyn var
skert á höndum og í fótum upp að hnjám en
stunguskyn var eðlilegt. Ekki var tekið fram
hvort stöðuskyn eða Babinski svar hafi verið
athugað. Hjarta og lungnaskoðun var án
athugasemda.
Rannsóknir
Almennar blóðprufur voru eðlilegar. Mænu
ástunga var gerð á öðrum degi og mænuvökvi
var eðlilegur (Tafla I). Tauga og vöðvarit
í legu var eðlilegt.
Greining og meðferð
Einkenni sjúklings samrýmast GuillainBarré
heilkenni (e. Guillain-Barré syndrome, GBS)
og ekkert bendir sérstaklega til annarrar
Miðaldra kona
með dofa og
vaxandi máttleysi
Steinunn Birna Sveinbjörnsdóttir
læknanemi á fimmta ári 2017-2018
Anna Stefánsdóttir
læknir
Elías Ólafsson
sérfræðingur í taugalækningum og yfirlæknir
á taugalækningadeild Landspítala
Tafla I. Mænuvökvi á öðrum degi eftir upphaf einkenna
Rannsókn Eining Mælt gildi Viðmiðunargildi
Prótein mg/dL 40 2040
Glúkósi mg/dL 66 4580
Hvít blóðkorn per/mm3 0 05
Rauð blóðkorn per/mm3 137* 010
*Líklega stungublæðing.