Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.2018, Qupperneq 24

Læknaneminn - 01.04.2018, Qupperneq 24
R itr ýn t e fn i 24 Inngangur Hér er fjallað um sjúkling sem leitar á bráða­ móttöku vegna dofa og máttleysis í neðri útlimum. Sjúkdómsgreiningin er ekki tekin fram í upphafi til að hvetja lesendur til að íhuga mismunagreiningar og næstu skref. Þar á eftir er fræðileg umræða þar sem fjallað er um sjúkdóminn, faraldsfræði, greiningu og meðferð. Sjúkrasaga 45 ára hraust kona leitaði til heimilislæknis vegna dofa og máttleysis í fótum. Máttleysi í fótum byrjaði skyndilega að morgni komudags en þegar hún steig fram úr rúminu þá fannst henni vinstri fóturinn gefa sig. Þann dag var hún hálfhaltrandi, einkennin ágerðust þegar leið á daginn og hún fór einnig að finna fyrir máttleysi í hægra hné. Sama dag fann hún einnig fyrir skrýtinni tilfinningu í fingrum og fótum („eins og hún gengi á púða“). Taugaskoðun heimilislæknis var eðlileg og einkenni talin vera aukaverkanir noretísterón (Primolut®) sem hún hafði nýlega byrjað að taka. Næsta dag var hún orðin svo máttfarin að hún „seig í jörðina“ þegar hún var að stíga upp á pall. Hún leitaði á bráðamóttöku og gekk þangað með aðstoð eiginmanns. Þar lýsti hún náladofa í höndum og fótum sem breiddist upp að olnboga og á mið læri beggja vegna á fjórum til fimm dögum. Daginn sem einkennin byrjuðu komst hún sjálf milli herbergja en þó með erfiðismunum. Á þriðja degi komst hún ekki úr rúmi og yfir í stól nema með aðstoð tveggja og þá var hún einnig með lokbrá (e. ptosis) beggja vegna. Hún átti erfitt með að hreyfa sig í rúminu og gat ekki beitt höndum til þess. Hún gat notað hendur til þess að senda smáskilaboð á síma en hún gat ekki borðað með hnífapörum. Ekki voru merki um truflanir í ósjálfráða taugakerfinu (e. dysautonomia) og hvorki voru hjarta­ né lungnaeinkenni. Tveimur vikum áður en máttleysið byrjaði var hún með staðfesta Campylobacter jejuni sýkingu með niðurgangi og hita sem gekk yfir á nokkrum dögum. Konan var heilsuhraust en með vanvirkan skjaldkirtil og á levótýroxín­ natríum (Levaxin®) lyfjameðferð. Ekki var saga um hálsáverka eða langvarandi hálsverki. Skoðun við komu á bráðamóttöku Á öðrum degi einkenna voru lífsmörk eðlileg. Konan var með fulla meðvitund og áttuð á stað, stund og eigin persónu. Væg lokbrá var vinstra megin en engin önnur einkenni frá heilataugum eins og kyngingarerfiðleikar eða andlitslömun. Kraftar í útlimum voru eðlilegir við komu. Sinaviðbrögð í hnjám voru ekki til staðar og voru dauf í hælsinum. Snertiskyn var skert á höndum og í fótum upp að hnjám en stunguskyn var eðlilegt. Ekki var tekið fram hvort stöðuskyn eða Babinski svar hafi verið athugað. Hjarta­ og lungnaskoðun var án athugasemda. Rannsóknir Almennar blóðprufur voru eðlilegar. Mænu­ ástunga var gerð á öðrum degi og mænuvökvi var eðlilegur (Tafla I). Tauga­ og vöðvarit í legu var eðlilegt. Greining og meðferð Einkenni sjúklings samrýmast Guillain­Barré heilkenni (e. Guillain-Barré syndrome, GBS) og ekkert bendir sérstaklega til annarrar Miðaldra kona með dofa og vaxandi máttleysi Steinunn Birna Sveinbjörnsdóttir læknanemi á fimmta ári 2017-2018 Anna Stefánsdóttir læknir Elías Ólafsson sérfræðingur í taugalækningum og yfirlæknir á taugalækningadeild Landspítala Tafla I. Mænuvökvi á öðrum degi eftir upphaf einkenna Rannsókn Eining Mælt gildi Viðmiðunargildi Prótein mg/dL 40 20­40 Glúkósi mg/dL 66 45­80 Hvít blóðkorn per/mm3 0 0­5 Rauð blóðkorn per/mm3 137* 0­10 *Líklega stungublæðing.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.