Læknaneminn - 01.04.2018, Side 25

Læknaneminn - 01.04.2018, Side 25
R itr ýn t e fn i 25 skýringar, svo sem annarrar orsakar bráðs fjöltaugameins eða sjúkdóms í hálsmænu. Einkennandi fyrir GBS er eðlilegur mænuvökvi í byrjun, vaxandi máttleysi og sinaviðbragðsleysi (e. areflexia) ásamt vægari skyntruflunum. Strax á öðrum degi einkenna var hafin meðferð með ónæmisglóbúlínum (e. immunoglobulin, IVIg) í æð sem hún fékk í fimm daga. Gangur í legu Á öðrum degi einkenna fóru einkenni versnandi og hún var lögð inn á gjörgæslu til frekara eftirlits vegna hraðs framgangs sjúkdómsins. Þar var sérstaklega fylgst með mögulegri öndunarbilun sem hún fékk ekki. Hún fékk meðferð með IVIg og fljótlega eftir gjöf þeirra fóru einkennin að ganga til baka. Á sjötta degi gekk hún fyrst með göngugrind og þá inn á klósett og til baka. Daginn eftir gekk hún með göngugrind eftir ganginum. Á áttunda degi gekk hún eftir ganginum með aðstoð einnar manneskju en þurfti þó tölu­ verðan stuðning. Á níunda degi út skrifaðist hún heim. Við útskrift var kraftur ekki kominn að fullu í fætur né hendur en þó það mikill að hún gat bjargað sér með aðstoð eiginmanns. Enn var væg lokbrá til staðar og skyntruflanir á höndum og fótum. Sinaviðbrögð voru ekki til staðar í neðri útlimum. Gangur eftir útskrift Tæpum þremur vikum eftir upphaf ein kenna kom hún í eftirfylgd á göngudeild tauga­ lækninga. Þá gekk hún örlítið breiðspora og óörugg en án aðstoðar. Örlítil kraftminnkun var í nærlægum (e. proximal) útlimum. Sina­ viðbrögð fengust í handleggjum beggja vegna en sinaviðbrögð í hnjám og ökklum náðust ekki fram. Einnig var skert snertiskyn á höndum og neðan hnés (50­60% af eðlilegu snertiskyni). Stöðu­, titrings­ og stunguskyn var eðlilegt. Ekki var merki um klaufsku í höndum. Það voru vægar ósamhæfðar hreyfingar (e. ataxia) við hæl­hné próf beggja vegna. Gert var annað tauga­ og vöðvarit þremur vikum frá upphafi einkenna. Það sýndi töf í hreyfitaugungum dálkstaugar (e. peroneal nerve) og sköflungstaugar (e. tibial nerve). Auk þess var skertur leiðsluhraði í skyntauginni kálfataug (e. sural nerve). Í kjölfarið fór hún í endurhæfingu í átta vikur. Að þremur mánuðum liðnum var líkamleg geta að nálgast það sem var fyrir veikindi en hún fann enn fyrir talsverðri þreytu. Á þeim tíma hóf hún aftur störf sem félagsfræðingur. Fræðileg umræða Guillain­Barré heilkenni er úttaugamein sem hefur nokkrar birtingarmyndir og margar undirgerðir.1 Heilkennið er nefnt eftir frönsku taugalæknunum Guillain og Barré sem ásamt Strohl lýstu tveimur tilfellum árið 1916 þar sem hermenn misstu skyndilega mátt í útlimum með sinaviðbragðsleysi og hækkun á próteinum í mænuvökva. Einkennin gengu til baka án meðferðar.2 Guillain­Barré heil kenni orsakast af mótefnum sem ráðast á mýelín taugafruma eða í verri tilfellum sjálfar tauga­ frumurnar. GBS lýsir sér með hraðri þróun og einkenni ná oftast hámarki innan tveggja vikna eða að minnsta kosti innan fjögurra vikna. Einkennin eru rísandi (e. ascending) máttleysi, vægar skyntruflunir og skert sinaviðbrögð.3,4 Ef einkenni þróast á lengri tíma en átta vikum er líklegra að um Chronic inflammatory demyelinating polyradiculopathy (CIDP) sé að ræða.3 Guillain­Barré er algengasta orsök bráðs úttaugameins.5 Mikilvægt er að fylgjast vel með sjúklingum þar sem lífshótandi kvillar, sérstaklega öndunarbilun, geta átt sér stað.6,7 Sjúklingar eru yfirleitt heilbrigðir og ekki eru þekkt tengsl við sjálfsofnæmissjúkdóma eða aðra kerfissjúkdóma (e. systemic diseases).4 GBS er einfasa sjúkdómur, það er hann endurtekur sig ekki.3 Mismunandi gerðir af Guillain­Barré ráðast af því hvaða taugar eða hlutar tauga eiga í hlut.3 Gangur heilkennisins, einkennamynd og horfur eru mismunandi milli sjúklinga.7 Fyrsta undir tegundin sem var upp götvuð var Miller­ Fisher heilkenni (e. Miller-Fisher syndrome, MFS). Einkenni þess eru augnvöðvalömun (e. opthalmoplegia), ósamhæfðar hreyfi ngar og sina viðbragðs leysi, yfirleitt án mátt­ minnkunar.8 Miller­Fisher heilkenni er talið vera 5­10% GBS tilfella á Vesturlöndum. Miller­Fisher tilfelli geta þróast yfir í klassískt GBS.3 Algengasta tegund Guillain­ Barré á Vesturlöndum er Acute inflammatory demyelinating polyneuropathy (AIDP).3 Í Asíu og Mið­ og Suður Ameríku er algengasta undir tegundin Acute motor axonal neuropathy (AMAN)9 en AMAN er talið vera aðeins 5% tilvika á Vesturlöndum.10 Árlegt nýgengi í Bandaríkjunum er talið vera 1­2 á 100.000 íbúa.4 Ekki eru þekktar nýgengistölur á Íslandi. Meðalaldur við greiningu er 40 ár.3 Heilkennið er sjaldgæft í börnum7 og ekki verður fjallað um það sérstaklega hér. Guillain­Barré heilkenni kemur yfirleitt í kjölfar sýkingar, oftast meltingarfærasýkingar eða efri loftvegasýkingar. Algengasti þekkti sýkillinn er Campylobacter jejuni. Aðrir undanfarar eru til dæmis HIV­veira, cytomegaloveira, Ebstein­Barr veira og lungnabólga af völdum berfryminga (e. mycoplasma).4,5 Talið er að fjórðungur þeirra sem fái Guillain­Barré hafi sýkst af C. jejuni. AMAN hefur sérstaklega verið tengdur þeim sýkingum1,9,10 og mögulega verri horfum.10,11 Hins vegar verður að hafa í huga að aðeins einn af hverjum þúsund sem sýkjast af C. jejuni fá GBS.12 Einkenni Fyrstu einkenni í dæmigerðu GBS eru minnkaður kraftur í útlimum, einkum neðri. Dæmigerð einkenni GBS má einnig sjá í Töflu II. Sjúklingar finna oft fyrir dofatilfinningu á höndum og fótum en skyntruflanir eru yfirleitt litlar við skoðun. Bakverkir eru algengir og taldir stafa af bólgu í taugarótunum.4 Helstu einkenni í gangi GBS eru stigvaxandi máttleysi í útlimum beggja vegna ásamt því að sinaviðbrögð hverfa5 en það getur tekið allt að viku fyrir sinaviðbrögðin að minnka eða hverfa. Það er einkennandi fyrir GBS að sinaviðbrögð séu til staðar við upphaf einkenna en hverfi á fyrstu dögunum.3 Einnig geta sinaviðbrögð í efri útlimum verið áfram til staðar þrátt fyrir máttminnkun. Í nær öllum tilvikum hverfa sinaviðbrögð í neðri útlimum.7 Í allt að 25% tilvika eru einkenni frá öndunarvöðvum þannig að sjúklingar þurfi á öndunaraðstoð að halda.5 Í rúmlega helmingi tilfella GBS verða heilataugar fyrir áhrifum en þar er andlitslömun beggja vegna algengust, jafnvel talið vera hjá um það bil 70% sjúklinga. Augnlokavöðvinn verður tiltölulega sjaldan fyrir áhrifum eða aðeins í 5­10% tilvika.3,4,13 Truflanir í ósjálfráða taugakerfinu eru algengar en yfirleitt er um að ræða hraðtakt (e. tachycardia) og stundum hægtakt (e. bradycardia), sveiflukenndan blóðþrýsting, réttstöðuþrýstingsfall, takttruflanir eða svitamyndun. Um 5% sjúklinga finna fyrir breytingu á þvagi og/eða hægðum og getur það leitt lækna af sporinu þar sem það gæti bent til skemmda í mænu.3 Greining Mikið og hratt vaxandi máttleysi (fyrst og fremst í neðri útlimum) ásamt vægum skyntruflunum, er dæmigert fyrir GBS. Mikilvægasta staðfestingin á GBS greiningu getur verið að sýna fram á að sinaviðbrögð hverfi á fyrstu dögunum. Rétt er þá að hugleiða aðrar orsakir bráðs fjöltaugameins (e. acute polyneuropathy) en nokkrar mismunagreiningar eru í Töflu III. Mikilvægt er að fullvissa sig í upphafi um að ekki sé um bráðan sjúkdóm í hálsmænu að ræða. Einkenni frá hálsmænu vegna bólgu eða þrýstings geta komið fram sem vaxandi máttminnkun og dofi í útlimum. Ef minnsti grunur er um að einkennin geti
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.