Goðasteinn - 01.09.1998, Blaðsíða 25
Goðasteinn 1998
En verkamannaríkið, það er veruleiki þó.
Það vakir og það hlustar,
á bak við þetta vatn, sem nú býst í kvöldsins ró
nokkrum bœjarleiðum austar.
Og þaðan kemur höndin,
sem mun hefna hinna dauðu
og hefja hinaföllnu
og líkna hinum snauðu.
Þá rennur ykkar dagur! Hinir rauðu hanar gala!
Þá rístu áfætur, Sordavala!
Árið 1933 birtist í tímaritinu Iðunni
grein eftir séra Sigurð sem lengi verður
minnst, enda átti hún löngum eftir að
loða við hann, og efni hennar varð
honum lítt til framdráttar síðar meir, né
heldur margt fleira er frá honum kom,
og vitnaði síst um tryggð hans við
kirkju og kristindóm, en gerði hann í
augum almennings að trúníðingi og
guðlastara. Greinin bar byltingarkennt
nafn; „Farið heilar, fornu dyggðir".
Flana er einnig að finna í greinasafni
höfundar, „Líðandi stund" er út var
gefið 1938. Þar réðst hann að borgara-
legri trúrækni vestrænna þjóða sem
misþyrmt hefðu guðshugtakinu og not-
að Guð almáttugan í besta falli sem
fótaþurrku og afsökun fyrir ill verk
manna. Þá tók hann fyrir ættjarðarást-
ina sem hefði blindað augu almennings
í Evrópu síðan í frönsku stjórnarbylt-
ingunni 1789, og tók sem dæmi föður-
landsást Þjóðverja, sem þá var í örum
vexti, ríkulega nærð af hugmyndafræði
nasismans. Sigurður brá brandi sínum
að fleiri dyggðum í greininni. Má þar
nefna drottinhollustuna, sem hann kvað
vera þernu auðmagnseigendanna, en
þyrfti að breytast í hollustu og trúnað
við það „sem vitsmunir vorir hafa
kennt oss að sé rétt." Að síðustu hnýtti
Sigurður í þá dyggð sem hann taldi
eina þá hættulegustu, nefnilega „góð-
gerðasemina og afsprengi hennar, góð-
gerðastarfið." Taldi hann góðgerðastarf
ekki vera hina réttu leið til að hindra
böl fátæktar og þjáningar í heiminum,
heldur ættu þeir sem þjást og stríða
kröfu á hendur samfélaginu um kerfis-
breytingu, skipulagslega úrlausn, til að
fyrirbyggja bölið. Annað væri í reynd
ekkert annað en gælur við fátæktina og
eymdina í heiminum.
Dósentsmálið
I alþingiskosningunum 1937 féll
séra Sigurður út af þingi þar sem hann
hafði setið í 3 ár. Það sama haust var
hann skipaður dósent við guðfræði-
deild Háskólans í kjölfar mikilla deilna
milli deildarinnar og kennslumálaráð-
herra, sem þá var Haraldur Guðmunds-
son, lTokksbróðir Sigurðar. Kennarar
guðfræðideildar höfðu lagst mjög gegn
umsókn hans, og beitt öllum tiltækum
ráðum til að koma í veg fyrir að hann
-23-