Goðasteinn - 01.09.1998, Blaðsíða 92
Goðasteinn 1998
búin að dvelja 57 ár í Varmahlíð, tók
sig upp í kynnisför til dætra sinna
ríðandi upp á hesti um hávetur. Fyrst
kom hún að Ystaskála til Önnu dóttur
sinnar og dvaldi þar nokkrar nætur. Þar
rakst ég á hana í síðasta sinn, því það
var nærri jólum, virtist mér hún ennþá
furðu brött. Það kom þá að því að Irá,
sem er rétt fyrir utan Skála og þess
vegna á leiðinni að Hvammi, spilltist
svo hún varð illfær hestum. En Þóru
varð allt í einu svo mikið í mun að
komast út að Hvammi til Siggu sinnar,
að Jón Sveinbjarnarson dóttursonur
hennar, sem var bæði stór og sterkur,
tókst þann vanda á hendur að bera hana
yfir uppbólgna ána á milli skara. Hefur
hann sagt mér, að við það hafi hann
komist í mikla þrekraun, því að sú
gamla var ærið hnellin, þótt hún væri
ekki há í lofti. En honum tókst að koma
bæði henni og hestinum heilu og
höldnu yfir ána og þá var gatan greið út
að Hvammi.
Eftir að hún kom að Hvammi mætti
hún Sigurjóni, þar sem hún var á gangi
utanhúss og sagði við hann, að hún
hefði verið að gæta að, hvort hann ætti
nokkurn við í kistuna sína. En Sigurjón
var nú líkkistusmiður sveitarinnar eftir
föður sinn. Þóra hafði aldrei verið mál-
skrafskona um ævina, en nú vissi hún
líka vel hvað hún söng, því það leið
ekki á löngu að hún veiktist skyndilega
og var öll að mjög skömmum tíma
liðnum.
Virtist hún aðeins hafa komið til
þess að skila alföður önd sinni í hönd-
um sinnar elskulegu dóttur. Einmitt rétt
um þessar mundir fékk aldraður bóndi,
Jón Jóngeirsson, sem lengi hafði búið í
Vesturholtum skammt frá Hvammi og
ekki vildi yfirgefa sveit sína og flytja
til Eyja með fjölskyldu sinni að dvelja
sín síðustu ár þar, að deyja þar í hönd-
um þeirra Sigríðar og Sigurjóns. Hann
átti aðeins einn dýrgrip í eigu sinni,
sem var grár hestur. Með blindum aug-
um hafði honum margtekist að skrifa á
miða sem hann geymdi í koffortinu
sínu, að hún Sigríður ætti að eiga hann
Grána.
Þau hjónin voru sem að líkum lætur
eftir lyndiseinkunnum þeirra mjög
hjúasæl, þótt þá væri sú öld að mestu
um garð gengin að fólk gerðist ársvist-
arhjú. En Sigríður átti því láni að fagna
að hafa sömu duglegu og trúu vinnu-
konu í 23 ár. Líka tóku þau vikadreng,
Einar Auðunsson, frá Efrihól. Hann
yfirgaf aldrei Sigurjón meðan hann
þurfti hans með, reyndist hann bæði
tryggur og þarfur uppeldissonur. Einar
þessi var laghentur og hefur það orðið
honum mikill ávinningur að komast í
kynni við Sigurjón snillinginn og
smiðjuna hans.
Þuríður yngsta barnið og einkadótt-
irin varð snemma stór og glæsileg
stúlka, enda yndi og augasteinn for-
eldra sinna. Virðist mér hún líkjast
Þuríði ömmu sinni og nöfnu, líklega
bæði í sjón og raun. Hún giftist líka
ágætum manni, Valdimar Einarssyni
frá Neðradal í Biskupstungum.
Valdimar er bifreiðastjóri, en þó fremur
ökukennari í seinni tíð. Þau hafa eign-
ast 5 efnileg börn, 4 drengi og eina
-90-