Goðasteinn - 01.09.1998, Blaðsíða 272
ANNÁLAR
Goðasteinn 1998
Dánir
Þorsteinn 1931, en hann dó úr lungna-
bólgu ári síðar og Asdís 1942. Þessi ár
reyndu á útsjónasemi þeirra beggja og
endalausa vinnu frá morgni til kvölds.
Alltaf var það hún sem vaknaði fyrst á
morgnanna fyrir allar aldir til verka
sem biðu frá deginum áður, hvort sem
það var í eldhúsi við matargerð eða
þvotturinn að skola hann í læknum,
klabba sokka eða að spinna og sauma.
Alltaf sívinnandi fyrir tjölskyldu sína
og heimilið í Miðkoti og ef hún fór að
heiman bæjarferð eða til kirkju þá var
hún alltaf með manni sínum. Þau tvö
saman, svo samhent en þó svo ólík um
margt. Það var einmitt þetta ólíka í fari
þeirra sem þau nutu að eiga saman.
Aræðni hans til hins nýja og staðfesta
hennar að byggja á því gamla. Glað-
værð hans, hreinskilni og það að segja
hug sinn og varúð hennar og ábyrgðar-
kennd. Þau ræktu kirkju sína saman,
hann var lengi í sóknarnefnd kirkjunnar
en hún var í kirkjukórnum frá unga
aldri og einn af stofnendum kirkju-
kórsins sem þakkað er fyrir. Það var
hluti af festu lífs hennar að sækja
kirkjuna heim með fjölskyldu sinni og
lúta trúnni, eiga bænina að kveldi og
signinguna að morgni og bæn fyrir
börnum sínum og öðrum ættingjum.
Saman stóðu þau tvö að uppbygg-
ingu jarðarinnar, íbúðarhús og öll úti-
hús voru byggð upp og jörðin þurrkuð
með skurðum og ræktuð með þeirra
tíma tækjum. Það var rist fyrir, sléttað
og plægt með hestum og áður en þau
keyptu jörðina rétt fyrir 1936 urðu þau
að sækja slægjur 10 km leið í Skúms-
staðadamminn og flytja heyið heim á
klökkum. Börnin fóru að vinna heimil-
inu eins fljótt og þau höfðu aldur til og
síðan fluttu þau að heiman, Sigríður,
Guðlín og Karl og stofnuðu sín heimili
í Reykjavík, en Tómas, Isak og Asdís
stóðu að búskapnum með foreldrum
sínum allt til 1972, þegar Asdís tók við
búi með manni sínum Þóri Olafssyni.
Kristinn andaðist 1983 og 1989 fluttist
Agústa að Kirkjuhvoli og var þar til
dánardags, en hún lést eftir skamma
sjúkrahúslegu á Sjúkrahúsi Reykja-
víkur 23. nóvember 1997. Utför hennar
fór fram frá Akureyjarkirkju 6. des.
Sr. Halldór Gunnarsson í Holti.
/
Eggert Olafsson, Þorvaldseyri
Eggert fæddist 29. júní 1913 for-
eldrum sínum að Þorvaldseyri, Olafi
Pálssyni af Víkingslækjarætt frá Svín-
haga á Rangárvöllum og Sigríði Olafs-
dóttur frá Lágafelli í Austur-Landeyj-
um og var hann næstyngstur fjögurra
systkina, en systur hans voru, Guð-
munda, Ingibjörg og Vilborg og er
-270-